Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1922, Page 62
48 ólaPuu s. THORamnssoN:
miklu meira við söguna, því Joffre var við því bú-
inn, að það yrði gert.,
Austur af D’Esperey var Fochs herinn, sem lét
skríða til skarar í orustunni. Forverðir hans vóru
í fyrstu norðan við St. Gond flóa, sem eru ófærar
mýrar, fullar af fenjum og ekki nema fáeinir vegir
lagðir yfir -þær. Mýrarnar eru allvondur þröskuld-
ur fyrir herlið. Að baki hernum vóru brekkurnar
fyrir norðan Sézanneborg niður af Euvy háslétt-
unni. pær fara lækkandi í suðaustur og hverfa
niður að La Fére-Champenoise og Camp de Mailly
sléttunni.
pegar Klucks liðið fyrir sunnan Marne varð að
hörfa undan fyrir áhlaupum Maunorys og Bulow
þoka til baka, þá tók yfirstjórn pjóðverjahersins
það ráðs, að leita sigurs með því að gera aðsúg að
Foch, sem var í fylkingarbrjósti Frakka. Með öðr-
um orðum, þjóðverjar tóku það til bragðs, að reyna
að rjúfa fylkingu Frakka frá Parísarborg til Ver-
dun og rjúfa hana einmitt á miðju brjóstinu, þar
sem Foch var fyrir. Foch var miklu liðfærri, þótt
bann gerði snarpa atlögu 7. september, þá var hann
rekinn æ lengra suður með miklu mannfalli. Hríð-
in var hér mannskæðust í orustunni allri saman, og
tíu þúsundir liggja í La Fére-Champenoise bænum
einum saman.
pað var ekki þar með búið. Foch varð ekki ein-
ungis undan að láta, heldur var hægri fylkingararm-
ur hans eða eystri keyrður langar leiðir suður á við,
þar til herinn vissi nærri til austurs í staðinn fyrir
til norðurs, og sund breitt kom á í gegn um alla
fylkinguna milli Foch og De Langle de Cary’s liðs-
ins að austan.
Til skara skreið hér eins og við Ourcqá 9. sept-
ember. pann dag lánaði Franchet d’Esperey Foch
tíundu deildina sína, því hann fann að hann komst
af án hennar, síðan hann sópaði Bulow frá Petit
Morin-ánni og Bulow hvarf norðvestur til móts við