Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1922, Side 63
ALMANAK.
49
Kluck. Tíunda deildin var þá látin sækja að mið-
fylking pjóðverja vestanverðri. pessi hjálp gerði
vestri arm Fochs óhultan, og hann tók þá þaðan 42.
herfylkið og færði það austur til Linthes og lét það
gera þar, mjög síðla aftans, ógnarharða hríð að
prússneska lífverðinum milli St. Gond flóa og La
F ére-Champenoise.
Fylking pjóðverja var mjög þunn fyrir á þess-
um stað, bæði fyrir það, að Éulow þokaði undan til
móts við Kluck og fyrir kappið, sem pjóðverjar
lögðu á að halda uppi framgöngu sinni suður frá
þar, sem þeir vóru komnir rétt að því að slíta sund-
ur fylkingu Frakka við Gourgancon. petta hvort-
tyeggja, sem bar að samstundis, teygði úr fylkingu
lífvarðarins, — sem átti að geyma tengsla við Bulow
liðið að vestan og Hausens liðið í miðfylkingunni
gegnt Foch—eins og teygjubandi, er togað er í frá
báðum endum. Fertugasta og annað herfylkið óð
í gegn um lífvörðinn líkt og hnífur ristir ost, eins
og Frakkar sögðu síðar frá; það keyrði Saxa í riðla
undan austur í og að La Fére-Champenoise og á
flótta, því Foch lét í sömu mund gera almenna
atlögu.
Joffre sæmdi Foch fyrir þessa snörpu atlögu
með því að segja hann “herkænastan allra í Norð-
urálfu.” Atlagan stökkti lífverði Prússa á flótta,
svo að^ hann lét meginið af stórskotaáhöldum sín-
um; hún braut upp fylkingu tveggja saxneskra her-
deilda og sneri her Hausens öllum saman á flótta,
svo hann varð óðara að halda undan með sneypu.
pessari atlögu einni saman lyktaði líkast þvl spm
íagur sigur gerir á orustuvelli. pví Bulow hélt
undan í litlu eða engu ólagi, og Kluck bætti úr
skakkafalli því, sem hann varð fyrir í fyrstunni og
var á góðum vegi með að vinna bardagann við
Ourcqá, þá er Foch lét sitt högg ríða.
En undanhald þeirra Klucks og Bulows og ófar-
irnar, sem miðfylking pjóðverja varð fyrir undir