Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1922, Page 68
54 ÓLAFUR 8. TRORQEIRSSON :
ur-Frakklands; þar vinnum vér sigur á Frökkum,
tökum París og snúum oss að því -búnu austur og
gerum Rússum skil. Vér látum Frakkland greiða
oss gjaldið til lausnar sér og göngum frá því svo, að
oss sé enginn uggur af því um allan aldur.”
Ekki vitund gekk eftir þessari stórmensku-
fyrirætlan. Ekki eitt eða neitt hefir komizt í fram-
kvæmd af henni eftir þriggja ára stríð. Öllum er
það ljóst, aðRússland hefði unnizt og Bretaveldi
jafnvel komizt á glötunarinnar þröm, ef Frakkland
hefði ekki staðið sig. En Frakkland stóð sig. pað
vann þar þann mesta sigur, sem vegleg saga þess
hefir frá að segja, þótt það fengi sama sem enga
hjálp.frá Bretum. það barg sjálfu sér, Bretlandi og
Rússum, og stríðið fékk eftir Marne-orustuna nýja
i-jóndeildarbauga og ólíkar horfur. því er Marne-
orustan í öllum skilningi ein af hinum fáu fullnað-
arorustum í sögu mannkynsins. Hún virðist óvið-
.jafnanlega stærri nú, eftir að nálega þrjú ár eru
liðin, en daginn, sem menn fyrst fengu að vita, ao
ekkert yrði af því að pjóðverjar tækju París, og
kunnum vér þó ekki enn að meta til fulls afleiðing-
r,r orustunnar.
PÁLl. BJARNARSON
pýdd i.