Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1922, Side 71
ALMANAK.
67
um tíma, en tók síðar land og bygði á því og dvaldi
þar með syni sínum 10 ára gömlum veturinn 1903—
’04. Hann átti konu börn og bú í Winnipeg. Hann
lézt 24. marz 1904, með þeim hætti að hann fór
þann dag að heiman að afla eldiviðar og skildi
drenginn eftir heima. pegar á daginn leið, skall
á hríðarbylur með hörkufrosti og varð hann úti og
fanst eigi fyr en um vorið að snjó tók af jörðu.
Gunnar Gunnarsson, sonur Gunnars Einarssonar
og Guðlaugar Árnadóttur, er lengi bjuggu á Dalbæ
í Hrunamannahreppi í Árnessýslu og hjá þeim ólst
hann upp til fullorðins ára. Árið 1862 giftist hann
Ingveldi 'Eyólfsdóttur á Innri - Ásláksstöðum á
Vatnsleysuströnd, og byrjuðu þar búskap. Síðar
fiutti hann að Fagurhól í sömu sveit og síðan suður
í Voga. Konu sína misti hann 1892 og ári síðar
fiutti hann til Canada og nam land hér í bygðinni.
Sex börn eignuðust þau hjón Gunnar og Ingveldur
og af þeim eru fjögur hér: Ólafur; Gunnar, giftur
Gróu Magnúsdóttir; Ingibjörg, kona J?orkels Lax-
dals og Eyjólfur. Gunnar er fæddur 6. sept. 1832
og er um 82 ára, er enn býsna ern og fjörugur í
anda og fylgist með því sem fram fer. Er hann
hér á vegum barna sinna nú (1916);
ólafur Gunnarsson, sonur Gunnars og Ingveld-
ar, sem hér eru talin áður. Fæddur 6. jan. 1866.
Átta ára fór hann til afa síns á Dalbæ og dvaldi hjá
honum til fullorðins ára. Árið 1898 fór hann af
landi burt til Ameríku. Var hann við ýmsa bænda-
vinnu í Dakota, þar til hann flutti til pingvallaný-
lendu, settist hér á heimilisréttarland 1904 og gift-
ist sama árið Kristínu Magnúsdóttur Einarssonar.
Er heimili þeirra í öllu tilliti myndarheimili.
Eyjólfur Gunnarsson, bróðir ólafs þess, er næst
hér á undan- er talinn. Fæddur 4. ág. 1876. Hjá
íoreldrum sínum dvaldi hann þar til móðir hans