Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1922, Page 75
ALMANAK.
61
segja, að þau yrðu samferða inn í eilífðina, því öll
dóu þau sama haustið, 1896, og liggja hlið við hlið
í gamla grafreitnum við pingvallakirkju.
Árni Hannesson. Foreldrar hans voru Hannes
Arnason og Hólmfríður Magnúsdóttir, prests að
Glaumbæ; bjuggu þau allan sinn búskap á Marbæli
í Skagafjarðarsýslu. Tólf ára misti Árni móður
sína og fór þá til móðursystur sinnar, Sigríðar á
Auðunnarstöðum í Víðidal og var þar 5 ár. Kona
Árna er Guðrún Hallgrímsdóttir Erlendssonar og
Margrétar Magnúsdóttur, systur Dr. Guðmundar
Magnússonar í Reykjavik. pau Árni og Guðrún
voru bæði vinnuhjú í Steinnesi hjá síra Eiríki
Briem, og þar giftust þau og byrjuðu búskap á
parti af jörðinni; þaðan fóru þau að Kagaðarhóli í
Ásum, síðan að porbrandsstöðum og seinast að
Björnólfsstöðum í Langadal, og þaðan í þessa bygð
1888, en námu hér eigi land fyrr en 1891, og bjuggu
þar 8 ár. Fluttust þá á leiguland við Binscarth.
Vorið 1900 fóru þau búferlum að Manitobavatni og
keyptu tvö lönd við fsafoldar pósthús, og búa þar
nú góðu búi og hafa þar, sem fyrr, hylli allra, sem
kynni hafa af þeim.
Guðbrandur Guðbrandsson frá Vatni í Hauka-
tíal í Dalasýslu. Kom hann hingað í bygðina 1887,
ásamt Jóni Jónssyni söðlasmið, sem giftur var syst-
ur Guðbrandar, Guðbjörgu að nafni. Guðbrandur
tók hér land og voru þau Jón og Guðbjörg hjá hon-
um þar til 1893, að þau fluttust til Winnipeg. Síð-
an hefir Guðbrandur verið þar einbúi. Hann er
maður fáskiftinn, en vandaður til orða og verka.
Eileifur Jónsson. Foreldrar hans voru Jón
Björnsson, Jónssonar, Erlendssonar, og Ingibjörg
. Eileifsdóttir; bjuggu þau Iengi í Fljótstungu í Borg-
arfjarðarsýslu. Föður sinn misti Eileifur ellefu ára
og fór þá að Brekkukoti í Reykholtsdal og dvaldi