Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1922, Blaðsíða 76
G2 ÓLAFUR 8. TIIORGEIRSSON :
þar til tvítugs. Kona hans er Kristín Árnadóttir
Jðnssonar á Hábæ á Vatnsleysuströnd. Byrjuðu
]’au búskap á Hábæ og áttu nokkurn sjávarútveg.
og var Eileifur formaður á skipi >au árin er hánn
bjó á Hábæ. Árið 1900 fluttust þau til Canada.
Voru þau eitt ár í Manitoba, komu síðan hingað í
bygð og tóku land. Eiga þau hjón þrjá syni, mann-
vænlega menn og eru þeir hjá foreldrum sínum.
þau hjón eiga all-álitlegt bú. (1916).
Hinrik Gíslason. Foreldrar hans: Gísli Hinriks-
son og Guðrún Jónsdóttir, síðast á Nethömrum í
ólfusi. Kona Hinriks var Jórunn Magnúsdóttir frá
Steinsholti í Leirársveit. Af sex börnum þeirra, sem
komust til fullorðins ára, fluttust fjögur vestur um
haf, og er þeirra getið í sögubrotum þessarar bygð-
ar. Hinrik og Jórunn komu hingað 1901 og dvöldu
hjá Magnúsi syni sínum þar til Jórunn lézt 1907;
þá fór Hinrik til Eyjólfs sonar síns, sem hér er
næst talinn.
Eyjólfur Hinriksson, fæddur 2. apríl 1867. Var
hann að miklu leyti alinn upp í Stritu í Ölfusi hjá
Guðm. Guðmundssyni (d. 1892). Giftur er hann
Ingibjörgu Björnsdóttur frá Bakkarholtsparti í
ölfusi. Frá Eyrarbakka fluttust þau hingað til
lands 1903, með hjálp Magnúsar bróður Eyjólfs og
Guðrúnar systur hans; komu þau með fjögur börn,
sem þau áttu, og .settust fyrst að hjá Magnúsi
Efitr að Eyjólfur hafði unnið hjá bændum hér í
bygðinni um tvö ár, tók hann heimilisréttarland og
hefir búið þar síðan. Níu börn eiga þau hjón, 4
pilta og 5 stúlkur, og eru öll í föðurgarði utan elzta
barnið, puríður, sem gift er. Bú þeirra hjóna er
all-snoturt, eiga góðan nautgripastofn, vel með-
höndlaðan og gefur hann af sér eins góðan ávöxt
og bezt má vera,—því Eyjólfur er búmaður góður
og fer mæta vel með alidýr sín. (1915).