Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1922, Síða 78
G4 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON :
heimilisréttarland. Fjögur börn eiga þau á lífi,
einn dreng og þrjár stúlkur. ]?au hjón hafa komið
fyrir sig myndarlegu búi, með dugnaði og ráð-
deild. (1915).
Konráð Eyjólfsson frá Kálfárdal í Laxárdal í
Húnavatnssýslu. Til Canada kom hann 1887. Árið
tftir giftist hann 'Guðbjörgu Sveinsdóttur og ári
siðast fluttust þau hingað í bygðina. Konráð misti
konu sína 1891, en þrem árum síðar giftist hann í
atmað sinn, Maríu Guðbrandsdóttur Sæmundsson-
ar, sem áður er getið. Haustið 1895 varð Konráð
fyrir tilfinnanlegum skaða. Sléttueld bar að bæ
hans að kveldi dags, eftir að skepnur voru í hús
komnar. Brunnu þar inni 7 kýr, 1 hestur, nokkrar
sauðkindur, hænsn og öll hey hans. Allmargir urðu
til þess að bæta Konráði skaðann. Brátt fjölguðu
skepnur hans aftur, en þá kom það fyrir, að systir
Konráðs, Elízabet, bláfátæk ekkja með fimm ung-
rm börnum heima á fslandi, bað bróður sinn hjálp-
ar. Seldi þá Konráð það af gripastofni sínum, sem
þurfti til að senda henni og börnunum farareyri
hingað vestur og kom hún hingað ásamt börnum
sínum árið 1900 og settist að hjá bróður sínum.
Elízabet er ekkja eftir Sigurð Finnbogason, er síð-
ast bjó í.Fagranesi á Reykjaströnd í Skagafjarðar-
sýslu. Tók hún land í nágrenn við bróður sinn, Kon-
ráð, og vann sér inn eignarréttinn. Tvær dætur
hennar eru giftar hérlendum mönum og búa vest-
rr á Kyrrahafsströnd; Eyjólfur heitir sonum hennar
cg er lausamaður. Býr Elíazbet hjá bróður sínum
og dóttir ein, er Jónína heitir. (1915).
Sigurður Ketilsson, Sveinssonar, Magnússonar
alþingismanns í Syðra-Langholti í Árnessýslu, And-
réssonar. Kona Ketils, móðir Sigríðar, er Pálína
Sigurðardóttir Pálssonar frá Haukadal í Biskups-
tungum. pau Ketill og Pálína fluttust til Canada