Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1922, Side 80
ÓLAFUR S. THORGBIRSSON :
00
Árni Jónsson er fæddur 17. marz 1856 að Tungu
í Fljótshlíð; foreldrar hans voru Jón ívarsson og
Kristín Nikulásdóttir. Nikulás faðir Kristínar bjó
á Selalæk á Rangárvöllum. pegar Árni var á öðru
ári, druknaði faðir hans; brá þá móðir hans búi og
fluttist að Breiðábólsstað í Fljótshlíð, til Jóns pró-
fasts Halldórssonar og konu hans Kristínar Vigfús-
dóttur, systur Bjarna skálds Thorarensen. pegar
séra Jón dó 1858, hafði ekkja hans tekið ástfóstri
við Árna og fluttis hann með henni að Hraungerði
til séra Sæmundar sonar hennar, og þaðan haustið
1867 að Stóruvöllum í Landsveit til síra Guðmundar
Jónssonar tengdasonar síns. Haustið 1884 giftist
Árni Margrétu Guðmundsdóttur Magnússonar í
Stekkholti í Biskupstungum, og puríðar porsteins-
dóttur, garðyrkjumanns sem bjó eitt sinn í út-
hlið í Éiskupsungum. J'au Árni og Margrét dvöldu
í Reykjavík þangað til árið 1887, er þau fluttust
til Canada, komu til pingvallanýlendu um jól sama
ár; fluttu þaðan vorið 1895 til White Sand River,
sem er nálega 35 mílur norðvestur af Yorkton, og
hafa búið þar síðan. — peim Árna og Margrétu varð
þriggja sona auðið, sem allir dóu í æsku.
Guðrun Guðmundsdóttir, ljósmóðir, er fædd 1.
okt. 1853 í Teigakoti í Akraneshrepp í Borgarfjs.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Jónsson, óðals-
bóndi í Teigakoti og Guðrún porkelsdóttir frá Ei-
lífsdal í Kjós. Móðir sína misti hún 11. ára göm-
ul og varð þá að vinna fyrir sér sjálf. Á kvenna-
skólann í Reykjavík fór hún og síðan lærði hún ljós-
móðurstörf og gengdi þe: m störfum eftir það meðan
hún var á íslandi. Árið 1880 giftist hún sæmd-
armanninum pórði Guðmundssyni, verzlunarmanni
á Háteig á Skipaskaga, en misti hann 1884, að hann
druknaði. Tveim árum eftir það fluttist hún til
Canada og í maímánuði 1887 kom hún hingað í
bygðina og nam land og settist þar að þar til 1894