Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1922, Side 85
ALMA.NAK.
T1
veitti, þegar ekki var í önnur hús að venda, og ekki
síður fyrir síglatt viðmót og framkvæmda hvöt.
Slíkt verður aldrei fullmetið — í landaurum. Árin
kringum 1890 voru hin lökustu, sem yfir þessa
hygð hafa komið — að undanteknu árinu 1907,
þegar allur jarðargróður fraus; bændur gátu ekki
staðið í skilum við verzlunina, og um vorið 1894
flutti Jóhann G. Thorgeirsson til Winnipeg. — B. D.
Westmann keypti búð hans og rak verzlun þar til
1918. Á sama tíma og Jóhann G. Thorgeirsson kom
hingað ólafur Jónsson ólafssonar frá Sveinsstöð-
um í Húnavatnssýslu, setti á stofn aktýgjaverzlun
cg rak þá verzlun í tvö ár; seldi þá verzlunina Por-
steini nokkrum Oddssyni, sem áður bjó á landi úti,
en flutti sjálfur til Winnipeg. Ekki rak Oddsson
verzluina hér nema fá ár. Hann flutti sig með
hús og búslóð til Binscarth, Man., og nokkrum ár-
um síðar til Winnipeg — Pálmi Sigtryggsson og
Helga Runólfsdóttir kona hans höfðu um tíma
gistihús í Churchbridge. Eftir fá ár seldu þau það
enskum manni og fluttu í burtu. — Magnús Stef-
ánsson Thorláksson og kona hans Monica Einars-
dóttir Suðfjörð fluttu hingað frá Manitobavatni 1903
og reistu Hotel í Churchbridge, voru þar um nokk-
ur ár og seldu svo hótelið þýzkum manni. — peir
aðrir fslendingar, sem í Churchbridge hafa búið eða
enn eru þar, munu nefndir á öðrum stað í sögubrot-
um þessum.
Sýning hefir verið haldin á hverju ári síðan
um árið 1892. par hefir verið sýndur allskonar
kvikfénaður og alifuglar, hannyrðir, korntegundir
og garðávextir þeir, sem hér vaxa. — Jóhannes Ein-
arsson var forseti sýningarnefndarinnar um nokk-
ur ár, og A. 0. Olson skrifari nú í seinni tíð.
Skólahús var bygt á fyrstu árum bæjarins.
Árið 1913—14 reyndist það alt of lítið; var þá bygt
vandað skólahús úr tígulsteini, er mun hafa kostað