Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1922, Page 88
74
ÓLAFVR 8. THOROEIRSSON :
ið selt Goodtemplurum fyrir $150.00 og samþykt
að byggja nýja kirkju við grafreitinn, sem er í suð-
austurhluta nýlendunnar; var >ví kirkjusmíð lokið
1911 og vígð sama sumar, og ber sú kirkja nafn
safnaðarins. Nú átti >á pingvallasöfnuður tvær
kirkjur og stóð svo þar til í janúar 1914, að sam-
þykt var að skifta söfnuðinum þannig, að Lögbergs-
bygðin væri söfnuður út af fyrir sig, ætti kirkjuna
sem hjá þeim væri og héti Lögbergssöfnuður. En
suðaustur hluti bygðarinnar héldi kirkju pingvalla-
safnaðar óg bæri það nafn.
Akuryrkja.
Á árunum 1893—4, þegar mestur var útflutn-
ingur hér úr bygðinni, hættu margir af þeim sem
eftir urðu við akuryrkju. En á árunum 1901—1902,
þegar auðfélögin keyptu hér öll járnbrautarlönd,
fóru allir að stunda akuryrkju aftur, af þeirri ástæðu
að bændur bjuggust við að öll lönd mundu byggjast*
>á og þegar og þá eigi nægilegt landrými fyrir naut-
gripahjarðir þeirra. Síðan hafa nýlendubændur
stundað akuryrkju eins mikið og kringumstæður
hafa leyft. Eru nú akuryrkjuverkfæri hjá öllum
i fullu standi og uppskera hepnast eftir árferði. 5
þreskivélar eru nú í eigu íslenzkra bænda í ping-
vallanýlendu.
Lestrarfélag
var stofnað hér í bygðinni á fyrstu árunum. En
árið 1894 þegar mestur var burtflutningurinn var
það leyst upp. Nokkrum árum síðar var aftur
myndað lestrarfélag í austurhluta bygðarinnar og
er það enn við líði.