Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1922, Blaðsíða 104
90
ÓLAFUR S. TIIORaEIRSSON :
Ný hveititegund.
Mœlt er aS Lúther Burbank, hinum heimskunna
garðyrkjumanni í Kaliforníu hafi tekist að framleiða
nýja tegund af hveiti. Þessi nýja hveititegund er á-
rangurinn af ellefu ára tilraunastarfi. Kostir þess eru
sagðir vera þeir, að kornin eru stór og hörð, og mjölið úr
þeim er hvítt og gott. Hveitið er og auðugt af plöntu-
lími og nær fullum þroska fyr en nokkur önnur tegund,
sem Burbank hefir gjört tilraunir með. Hvort þetta
hveiti reynist eins vel í öðru loftslagi en því, sem er í
Kaliforníu, er enn ekki vist, en hitt virðist fullreynt, að
þar muni tilraunir Burbanks koma að miklum notum.
Þessi tilraun er að eins ein af mörgum, sem hafa
sannað, oft af tilviljun, að mögulegt er að gjöia umbæt-
ur á verkum náttúrunnar. Margir eru orðnir því vanir
að skoða vissa hluti sem óumbreytanlega. Þeir skoða
mörg óþægindi og jafnvel sumt sem er i!t sem óhjá-
kvæmilega hluti, rétt eins og römmustu forlagatrúar-
menn í Austurlöndum. En meðan þessir menn hafa
verið að reyna að haga sér eftir því sem þeir kalla rás
viðbuiðanna, hafa Burbank og aðrir verið að reyna að
laga ýmislegt í náttúrunni, sem er óœskilegt frá sjónar-
miði mannanna. Burbank var þeirra skoðunar, að rósir
gœtu verið til án þyrna og að það mætti framleiða
frælausar appelsínur, Hann getði ótal tilraunir með
óþreytandi þolinmœði og vann sigur. Það sem virðist
vera ómögulegt verður mögulegt, þegar menn hafa trú
Burbanks á mögulegleikum þess er þeir vilja gjöra og
iðni hans. Það virðist sem að bœndurnir ætli að fara
sanna vísindalega það sem guðfræðingarnir hafa reynt
að sanna, sem sé að hið bogna veiði gjöit beint, eins
og spámaðurinn komst að orði.