Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1922, Page 112
98
ÓLAFVR 8. THORGEIRSSON :
í Cuba er til krabbategund er lifir á þurru landi og
getur fariÖ hraSar en hestur eða strútur.
Lægsti landblettur í Bandaríkjunum er í Dauða-
dalnum svo nefnda í Kaliforníu og er 276 fet fyrir neðan
sjávarflöt. ________
í Babýlon til forna var þacS siður við giftingar, að
presturinn sleit þráð úr klæðum brúðarinnar og annan úr
klæðum brúðgumans, hnýtti þá saman og gaf btúðurinni
til merkis um sameiningu hennar og mannsins. ÞaSan
er komið enska orðatiltækið, að hnýta hnútinn (tying
the hnot), sem þýðir aS gefa saman í hjónaband.
í Japan er öll upphæðin sett efst á reikninginn og
sundurliðunin fyrir neðan.
Ostrur geta lifað 20 ár, en beztar eru þær til fæðu
um það leyti og þær eru 5 ára gamlar.
ÁstæSan til þess að fuglar detta ekki af prikum sín-
um eða trjágreinum, þegar þeir sofa, er sú að tærnar á
þeim geta ekki opnast þegar fóturinn er kreptur.
Hringar eru vanalega bornir á græðifingri vinstri
handar vegna þess að sá fingur er minst notaður og
vinstri höndin minna en sú hægri.
Á íslandi eru allir bolvetlingar með tveimur þuml-
um, til þess að hægt sé aS smeygja þeim tafarlaust á
hendurnar, þegar út er komiS, án þess hyggja þurfi aS
hver eigi upp á vinstri eða hægri hönd. Hér eru þeir
meS einum þumli.
Frakkar taka meira í nefið en nokkur önnur þjóö í
NorSurálfunni — nema ef vera skyldi íslendingar.