Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1922, Page 114
100
ÓLAFTJR 8. TH0RGEIR880N :
Jónatan : “Eg þekki mann, sem hefir verið kvænt-
ur í þrátíu ár og er heima hjá sér á hverju einasta
kveldi".
Jónatanína (hrifin) : “Þ e 11 a er nú sönn ást".
Jónatan : “Ó, ekki er það nú,—það er gigtveiki’.’
Frúin : “Þér skilduS við manninn í fyrra og nú er-
uð þið tekin saman aftur”.
Matreiðslukonan : “Já, nú erum við í uppheittu
hjónabandi”.
Háskólakennari nokkur, sem oft var nokkuð við-
utan, hafði dvalist uppi í sveit og var að fara heimleiðis
úr sumarfríi. Þegar hann var seztur í járnbrautarvagninn
og lestin komin af stað, fór hann að velkja fyrir sér,
hvort hann hefði ekkert skilið eftir. Hann tók upD
vasabók sína, athugaði hana spjaldanna á milli og leitaði
þar af sér allan grun.—Þegar hann kom á járnbrautar-
stöðina, kom dóttir hans fagnandi á mótí honum, en
þegar hún sá, að hann var einn síns liðs, sagði hún :
Pabbi ! Hvar er hún mamma ?"
Þá vaknaði gamli maðurinn eins og af svefni og
sagði : ”Já, þetta fann eg á mér, að eg hafði gleymt ein-
hverju í sveitinni, þó að eg kæmi ekki fyrir mig, hvað
það var !“ _______
Prestur er að skíra barn. “Hvað á barnið að heita?”
spyr hann.
“Alexander, Cæsar, Napóleon, John Jellicoe, Llyod
George, Bonar Law, Kitchener”.
Prestur (lágt við meðhjálparann): “BœtiÖ meira
vatni í skírnarskálina !“
Hann: “Við erum að stofna Jiappdrætti í mannúð-
legu skyni. Það er gamall maður, blásnauður. Viljið
þér ekki kaupa einn seSil ?“
Hún : “í öllum bænum ! HvaS ætti eg svo sem að
gera með karlfauskinn, ef eg skyldi draga hann?“