Ársrit Verkfræðingafjelags Íslands - 01.01.1914, Blaðsíða 10

Ársrit Verkfræðingafjelags Íslands - 01.01.1914, Blaðsíða 10
og fyrir það var Reykjavik gerð að höfuðstað lands- ins fyrir rúmri öld. Benda má á það, að hjer stend- ur óhaggað með öllu steinhús (Stjórnarráðshúsið) frá dögum Skaptáreldanna, og er þó ekki betur vandað að gerð, sízt að undirstöðum, en nú gerist. Og hjer í kring Viðeyjarstofa og kirkja, stofa og kirkja á Ressastöðum og stofa í Nesi, allar frá því um og eptir miðbik 18. aldar. — Nei, landskjálftar eiga ekki að fæla menn frá að byggja úr steini eða steypu. Steypan er líklega stæðilegri en steinhleðsla í land- skjálftum, og sje hún vel járnbundin stendur hún eins vel og ef til vill betur en timbursmíðar. Enn er að minnast á eldfimi timburhúsanna, atriði, sem ekki mælir með þeim í þjettbýli. Ráru- járnið er að vísu furðanlega góð vörn gegn útbreiðslu elds, en alls ekki trygg eða næg. Og óheimlegt er að búa í slíkum húsum í þjettbýli, sern á örstuttum tíma geta orðið að einu eldhafi. Eitt af því sem mjer sýnist endilega þurfa að breytast hjer er skipulag bæjarins. Hann þarf yíir- leitt að verða þjettbýlli. Það þætti nú ef til vill farið aftan að siðunum, ef reynt yrði að færa byggð- ina meira saman en verið hefir, þar sem í öðrum löndum hjer í álfu er einmitt nú á síðustu árum vakin öfiug hreyfing í þá átt að byggja bæi sem dreifasta. — Jeg á við hin svo nefndu Garden Cities. — En öðru máli er að gegna um þröng stórbæjanna þar, en um strjálbyggð smábæjanna okkar. Jeg sje ekki betur en að fullhart sje um það að þessi bær geti þrifið sig sómasamlega, eða annað gerð og við- haldi gatna og gangstjetta, lýsingar, holræsa og ann- ars þess, sem til þrifnaðar heyrir, einmitt vegna víð- áttu sinnar. Skil jeg ekki annað en að sumir hlutar bæjarins hljóti að byggjasl þjettar en enn er orðið, og þá getur ekki hjá því farið, að byggja verði úr eldtraustara efni og endingarbetra en timbrið er. Jeg hygg óþarft að fara frekar í grafgötur um ástæður þess, hver nauðsyn sje hjer á að snúa sjer að varanlegra byggingarlagi en tiðkazt hefir. Heita má að hjer á landi sjáist ekki örmul eptir af því sem lagt hetir verið í húsagerð frá landnámstíð. Rreyting þarf að verða á þessu, og eptir hverju er að biða hjeðan af? Ekki gelur lieldur hjá því farið, að við verðum að fara að dæmi annara þjóða og velja steininn sem aðalbyggingarefni, þar sem föst byggð er á komin. Ryggingarsamþykktin á ekki ein- göngu að vera þjónn bæjarbúa í húsagerð, heldur einnig leiðarvísir, og á að reisa skorður við skökku og óhagfelldu bj7ggingarlagi og styðja að öðru betra: takmarka bygging timburhúsa, auka bygging stein- og steinsteypuhúsa. í núgildandi bsmþ. eru nál. engin ákvæði um skipulag bæjarins eða neinar heimildir til handa byggingarnefnd eða bæjarstjórn til þess að koma fram umbótum í því efni, nema það sem ákveðið er um gerð og breidd gatna. Jeg hygg sjálfsagt að í bsmþ. sjeu sett ákvæði um það, hversu byggðinni skuli yfirleitt hagað. Að minnsta kosli ætli ekki að leyfa að taka ný svæði til byggingar, nema áður væri á uppdrætti mörkuð skipun gatna og byggingarreita (»blok«) og helzt ætti ekkert hús að byggjast fyr en gata að þvi væri fullgerð með vatnsleiðslu og holræsum. Einnig virðist mjer rjett að bsmþ. styðji að meira heilnæmi og fegurð í sambandi við fyrir- komulag byggðarinnar. Á jeg þar við það, sein jeg hygg að öllu samtöldu bezt fara, þar sem ekki á beinlínis að vera »villakvarter«, að í hverjum húsa- reit (blok) sje bygging samfelld, húsin »gafl í gafl« milli gatna, og lóðin sem fylgja ber liverju húsi óskipt að húsabaki, greind frá grannalóðum ineð girðingu einni saman; verða með því allar lóðirnar i hverjum reit eitt samanhangandi svæði, girt hús- um á allar hliðar, og er þá hugsanlegt að þar verði svo skýlt, að þrifist gæti bæði trje og annar jurta- gróður, og yrði það mikill fegurðar- og heilnæmis- auki. þar sem við yrði komið eða betur þætti fara, mætti og gera ráð fyrir forgörðuin milli húsa og götu. Fyrirkomulaginu má að sjálfsögðu muna nokkuð eftir því hvar er í bænum. Hlutfall milli byggðrar lóðar og óbyggðrar verður eðlilega að vera annað > miðbænum og þar annarsstaðar, sem lóðir eru dýr- astar og helzt eru byggð verzlunarhús, heldur en þar sem eingöngu eða mestmegnis eru reist hús til ibúðar, og annað í strjálbýli en í þjettbýli. í núgildandi bsmþ. er öllum hlutum bæjarins að þessu leyti gert jafnt undir höfði, og sama húshæðin er leyfð alstaðar, eplir því sem götubreidd og lóðarstærð hrekkur til. Eðlilegast mundi hjer sem erlendis að haga svo til að húsahæðin væri mest í miðbæ og við aðalgötur, en minnkaði þar út frá. Á hinn bóginn er ástæða til hjer eins og 1 bæj- um erlendis, að halda nokkuð í hemilinn á liúsa- hæðinni og setja henni takmörk. Það mundi ekki leyna sjer hjer fremur en annarsstaðar að mikilli húsahæð fylgja fleiri gallar en kostir. Jeg hefi á seinustu árum afiað mjer þeirra rita, sem jeg lieíi getað komizt yfir, um nýjustu bygg- ingarlöggjöf í nálægum löndurn. Lízt mjer einna bezt á það sem Svíar hafa aðhafzt í þeim efnnm. Þeir skipuðu 1907 nefnd manna (borgarstjóra og byggingameistara) úr ýmsum hlutum rikisins og árangurinn af starfi þeirrar nefndar er rit: »Retánk- ande med förslag till byggnadsstadga tör riket«, prent- að í Stokkhólmi 1909. Eins og titillinn ber með sjer eru þar samin byggingarfyrirmæli fyrir allt ríkið í heild sinni. Mjer er ókunnugt, hvort frumvarp þetla er orðið að lögum eða ekki, en hvað sem um það er, þá er margl á því að læra. T. d. er öllum bæj- um og kauptúnum í Svíþjóð skipað í fiokka eptir

x

Ársrit Verkfræðingafjelags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Verkfræðingafjelags Íslands
https://timarit.is/publication/404

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.