Afturelding - 01.06.1971, Page 8

Afturelding - 01.06.1971, Page 8
til, sem hafði meiri áhrif í öllum heimi en nokkur önnur. Samt sem áður þekkti ég ákaflega lítið til þessarar bókar. Það var Biblían. Ég var alls ekki maður trúhneigður. En mér hauð í grun hvílíkt verð- mæti Biblían væri. Bók þessa keypti ég og lagði hana niður í ferðatöskur m'ínar. Nú átti ég 66 bækur í einni bók. Þetta var eins og ég hefði tekið með mér heilt bókasafn. Ég varpaði þeirri hugsun fyrir borð, að Biiblían væri allt öðru vísi en aðrar bækur. Bók þessa skyldi ég því taka rétt eins og hverja aðra bók, og ákvað því að byrja á upphafi hennar og lesa hana svo til enda. Þegar fyrsta kvöldið mitt í herskálanum settist ég á rúmstokkinn minn, tók Bibiiuna mér í hönd og hóf lesturinn. Það hafði ekki hvarflað að mér hvílika atliygli það vekti hjá herdeildinni að sjá ungan mann taka Biblíuna og fara að lesa hana, -sökkva sér niður í efni hennar. Félagar mínir vissu ekki hvað þeir áttu að halda um mig. Og því heldur var undrunin meiri, sem þeir höfðu reiður á því, að ég var tal- inn drykkfeldur nokkuð. Þegar það svo bættist við, að ég var blótsamur í tneira lagi, svo að það vakti öðrum óhiug, þá láttu ‘félagar mínir enn bágra með það að ná þráðnunum saman. En samt Jas ég Biblíuna. Bihlían var fyrsta 'bókin, sem ég hafði lesið og ekki talaði neitt til skynseminnar eða mannvitsins. Ég hugsaði um það — en fékk þó ekki svar við því — í hvaða bókaflokk ég gæti sett Biblíuna. Ekki var hún sagnfræði. Ekki heimspeki. Bkki skáldskap- ur né goðafræði. Þetta var þrálátt og erfitt við- fangsefni. En ákvörðunin var tekin: Ég skal lesa Bókina! Á níu mánuðum ihafði ég lesið frá fyrsta kafla í fyrstu bók Móse og að síðasta kafla í Jobsbók, að báðum köflum meðtöldum. Allan þennan tíma, er ég ihafði lesið Biblíuna með íhugun, fyrir aug- um allra félaga minna, kom ekki einn einasti trú- aður maður fram í dagsljósið til þess að hjálpa mér að skilja það sem ég var að lesa. Heyrið þið hvað ég er að segja, ek’ki einn einasti í þessum fjölmenna hóp manna virtist geta eða vilja reyna að leiðbeina imér til lifandi trúar á Guð! Furðulegt! Og ég 'bæti við: Á tuttugu og fjórum æviárum mínum hafði ég aldrei mætt einurn einasta manni, sem gert hafði miinnstu tilraun til Iþess að skilja livað það væri að endurfæðast! Ég kynnist heimi Bíblíunnar. Ég var í hinu dýpsta andlegu myrkri. Enginn getur hugsað sér meira myrkur. Þegar ég stend þarna á vegi í þrúgandi myrkri til allra átta, kemur ungur hermaður til mín einn dag. Maður þessi var ekki frelsaður, en hafði forvitniiegan áliuga á spá- dómum Bibliunnar. Ungi maðurinn spurði mig, hvort ég vildi koma með sér næsta sunnudag til ákveðins staðar, siem hann hafði fundið. Mér bauð strax í grun, að 'hér hlyti að vera um trúar- lega hluti að ræða, og svaraði óðara, að ég hefði engan áhuga á trúmáium. Eigi að síður bætti ég við, að þó vildi ég gjarnan fara með honum, aðeins sem áhorfandi, þar sem ég hefði ekkert annað fyrir stafni. Þannig atvikaðist það, að ég kom í fyrsta skipti á ævi minni á kristilega samkomu. Og það reynd- ist vera hjá (Hvítasunnumönnum. Ég var æfður í því að gagnrýna menn og máléfni. Og þarna sat ég fullur af efasemdum og yggldri gagnrýni, og álykt- aði með sjálfum mér, að predikarinn vissi ekkert hvað hann væri að tala um. Ræðumaður tók texta sinn frá 6. kafla Jesaja, 5. versi: „Vei mér það er úti um mig! því að ég er maður, sem hef óhreinar varir og bý meðal fólks sem hefur óhreinar varir.“ Spámaðurinn sá engil, sem flaug að altarinu og rétti fram töng og tók þar glóandi stein og snart varir spámannsins með honum, og sagði við liann: „Sjá þessi hefur snortið varir þínar, misgjörð þ'ín er burttekin og friðþægt er fyrir synd þína.“ Það var alveg eins og ég heyrði raust Drottins tala til mín: „Hvern skal ég senda? Hver vill vera erindreki vor?“ Predikarinn vissi sannarlega um liivað hann var að tala. Hann hrærðist í Gamla testamentinu. Þar gekk liann á vit fjölmargra Iielgra manna. Alit var þetta svo skýrt og lifandi fyrir ræðumanninum, að það var eins og hann hefði mætt þessum mönnum þennan dag og rætt við þá. í lok ræðu sinnar kallaði hann þetta tilboð út yfir áheyrendur sína: „Sé einhver hér viðstaddur í dag, sem vill eignast þessa innlifun, þá rétti hann upp hönd sína til merkis um það.“ Ég varð gram- ur, næstum því reiður: Uver skyldi fá mig til þess að rétta upp hönd mína í kirkju! Það varð djúp þögn. Hvergi heyrðist hið minnsta h'ljóð eða órói. Allir sátu með lokuð augu. Tvær raddir tóku að 8

x

Afturelding

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.