Afturelding - 01.06.1971, Síða 9
tala við mig: „Þú ert thermaður. Ef þú réttir upp
hönd þína meðal iþessa eirifalda fólks, verður þú að
athlægi.“ Hin röddin sagði: „Ef þú skyldir öðlast
eitthvað gott með því, að rétta upp hendina, hvers
vegna þá ekki að gera það?“
Mér fannst ég vera alveg magnvana, gat ekki
hreyft mig í sætinu. En þá bar nokkuð við. Hægri
hönd mín og armur hafði rétzt 'beint upp. Ég hafði
ekki gert þetta sjálfur, það var ég alveg viss um.
Annar kraftur hafði komið því til vegar. Ræðu-
maðurinn sagði ekkert einasta orð. Aldurhnigin
hjón komu til okkar þar sem við sátum og buðu
okkur til kvöldverðar. „Góður kvöldverður er
þess virði að umhera ofurlítið af trúarbrögðum
fyrir hann,“ sagði félagi minn. En — ég var hrædd-
ur.
Frá fyrsta andartaki er við komum í heimili
gömlu hjónanna orkaði sama tilfinning á mig, eem
ég fann í kirkjunni, nema hvað hún var ennþá
sterkari í heimilinu. Gestgjafar okkar töluðu um
!Nýja testamentið eins og það væru allra nýjustu
fréttirnar iþennan dag. Hjónin voru einkar látlausar
manneskjur, og rík voru þau ekki sjáanlega. En þau
hjuggu yfir óvenjulegum vísdómi.
Þetta var ú fyrsta ekipti, sem ég var í heimili, er
gestgjafar 'báðu borðbæn. Og máltíðin var einkar
góð og ljúfleg. Þegar við höfðum matazt, fóru þau
aftur að hiðja, hvort á eftir öðru. Þetta æsti mig.
Ég hafði aldrei á ævi minni beðið Ihátt. Seinna las
ég í sálmum DaVíðs: „Ljúk upp munni þínum og
ég mun fylla hann.“ Það var einmitt þetta sem ég
gerði í þetta skipti. Ég opnaði munn minn og
heyrði sjálfan mig segja: „Drottinn, ég trúi, en
hjálpa iþú vantrú minni.“ Þegar ég hafði sagt þessi
orð lokaðist munnur minn og ég gat ekki sagt eitt
orð umfram þessi.
IJvernig ég fann GiiS.
Fjóra næstu sólarhringa var það einna líkast því,
sem ég væri hengdur upp milli tveggja heima. Ég
barðist við þá hugsun, hvað það mundi þýða fyrir
mig að ganga allur inn í þetta. Hvað skyldi fjöl-
skylda mín segja ef ég yrði „ofsatrúarmaður“. —
Vinir mínir ihöfðu dæmt mig fyrir það, að ég skyldi
neita því að bera vopn í styrjöldinni. Og allir aðrir
vinir mínir, frændur og háskólafélagar? Nei, nei!
Þannig var líðan mín í fjóra sólarhringa. Þegar sá
fimmti rann upp gaf ég upp alla baráttu og sagði
við sjálfan mig: „Ég læt mig einu gilda 'hvað vinir
mínir og frændur segja eða yfir höfuð hvernig fer
með lýðhylli mína. Ég vil eignast þetta sama og
þetta fólk á.“
Þennan dag gekk ég rakleitt til henskálanna með
þá föstu ákvörðun að biðja til Guðs þangað til
eitthvað henti. Ég tók mér sæti við gluggann og
fór að reyna að 'biðja, en ekkert gerðist. Hið sanna
var, að ég vissi ekki hvað ég ætti að segja. Þannig
sat ég í heila klukkustund. Utan við gluggann suð-
aði stór flokkur fiskiflugna, sem mér fannst trufla
mig í hugleiðingum mínum ákaflega. Sú hugsun
kom til mín, að ég þyrfti að biðja þessa óróaseggi
burtu frá mér. Og óðara en ég vissi af, heyrði ég
sjálfan mig segja eins og við einhverja óþekkta
persónu: „Ég sleppi þér ekki nema þú blessir mig.“
Þessi bænaorð endurtók ég aftur og aftur. Þegar
ég, eftir litla stund, hætti að biðja og leit upp, sá
ég að fiskiflugurnar voru allar á bak og burt. Ég
fór aftur að biðja, og óðar en ég vissi af, fann
ég hvernig blessun Guðs streymdi inn í hjarta mitt.
Ég fylltist af ólýsanlegri blessun og rétti upp hend-
ur minar. Ég fann hvemig lófar minir báðir rétt-
ust móti himninum, án þess að ég gerði neitt til
þess sjálfur. í anda mínum skynjaði ég þann sann-
leika, að til er bæði kraftur að ofan og neðan. Nú
hafði ég í fyrsta skipti á ævinni komizt í snertingu
við kraftinn að ofan. Allur líkamsþungi minn virt-
ist ætla að falla aftur yfir sig og mér varð ljóst
að fyrr en varði félli ég í gólfið. Andartak varð
ég eilítið hræddur. En í sömu andrá sagði ég við
sjálfan mig: „Ef ég stöðva þetta, þá fæ ég ef til
vill aldrei framar að eignast það. Ég lét því þenn-
an Heilaga kraft meðhöndla mig eins og hann
vildi. Um leið lyftist ég af baklausa stólnum, sem
ég sat á, og var lagður niður á gólfið. Samstundis
hreyttist bæn mín. Ég sagði: „Gef mér að elska
þig meir og meir, meir og meir.“ Það var eins
og andi minn kæmist við, óendanlega djúpt,
kremdist. Ég fór að gráta. Þannig lá ég allt að
einni klukkustund. Þá tók fyrir andvörpin og grát-
inn. Ég fór að fagna og hlæja. Þetta var eftir mið-
nætti. Ég lá á bakinu og skellihló. Einn félagi
minn vaknaði við þennan glaða hlátur. Hann var
hár vexti og grannur. Hann spratt upp úr sæng
Framh. á bls. 16.
9