Afturelding - 01.06.1971, Side 33

Afturelding - 01.06.1971, Side 33
REINERT 0. INNVÆR: Við lesum Biblíuna Afturhvarf og skírn. Skírn er ávöxtur afturhvarfeins (Post. 2. 38), því að skírnin eins og Ritningin 'boðar hana er ytri sönnun (vitnisburður) um Iþað, er befur skeð hið innra, bjá skírnlþega. Þessvegna er skírnin boð- un. Boðskapur um dauða yfir sjálfslífi og kross- festing með Kristi. Skírnin er boðuð, ekki aðeins fyrir beyrandi eyrum og sjáandi augum. Heldur fyrir tignum og völdum í 'himningeimnum og andaheiminum, um að hinn upprisni Jesús er vor sigurvon. Eins og flestum mun kunnugt, þá eru skírnar- boðanir margar í dag, boðun um þýðingu og mein- ingu skírnar ærið misjöfn og skírnarfiáttur mjög ólíkur. Þó staðbæfir Ritningin,-------„Einn Drott- inn, ein skírn.“ — — — (Efes. 4,5.). Það er 'þvi ekki þýðingarlítið fyrir þann er eign- azt hefur afturhvarf, að sjá og fylgja því er Ritn- ingin kennir og boðar urn skírnina. Hin Biblíulega skírn, eða hin kristna skírn, hefur bakgrunn sinn í gyðinglegri skírn og skírn Jóhannes- ar skírara. Hún spannar þó yfir dýpra haf og er þýðingarmeiri. Þeir menn, er ekki voru af gyðinglegu bergi brotnir, en vildu gerast Gyðingar, voru skírðir til trúarlegs og mannlegs samfélags þeirra. Þessi skírn var algjör ídýfing. í Lúk. 3. 3, þegar Johannes skirari hóf boðun sína, með iðrunar- og afturhvarfs boðskap og fólk- ið játaði syndir slínar, þá voru eðlileg viðbrögð þess að ganga til skírnarinnar. Það var ytri sönnun afturfivarfsins. Þessvegna var skírn Jóhannesar köll- uð iðrunarskírn, eða ekírn til syndafyrirgefningar. athafnir fara fram daglega. Þessi Jesú vakning streyinir fram hrein og tær og keningarlega he.ldur hún sig við Nýja testamentið, sönn postulatrú frum- kristninnar. Ekki ber þó að skilja þetta svo, að afturhvarfið og syndafyrirgefningin, væri veitt í vatninu, skíminni. Því að fyrir skírnarathöfnina var krafizt synda- játningar og fullkomins afturhvarfs. Skímin var þannig táknrnynd, sýnileg og áþreifanleg yfir Iiílkama skírnþegans, sem hann bar alltaf minningu um. Skírn Jóhannesar var einnig algjör ídýfing. Því að hann skírði í Ainon náiægt Salem, því að þar var vatn mikið. Jesús var skírður af Jðhannesi. Það lætur kann- ski einkennilega, að hann skyldi láta Jóhannes Skíra sig, vegna þess sem áður er sagt um skím Jólhannesar. Skírn Jesú var ekki aftuihvarfs skím, eða til syndafyrirgefningar. Jesús var án syndar og ekkert ranglæti var til í Honum. Þess vegna var syndajátning hans ómöguleg. Samkvæmt Matt.3.15, var skírn Jesú „till að fullnægja öillu réttlæti.“ Þessi orð benda til Golgata. Fyrir Jesúm var skímin skref í niðuiilægingunni, á leiðinni til Golgata. Einnig var skírnin vlígsla til starfs. Það var augljóst fyrir Jesúm í skírninni, hvernig hann saklaus, á þennan 'hátt gengur undir bölvunina, því að vegna syndar- innar var jörðin bölvuð fyrir allt mannkyn og bar þyrna, þistla og sár. í skírninni hylur jörðin (vatnið) skaparann og sköpunin yfirhylur þannig sjálfan skaparann. Við skynjum hér í Guðs Anda hve djúpt Jesús Guðs Sonur, varð að stíga niðhir í niðurlæginguna, til að vinna endurlausn fyrir mannkynið. Skírn Jesú af Jðhannesi var einnig staðfesting um að skírnin var komin frá Guði, (Matt. 21. 25. 32). Hin kristna skírn í dag er boðuð meðal allra kristinna manna. Hún kemur greinilega fram í Nýja testamentinu. Hún er þar innsett og boðuð af Jesú hinum upprisna, (Matt. 28. 18—20, og Mark. 16. 16). Þessi orð gefa skírninni þýðingar- mikið rúm í boðuninni og undirstrikar þýðingu hennar. Það er skírn til dauða og upprisu Jesú, 33

x

Afturelding

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.