Alþýðublað Hafnarfjarðar - 18.12.1964, Blaðsíða 3

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 18.12.1964, Blaðsíða 3
Alþýðublað Hafnarfjarðar XXIII. árgangur. Hafnarfirði, 18. desember 1964. 1. tölublað. Eiríkur Pálsson: Jólahugleiðing Nii eru jól að ganga í garð, barnanna hcítíð blíð, blessaða fagra tíð. Þetta hófum við börnin að syngja, þegar ég var að alast upp, um miðjan desember ár hvert, lengri eða skemmri tíma á degi hverjum, og með vaxandi áherzlu og trausti, eftir því, sem styttist til jólanna. Jólin áttu óskiptan hug barnanna. Þau fluttu inn í skammdegi tilverunnar þá birtu og fögnuð, sem æðri var nokkrum skilningi. Á sjálfan aðfangadaginn fékk allt annan blæ. Allir og allt komst í sérstakt jólaskap. Gremja og vonbrigði gleymdust, að minnsta kosti um sinn. Jólastjarnan í austri tók að skína, þótt hún sæist ekki. Hirðarnir á Betlehemsvöllum gættu hjarðar sinnar í næsta ná- grenni, enda þótt frost ríkti og fönn hyldi jörðina allt umhverfis. Heimur og atburðir hins fyrsta jóla- kvölds rann saman við heim líðandi stundar. Gaf honum nýtt gildi, nýjan himin og nýja jörð. Árin og aldirnar hurfu og fátæk, klæðlítil en fagnandi börn urðu skyndilega eitt með hirðunum, og þau tóku undir með englum himins í Jíideu: Dýrð sé guði í upphæðum og friður á jörðu. Hið mikla Ijós mannlegrar vonar var að koma í heiminn og veitti veikum og eftirvæntingarfidlum sálum styrk og öryggi til að standast í umkomu- leysi sínu erfiðleika og ógn um langan myrkan vetur. Á norðurhveli jarðar eru jólin sérstök náðargjöf. Gefur tækifæri til hvildar og tilbreytni, huggunar, svölunar og kyrrðar til að gera sig færan að bera betur hinn válynda vetur, til að þola og þreyja þorr- ann og góuna. En jólin og boðskapur þeirra er öllu mannkyninu lífsins Ijós. Sál mín þráir þig, ó guð, og hjarta mitt fær aldrei ró, unz það hvilist í þér. Maðurinn er mikillar ættar. Höfundur lífsins, sem í öllu og alls staðar býr, skapaði liann og gaf lionum ódauðlega sál. Maðurinn er hluti lxins mikla skapara, bundinn sínum efnislegu lögmálum á sinni jarðvistar- göngu, lengri eða skemmri. En guðsneistinn i hverri mannssál brýzt um í fjötrum sínum, þráir sinn upp- runa og frið. Hann þarf og sína næringu á sinni píla- grímsgöngu. Þetta gleymist löngum i baráttunni fyr- ir brauðstritinu eða í leitinni eftir hégóma. Jólin gegna mikilvægu hlutverki í mannlegu lífi. Þau eru fagnaðarhátíð barnanna. Gjafir eru gefnar. Bænir eru beðnar, friður er sarninn og hvíldar not- ið. En framar öðru eru jólin Jrakkarhátíð fyrir gjöf- ina góðu. Fyrir mannsins son, er lagður var i jötu, óx upp í vizku og vexti og náð guðs og manna, gekk sína þyrnigöngu og Jroldi sinn píslardauða, og flutti okkur með lífi sínu, starfi og dauða þau sannindi, er ætið vara í gildi. Hann var einn af oss, þó öðrum meiri. Hann vísaði veginn, sem vert er að ganga. Framkvæmdi vilja þess, sem sendi hann, og flutti okkur boðskapinn: Ég lifi og J)ér munið lifa. Og hvað mun J)að stoða manninn að eignast allan heiminn, en fyrirgjöra sálu sinni? Sálin er dýrmæt perla, sem hver maður á. Vernd og Jrroski liennar er öllu J)ýðingarmeira. Hennar bíð- ur hið eilífa lífið. Hún á að vaxa. Jólin eiga öðru fremur að tengja oss uppsprettu eilífðarinnar. Finna sjálfa oss sem hluta hennar. Fá oss til að hyggja að neistanum, er oss var falinn til varðveizlu. Lyftum því sál vorri á hverjum jólum í minningu og þökk til jólabarnsins, upp úr skammdegi hins mannlega lífs, með auðmjúkum hug, eins og lítil, sak- laus og Jmkklát börn yfir góðri gjöf, sem gæta verð- ur af trúmennsku. Nú eru jólin 1964 að ganga í garð. Guð gefi oss öllum gleðileg jól.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.