Alþýðublað Hafnarfjarðar - 18.12.1964, Blaðsíða 23

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 18.12.1964, Blaðsíða 23
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR 23 á Vífilsstöðum Halla Magnúsdóttir. ★ Við lestur þessarar yfirskriftar verður að líkindum gert ráð fyrir að eftir fylgi frásögn af einhverj- um þeirra högga sem berklaveikin hjó í raðir ungs fólks hér á landi, einkum á tímabilinu 1910— 1930. Fyrrnefnda árið tók Vífilsstaðahæl- ið til starfa, en þeir atburðir sem bér verður sagt frá gerðust um það bil 30 áruin áður. Móðir mín, Jónína Jónsdóttir, sagði mér oft frá þeim. Hún var 18 ára er þeir hófust og var vinnukona á þessu býli ásamt móður sinni, Helgu Bjarnadóttur. Húsráðendur voru Sveinn Þorsteinsson og Ingibjörg Grímsdóttir. Sveinn þessi var einn þeirra,, sem lágu úti í mannskaða- veðrinu á Mosfellsheiði árið 1857. Hjón þessi áttu eina dóttur barna, sem Guðrún hét. Var hún jafn- gömul móður minni, fríðleiksstúlka og vel látin. Þar var og á bænum fullorðin kona, sem Guðný hét, og var hún niðursetningur, eins og það var nefnt, þ. e. á framfæri hreppsins. Enn fremur voru tveir unglingar á þessu heimili, en ekki koma þeir við þessa sögu. Guðný gamla var töluvert vínhneigð, og ef hún hélt, að einhver nágrann- inn ætti þess háttar í fórum sín- um, fór hún gjarnan til hans til að fá í staupinu. I einni slíkri ferð þetta haust — 1881 — varð hún úti, þarna á milli bæja. I Vífilsstaðabaðstofunni voru, eins og víðast hvar þá, fastarúm meðfram veggjum. Móðir mín og amma sváfu saman, og var rúm Guðnýjar aftur af þeirra rúmi. Strax eftir að hún varð úti, fór að bera á reimleika. Var það þó eingöngu í áðurnefndu rúmfleti, en hvergi annars staðar í bænum. Á hverri nóttu voru þar einhver læti, meiri eða minni, og varð þeim mæðgunum í næsta rúmi þá ekki alltaf svefnsamt. Bjuggust þær stundum við, að gaflinum á milli Halla Magnúsdóttir Vdlegt rúmanna yrði spyrnt í sundur. Móðir mín varð oft hrædd, eins og fleiri ungmenni hefðu sjálfsagt orðið við sömu kringumstæður, en það var eins og ömmu stæði á sama um allt. Hún var mikil þrekmann- eskja, enda þurfti hún oft á því að halda um dagana. Hún sagði stundum, þegar mest gekk á í rúmi Guðnýjar: „Eg held bara að kerlingin viti af einhverj- um feigum í bænum“. Einnig var sagt, að um þetta leyti hefði förukarl nokkur komið að Vífilsstöðum og síðan gefið í skyn á nágrannabæjunum, að önn- ur af stúlkunum þar — jafnöldrun- um — væri feig. Marg-aðspurður um hvor það væri, á hann að lok- um að hafa sagt: „Sú ljóshærða“. Aldrei bar þó móðir mín mikið mál síðar í þennan þátt sögunnar. Leið nú veturinn fram undir jól. Snennna á Þorláksmessumorgun lögðu þau af stað til lleykjavíkur, Jónína Jónsdóttir, móðir Höllu, var 18 ára er pessi saga gerðist. feðginin Sveinn og Guðrún, og einnig amma mín. Höfðu þau ráð- gert að koma aftur um kvöldið, en það fór á annan veg. Sagði þá húsmóðirin, að þau myndu víst hafa gist í Reykjavík, eða þá á einhverjum bænum á leiðinni, en þó að hún segði þetta, var auðséð, að hún var hrædd og óróleg. Þessa nótt voru engin læti í rúmi Guðnýjar og aldrei síðan. Af ferðafólkinu er það að segja, að því gekk vel inneftir, en þar var margt að snúast og ýmislegt, sem tafði fyrir, og var komið myrk- ur, þegar lagt var af stað heim. Oll voru þau með nokkuð þungar byrðar á baki, og rigning var tölu- verð. Sveinn var allmikið drukk- inn, en gat þó gengið rösklega. Vildi hann fara aðra og skemmri leið heim en venjulegt var. Ferðin gekk þolanlega, þar til komið var að Arnarneslæknum. Asahálka hafði verið um daginn, og flæddi lækurinn yfir bakka sína. Sums staðar rann vatnið yfir is- inn, en annars staðar var hann að liðast í sundur, og bárust jakarnir niður eftir með straumnum. Sveinn kom fyrstur og óð viðstöðulaust út í. Hann hafði góðan broddstaf og komst klakklaust yfir. Af dótt- ur hans og Helgu ömmu minni er það að segja, að þeim virtist læk- urinn vera sér nánast ófær, m. a. af því, að þær liöfðu aðeins kollu- prik — þ. e. algjörlega ójárnbúin prik — til stuðnings. Vildi amma þá, að þær sneru aftur og færu heim að Arnarnesi, en bæði var það, að Guðrún vildi ekki skilja við föður sinn og sá, að honum gekk allvel yfir. Dreif hún sig því út í og fór þá amma út í líka. Sér hún brátt, hvar Guðrún dett- ur úti í miðjum læknum og berst með straumnum. Kallar amma þá til Sveins og segir sem var og kemst síðan upp úr læknum á sama stað sem hún hafði vaðið út í, enda var hún stutt komin. Þau Sveinn og Helga fara nú niður með læknum sitt hvoru megin til að vita, hvort þau sjái Guðrúnu, en hún var al- gjörlega horfin. Slampast nú Sveinn norður yfir lækinn aftur, og var mikið til runn- Gleðileg jól! Gott og íarsælt komandi ár Þökkum vi&skiptin á liöna árinu Samlag skreiðarframleiðenda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.