Alþýðublað Hafnarfjarðar - 18.12.1964, Blaðsíða 35

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 18.12.1964, Blaðsíða 35
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR 35 Norður-Þýzkalands. Hér var allt í rúst, en borgin er risin úr ösk- unni víða glæsilegri en áður, eins og frægt er orðið, og umferð er geysileg. Þessi forna miðstöð Is- landsverzlunarinnar er mikill at- liafnabær, en ég hafði þar skamma dvöl að þessu sinni, því að ferðinni er heitið suður í Rínardal. Norður- Þýzkaland er víða flatlent og til- breytingarlítið. Mér er flatneskja leiðigjörn, ef hún verður meiri en í Holtum og Flóa, en fjöll tapa engu seiðmagni, þótt þau séu hærri en Oræfajökull. Landið verður hugþekkara er sunnar dregur, ás- ar hækka, verða jafnvel að fjöll- um, og dalir dýpka auðvitað að sama skapi. Þann 22. október kem ég til Bad-Honnef við Rín. Bad-Honnef kvað vera frægur baðstaður. Eg hafði aldrei heyrt hans getið. Þetta er snotur borg, nokkru minni en Reykjavík, og stendur sunnan Sjöfjalla eða Sie- bengebirge. Hér eru taldar alls konar heilsulindir og böð við öll- um heimsins kvillum, einkum þeim, sem stafa af of mikilli bjórdrykkju. Hæsti tindur Sjöfjalla heitir Ol- berg, Ölfjall, aðalvínbéruðin eru sunnar. Flestir baðgestir eru horfn- ir á braut, mjög rólegt á gistihús- um og fremur ódýrt á þýzkan mælikvarða. Þjóðverjar eru ein- hver hreinlegasta og umgengnis- bezta þjóð heims. Hér er allt hreint og fágað, skrúbbað og skúrað langt út á götu. Eg dvel hér í þrjá sólar- hringa, eigra um stræti, sit veizlur Alexander von Humboldt-stofnun- arinnar og ek með langferðabíl um nágrennið, m. a. Sjöfjöll. Þjóðverj- ar nefna umhverfið Eden, en haust- mugga grúfir yfir þessari paradís, og ég skynja ekki fegurðina. Fjöll- in virðast mér viðlíka tilkomumikil og fellin við Mosfellsdalinn, en hér eru þau alþakin myrkum og rök- um skógi. Ég reyni að meðtaka einhverja rómantík og staðhæfi við sessunauta mína, að þetta séu fjöllin, sem hún Mjallhvít fór yfir til dverganna sjö. Þjóðverjum finnst þetta gálaust tal, því að við erum einmitt stödd á Drachenfels eða Drekafjalli; hér eru rústir af fornum miðaldakastala, og nokkur hluti Niflungasögunnar á að hafa gerzt hér endur fyrir löngu. Það var með öðrum orðum Sigurður Fáfnisbani, en ekki Mjallhvít, sem “»jíl -.'íhq '35öiföíi[;e >uuu ioo gjgjfpM t^n'apgáovon IfeUlmfpegeí (k* m p®P1 porcKeíDiofuTi, nSÆmSi xmtóöKmtDáf mm 8#i®: Legsteinn uf leiSi Tílu Ugluspegils múraSur í kirkjuvegg í Möln skammt utan við Hamborg, en gröf hdns er þar í garSinum. Hann lézt x Svartadauða 1350. Frá Koblenz. Ehrenbreitstein-kastali fór yfir fjöllin þau sjö, og hér bjuggu hetjur en engir dvergar. Við fórum um búsældarlega dali, og veiðilegar smáár með veiðihylj- um liðast um grundir. En það eru hálfgerð ellimörk á veröldinni. Það rýkur hvergi úr jörðu og straumvötnin silast þunglyndis- lega milli bakka. Eitt sinn átti þó móðir jörð ærslaþrungið æskuskeið á þessum stað, því að Siebenge- birge eru leifar fornra eldfjalla. Koblenz. Hvað varðar ferðamann um forn eldfjöll, jafnvel þótt hann sé kom- inn norðan af íslandi? Á hádegi á laugardag kveð ég kóng og prest í Bad-Honnef og held með lest upp með Rín. Áin er ekki mjög breið, víða á að gizka 300—400 m, en mjög djúp, straumþung og blökk. Á hæð fyrir handan ána grillir í rúst á felli. Það er Rollants- boginn; þar á hinn frægi Rollant sem féll við Rúnzival, að hafa bú- ið endur fyrir löngu. Eitt sinn bjuggu hér hetjur á hverri hæð; það var á bernskuskeiði ger- manskra þjóða, þegar Germanía var talin hálfgert villimannaland. Nú eru hetjur fluttar ofan í dali og framleiða þar sement, stál og jafnvel coca-cola. Fljótaprammar ösla hvarvetna á ánni, drekkhlaðnir eins og íslenzk- ir togarar á leið af miðum. Pramm- arnir eru sagðir allt að 70 m. á lengd og bera allt að 400 tonnum. Á sumum hangir drifhvítur þvottur á snúrum, á öðrum eru raðir af bifreiðum á dekki. Þeir baksa þunglamalega upp ána, sem brýt- ur þrákelkin á kinnungum, og það verða mikil boðaföll aftur af þeim, jxir sem straumur og 1880 til 3600 bestafla vélar eigast við. Eitt sinn fór ég yfir Rín á laufblaði einnar lilju; litil var ferjan mín. Svo kvað Staðarhóls-Páll fyrir rúmum 300 árum. Þessi Rínarróm- antík hefst ekki í raun og veru fyrr en suður af Koblenz, borg kon- unga og keisara. Tanginn nyrzt í borginni milli Rínar og Mosel heit- ir Deutsches Eck, þýzkt horn. Þar stendur gríðarlegur fótstallur, minnismerki Vilhjálms I. keisara. Hann sat þar áður á gunnfáki og sigurgyðjan gekk við hlið hans. Á fótstallinum stendur enn: Vilhjálm- ur mikli, — en styttan er liorfin. Eftir styrjöldina brutu Frakkar riddarann, hestinn hans og gyðj- una og hugðust þannig afmá sig- urtákn Þjóðverja frá 1871. En fót- stallurinn stendur. Hann er dágóð- ur útsýnisturn, en ljótt mannvirki;
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.