Alþýðublað Hafnarfjarðar - 18.12.1964, Blaðsíða 50

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 18.12.1964, Blaðsíða 50
50 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR Óskar Jónsson: Isfisksútflutningur Heimsstyrjöldin síðari hófst í september 1939, eins og kunnugt er. Voru þá allir enskir togarar kallaðir heim af f jarlægum miðum, en það olli aftur fiskvöntun á enska fiskmarkaðinum. Hækkaði fiskur fljótt í verði vegna vöntunar og komst í geypiverð. Þegar stríðið skall á, var ég í atvinnu á Siglufirði um sumar- og haustmánuðina, en átti heima í Hafnarfirði. Snemma í nóvember skrapp ég suður og dvaldist í Hafn- arfirði í nokkra daga. Við Guðmundur Jónasson verk- stjóri í Hafnarfirði höfðum ásamt þrem mönnum öðrum keypt svo- nefnda Malastöð af Útvegsbanka íslands. Það var fiskverkunarstöð togarafélags, sem gafst upp og var hætt rekstri. Verkuðum við smá- vegis af saltfiski og skreið þetta ár á stöðinni. Sá Guðmundur um hinn daglega rekstur í fjarveru minni. Þegar ég dvaldi þessa daga í Hafnarfirði, frétti ég, að E/S Súð- in væri að fara til Grímseyjar. Datt mér í hug. að gaman væri nú að prófa fiskmarkaðinn þar með því að senda út nokkur tonn af nýjum fiski með Súðinni. Keyptum við ýsu og þorsk í tæpa 100 kassa, ís- uðum vel og settum um borð í Súðina. Eg símaði sölufirma í Grimsby og bað það að selja fisk- inn. Lagði nú Súðin af stað, en ekki í neina hraðferð, heldur hægferð, því að gangurinn var smár. Þrem dögum síðar lagði ég af stað með M/S Esju gömlu á leið til Siglu- fjarðar. Var hún í strandferð og var lengi á leiðinni. A tíunda degi frá því að Súðin lagði frá landi, barst mér skeyti um borð í Esju, þegar við vorum staddir á Hólma- vík, kl. 12 á miðnætti, um að salan á fiskinum hefði farið fram, og þegar ég leit á punda-upphæðina, sá ég, að hagnaðurinn á þessari fyrstu sendingu var 100% og vel það. Ég varð mjög glaður við fregn- ina og svaf vært þá nótt um borð í Esju, sem sigldi áleiðis til Sauðár- króks. Ég sá aðeins eftir að geta ekki hafizt handa strax að senda út meiri fisk, þar sem ég var fastur við starf á Siglufirði til jóla. Leið nú og beið, jólin komu og nýja árið 1940 gekk í garð, Og strax upp úr áramótum byrjaði ég að líta eftir að fá keyptan fisk til að flytja út, nýjan ísaðan fisk í köss- um til sölu á Bretlandi. Ég held, að hinn 6. janúar hafi ég komið næstu sendingunni af stað. Voru það milli 200 og 300 kassar. Nokkr- um dögum seinna fór á stað ný sending, aðeins stærri. Gáfu báðar þessar sendingar ágætan hagnað. Vorum við nú 4 samtals í félagi um þessar sendingar. Var nú áfram haldið og sent meira magn, um 500 kassar (það var rúm 30 tonn). Þetta var um miðjan janúar 1940. Varð talsverð tapsala á þessari sendingu og svo mikil, að hún gerði betur en éta upp áður fenginn hagnað af fyrri sendingum. Vildu nú félagar mínir hætta þessu braski, en ég vildi ekki hætta, og í félagi við einn af fjór- um sendi ég út nýja sendingu, sem gaf ágætan hagnað. Sendum við svo út með hverri ferð, sem við náðum til, smáar og stórar sendingar. Höfðum við ávallt talsverðan hagnað af þessu. En sérstaklega man ég eftir einu skipi, sem hét Girondo, ítalskt skip, sem flutti út um 600 kassa af nýj- um fiski eða um 37 tonn. Á því varð alveg sérlega mikill hagnaður. Man ég, að ég fékk söluskeytið á páskadagsmorgun. Varð það til að lífga upp á páskagleðina, þótt ver- aldlegt væri tilefnið. Ég hélt áfram að senda fisk með skipum allt fram í september 1940, en þá tók Matvælaráðuneytið brezka einkasölu á öllum fiski, sem fluttur var nýr frá landinu, í sínar hendur, nema þá skipa, sem fisk- uðu í sig og sigldu með farminn til Bretlands. Gengu sölurnar alltaf vel, rétt skaðalaust sumar, en aftur aðrar með ágætum hagnaði. Ýmsir voru með mér í þessu til þess að dreifa áhættunni. Þó man ég eftir, að einu sinni neituðu félagar mínir að vera með í einni sendingu. Þannig stóð á, að mér bauðst pláss í skipi, sem var að fara beina leið til Bretlands, fyrir 500—600 kassa. Tók ég boði þessu, en brást fiskur á síðustu stundu. Togarinn Sviði var að koma af saltfiskveiðum norðan úr Húna- flóa. Var hann með óísaðan og flattan þorsk, um 40 tonn. Hitti ég forstjórann, Ásgrím heitinn Sigfús- son, og falaði af honum fiskinn. Hann spyr mig, hvað ég ætli að gera við hann. Ég segi honum, að ég ætli að ísa hann í kassa og senda með skipi til Bretlands til sölu þar á markaði. Hann sagði, að slíkt næði ekki neinni átt, hann vildi mér ekki svo illt að láta mig tapa stórfé á svona vitleysu. En ég sagði honum, að ég hefði loforð míns banka um að greiða jafnan fyrir mig hráefnið, svo að greiðsla væri trygg. En það var nú ekki það hjá Ásgrími, heldur vinsemd við mig að láta mig ekki vaða út í neina vitleysu. Nú, en hvað um það: fiskinn fékk ég og fékk í félag með mér velþekktan borgara í Reykja- vík, og skyldu vera helmingaskipti á tapi eða gróða. Þetta urðu rúmir 600 kassar af flöttum, ísuðum þorski, sem fóru með skipi þetta sama kvöld, og var ákvörðunarstaðurinn Fleetwood. Beið ég nú milli vonar og ótta, og sjá: söluskeytið kom á tiltekn- um tíma. Ekkert tap, smáhagnaður á sendingunni, sem kom sér vel fyrir okkur báða. En sú athuga- semd var í skeytinu frá sölumanni mínum í Fleetwood, að svona verk- aðan fisk skyldi ég aldrei senda aftur til sölu á brezkum markaði. Tók ég mér þessar föðurlegu ráð- leggingar til eftirbreytni. Einu sinni hafði ég heila lest í norsku skipi til umráða. Fyllti ég hana af mjög góðum sölufiski og bjóst við stórgróða. En sú sending gaf minnstan hagnað af öllum sendingum, sem hagnað gáfu, mið- að við magnið. Við vorum margir um þessa sendingu, og fengu marg- ir smáglaðning, þegar upp var gert. Seinast var viðskiptabanki minn hættur að afreikna pundin í ís- lenzkum krónum, og áttum við um tíma pundin geymd úti. Þá var öldin önnur en nú. Þá vildu bank- arnir ekki taka við pundum, og margir eignuðust digra pundasjóði í Englandi. Ýmsir töldu þessa pundasjóði verðlausa, þar sem Þjóðverjar voru þá jafnan í fram- sókn í stríðinu, og bjuggust ýmsir við, að þeir tækju Bretlandseyjar þá og þegar. En seinna litu bank- arnir öðrum augum á þetta og þá þóttu pundin góð. Það var í senn skemmtilegt og dálítið spennandi að flytja út fisk í kössum til Bretlands. En engin ósköp standa lengi. Svo var hér, þar sem Bretar tóku útflutninginn í sínar hendur. En þessir níu mán- uðir, sem ég stundaði þennan at- vinnuveg, gáfu mér mikið í aðra hönd, og gat ég greitt upp skuldir frá hinu slæma ári 1935 og meira en það. Margir nutu líka góðs af, sem voru með mér í þessum út- flutningi, en áhættan var alltaf nokkur. Ýmsir aðrir hlupu til og ætluðu að verða ríkir á þessu, en ég held að flestum hafi ekki lánazt það eins vel og okkur félögunum, sem not- uðum hvert tækifæri, sem gafst, til • að senda út þessa vöru, enda sá ég jafnan um, að vel væri vandað til fiskgæðanna og að allur frágang- ur væri góður á kössunum. Aldrei urðum við heldur fyrir óheppni með flutningana, t. d. að skip væru skotin niður eða að þau væru óeðlilega lengi á leiðinni og fiskur- inn skemmdist af þeim sökum. Er þetta ein hin skemmtilegasta atvinna, sem ég hef stundað um dagana. Oskar Jóns'son. Hafnfirðingar! Nú eru öll gjöld til bæjarsjóðs Hafnarfjarðar fallin í gjalddaga. Gerið fullnaðarskil til bæjargjaldkera áður en kemur til frekari innheimtuaðgerða. BÆJARRITARINN í HAFNARFIRÐI Húsgagnaverzlunin Hverfisgötu 50 SÍMI 18830 ÓDÝRAR VEGGHILLUR komnar aftur. 20 cm á kr. 210.00 — 25 cm á kr. 230.00 — 30 cm á 250.00. 10 gerðir af eins manns sófum og tveggja manna sófar. ATH.: Við eigum stóla í stíl við sófana. Sófaborð, saumakassar, skrifborð og skrifborðsstólar Ódýr lítil sófasett. Verð kr. 11.480.00 Húsgagnaverzlunin Hverfisgötu 50 SÍMI 18830
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.