Alþýðublað Hafnarfjarðar - 18.12.1964, Blaðsíða 31

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 18.12.1964, Blaðsíða 31
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR 31 Um leið og árin fjölga og hljóð- ar og kyrrar einverustundir verða fleiri, koma oftar í hugánn atvik og minningar frá glöðum og björt- um bernskudögum. Þeirra minnist ég margra, því að ég var svo lán- samur að fæðast og alast upp á góðu heímili og njóta umhyggju góðra og skyldurækinna foreldra og fá að lifa og þroskast í glöð- um og samhentum systkinahóp. Aldrei man ég eftir að ég ætti í vandræðum með að eyða tíman- um; hitt var heldur, að stundum reyndust mér dagarnir ekki nógu langir, því að þá þurfti ég svo margt að sjá og skoða, mörgu að kynnast og um margt að spyrja, en fjaran, lækurinn, hraunið, holtin neðan við Sýslumannstúnið, sá ég að margir Norðmenn voru komnir í land, og datt mér þá í hug, hvort nú myndi ekki verða slagur. Og rétt um leið kem ég auga á ungan mann, Skarphéðin að nafni, sá hafði gaman af að stofna til slags- mála. Ég fylgdi honum fast eftir með augunum, og er hann er þar kominn fyrir framan, er nú stend- ur Hafnarfjarðarkirkja, verða á vegi hans Norðmenn, sem hann kom við, með þeim afleiðingum, að þarna hófst sá mesti slagur, sem sögur fara af í Hafnarfirði. Fljótt komu báðir lögreglumennirnir, svipmiklir og garpslegir, á vett- vang með kylfur á lofti og hugðust stöðva slaginn á stundinni. En það og hæðirnar fyrir ofan Hafnar- fjörð svöluðu forvitni nokkuð, og við mörgum spurningum fékk ég svar. Mér er mjög minnistætt eitt sér- stakt kvöld sumarið 1908. Þetta var laugardagskvöld, eitt af þeim ógleymanlegu, undurfögru og hlýju sumarkvöldum hér við fjörðinn okkar fagra. Blæjalogn, sjórinn frá fjöruborði út í hafsauga eins og skyggður spegill, sólroðin skýin á vesturhimninum spegluð- ust í haffletinum, himinn og haf loguðu af dýrð. Skipin á höfninni voru svo mörg, að siglutrén voru næstum eins og skógur til að sjá. Friður og ró hvíldi yfir öllu, og ekkert gáraði hafflötinn utan einn og einn bátur, sem róið var til lands með nokkr- um mönnum í. Fyrstu æðarkoll- urnar voru nýkomnar með ungana sína inn á fjörðinn þetta sumar. Þá vildi nú tíminn gleymast og líða fljótt, og þá dvaldi ég stundum lengur niðri í fjöru en mamma liafði leyft. Svo var og þetta minn- isstæða kvöld. Loks er ég rölti upp fjöruna heim á leið, voru koll- urnar komnar á land og ungarnir kúrðu undir vængjum þeirra eða lágu á bakinu á mæðrum sínum, en krían var enn á flugi, og ein og ein geldteista synti með landi og kafaði við og við. Þegar ég var kominn upp á Egilsensmölina, rétt fór nú heldur á annan veg. Brátt tók gatan, Egilsensmölin og Sýslu- mannstúnið allt að loga í einum allsherjarslag, þar sem áttust við annars vegar Islendingar, en hins vegar Norðmenn. Tvö áberandi at- vik eru mér minnisstæðust frá þess- um stóra slag, þau lýsa hraust- um og hugdjörfum íslendingum, sem mér finnst að gjarnan megi koma fram, í öðru lagi urðu atvik þessi til þess að slagnum lauk fyrr en ella hefði orðið. Allt í einu varð annar lögreglumaðurinn, Jón heit- inn Hinriksson, fyrir því óhappi að missa kylfu sína. Þetta notuðu Norðmennirnir sér og réðust nú margir á hann í senn og hugðust koma honum undir og yfirbuga hann. En er verst horfði fyrir Jóni og hann nærri fallinn fyrir ofur- eflinu, sá ég hvar aðkomumann ber að, stórstígan og svipmikinn. Hann stefnir beint á þvöguna, sem orðin var um Jón, nemur staðar augnablik, ekki heyrði ég hvort nokkur orð fóru á milli Jóns og hans, en með báðar hendur á lofti stekkur hann á mennina, grípur einn tveim höndum og kastar hon- um nokkurn spöl út á möl. En svo óheppilega vildi til, að sá fyrsti sem hann greip, var Islendingur sem var að hjálpa Jóni. Ekki virt- ust mistökin draga neitt úr ákafa aðkomumanns eða stytta köst hans, því að nú tók hann hvern Norð- manninn á fætur öðrum og kastaði þeim út á mölina, þessum berserks- gangi hélt hann unz Jón fór að njóta sín aftur. Og sennilega hefur Norðmönnunum ekki þótt þeir árennilegir, þótt kylfulausir væru, því að nú fóru nokkrir að gefast upp og hætta, og áttu handtök að- komumanns drjúgan þátt í því, ásamt frábærri hreysti lögreglu- mannanna og annarra, að lendingurinn, sem vann þessa þrekraun, var oft búinn áður að sýna það í lífi sínu, og sýndi þó enn betur seinna, að hann hrædd- ist ekki erfiðleika og hættur, held- ur bauð þeim byrginn með sjálfs- trausti og óbilandi sigurvissu. Þó hetjulundin, sem hann sýndi í þetta sinn, lýsti honum betur en orð, langar mig þó að bæta við: Þessi maður bjó yfir óvenju áræði, Vinirnir, Friðfinnur og Blesi. ógleymdu öðru atviki, sem bráð- um skal greint frá. Aðkomumaður þessi var utan af Alftanesi, gamall vinur og leik- félagi Jóns heitins Hinrikssonar, og má nærri geta að honum hefur brugðið illa, er hann sé sinn trausta vin og gamlan félaga svo hart leikinn, og honum þá ekki fundizt hann liafa neina ástæðu til að fara neinum ljósmóðurhöndum um Norðmennina í þetta skipti, sem hann og heldur ekki gerði. Maður þessi var Grímur Jónsson frá Arnakoti á Alftanesi, annálað hraustmenni, talinn þriggja manna maki og svo handsterkur, að frá- bært þótti, og á bezta skeiði er þetta skeði. Seinna fluttist hann til Hafnarfjarðar og bjó hér til dauðadags. Hitt atvikið, sem ég hef ininnzt á, gerðist inni á Sýslumannstúninu. Þar áttu Islendingar fyrst í vök að verjast. Mér er það minnisstætt, livernig stór og sterkur Norðmað- ur sló svo mikið um sig, að Islend- ingar hrukku heldur undan. En allt í einu stekkur lágvaxinn Is- lendingur á risann, þrífur hann tökum, og sennilega — ég sá það ekki vel — hefur hann brugðið á hann eldsnöggri innanfótar- krækju, því að brátt riðar risinn og fellur á bak aftur á túnið ofan. Islendingurinn fylgir honum eftir í fallinu, leggst á brjóst hans og heldur honum niðri. Við þetta sló óhug á Norðmennina, er þeir sáu, að einn þeirra mesti kappi var fall- inn. Tóku þeir brátt að hætta og gefast upp, einn eftir annan. Is- frábærum dugnaði og ódrepandi framkvæmdaþrá. Maður þessi var Jóhannes heitinn Reykdal, verk- smiðjueigandi, síðar óðalsbóndi og fleira, þá á bezta skeiði lífs síns. Nú er ónefndur hinn lögreglu- maðurinn, Jón heitinn Einarsson verkstjóri, sem eflaust hefur átt mestan þátt í að binda endi á slag- inn. Kylfuhöggunum hans fýsir mig ekki að lýsa, en kylfuna í liendi hans sá ég á lofti í stöðugum sveiflum allan slaginn út. Þeir Jón- arnir voru fyrstu lögreglumenn Hafnarfjarðar, samvalin karlmenni, bæði að burðum og áræði. Fleiri minningar á ég um Jónana báða en að horfa á þá í huganum, svip- harða með ógnandi kylfur á lofti. Skal nú lítið eitt að því vikið. Aðgát var höfð. Jón heitinn Hinriksson var einn- ig barnakennari hér í Hafnarfirði, og átti ég hann að kennara. Mér er sérstaklega minnisstæð ein kennslustund. Það var í lcristin- dómstíma. Jón var að útskýra fyr- ir okkur söguna um Jónas í kviði hvalfiskjarins. Þessi saga olli mér nokkrum erfiðleikum, því að minn barnslegi og litli skilningur átti svo erfitt með að trúa henni. Þegar út var hringt, varð ég einn eftir í bekknum eitthvað að sýsla við púltið mitt. Mig langaði til að fá að tala einn við kennara minn og spyrja hann betur um þessa sögu, en brast kjark. En úr þessu rættist þó fyrir mér, því að eftir nokkra stund lítur hann inn í kennslustof- una og sér mig híma þar vand-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.