Alþýðublað Hafnarfjarðar - 18.12.1964, Blaðsíða 20

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 18.12.1964, Blaðsíða 20
20 ALÞYÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR Ólafur Þ. Kristjánsson: Brást hann vel við, og í febrúar 1909 samþykkir safnaðarfundur að reisa kirkju eftir teikningu frá honum. Skyldi hún vera úr stein- steypu og taka um 500 menn í sæti, en allir íbúar kaupstaðarins voru þá tæp 15 hundruð. Jafnframt var samþykkt að byrja að safna fé í kirkjubyggingarsjóð og loforð- um um vinnu. Það fylgdi þessu, að söfnuðurinn óskaði að taka að sér fjárhald og umsjón kirkjunnar, sem skyldi verða sóknarkirkja fyr- ir Garðasókn alla. Samþykki kirkjuyfirvaldanna dróst árlangt. í marzmánuði 1910 tók söfnuðurinn að sér fjárhald og umsjón Garðakirkju. En í árslok 1909 hafði safnaðarfundur sam- þykkt uppdrátt að nýrri kirkju í Hafnarfirði eftir Rögnvald Ólafs- son. Jafnframt var kosin þriggja manna nefnd til þess að annazt byggingarframkvæmdir ásamt sóknarnefndinni, en formaður hennar var þá Steingrímur Torfa- son kennari, síðar kaupmaður. í nefndina voru kosnir: August Flyg- enring kaupmaður, Einar Þorgils- son kaupmaður og Sigurgeir Gísla- son verkstjóri. Hafði þá verið lof- að talsverðum framlögum til kirkjubyggingarinnar í fé og vinnu. Framkvæmdir urðu þó ekki eins skjótt og búast mátti við. Nú kom ýmiss konar ágreiningur í ljós um málið, og myndaðist flokkur, sem taldi rétt að fresta flutningi kirkj- nefndin, sem fyrr var nefnd, gekk að þeim málum með miklum dugnaði ásamt sóknarnefndinni, einkum formanni hennar, Stein- grími Torfasyni, og Kristni Vigfús- Séra Garðar Þorsteinsson, prófastur. 50 ára Kirkjan í smíðtim. Öldum saman sóttu menn frá býlunum við Hafnarfjörð kirkju að Görðum, og hélzt það, þótt sjáv- arþorp tæki að myndast inn undir fjarðarbotninum. Heitir enn Kirkjuvegur, þar sem menn gengu upp frá flæðarmálinu og yfir hraunbunguna vestur að Víðistöð- um. Það var í frásögur fært, að árið 1878, þegar til stóð að Garðakirkja yrði endurbyggð, gerði hinn fram- sýni maður, Þórarinn prófastur Böðvarsson í Görðum, kost á því, að kirkjan yrði reist inni í Hafn- arfirði, þar sem þá bjó á 5. hundr- að manns, enda tæki þá söfnuð- urinn að sér að sjá um kirkjuna. Þessu var dauflega tekið, og mátti raunar við því búast, því að það heyrði þá til nýmæla, að söfnuður tæki að sér umsjón kirkju, og ekki voru lög sett um það efni fyrr en fjórum árum seinna. Séra Þórarinn lét því reisa kirkjuna í Görðum (1879), rammbyggilega hlaðna úr höggnum steini, og þótti hún ein- hver myndarlegasta kirkja hér á landi á þeim dögum. Jafnskjótt og Hafnarfjörður hafði fengið kaupstaðarréttindi, 1908, tók að koma hugur í íbúana að fá kirkju reista í bænum. Var nefnd kosin til að sjá um undir- búning þess, og leitaði hún til Rögnvalds Ólafssonar húsameist- ara um tillögu að gerð kirkjunnar. Guðni Þorláksson kirkjusmiður. unnar til Hafnarfjarðar um sinn. Prófasturinn í Görðum, séra Jens Pálsson, andaðist 28. nóvember 1912. Prestskosning fór fram um vorið eftir og leiddi til þess, ásamt eldri ágreiningi, að fríkirkjusöfn- uður var stofnaður í Hafnarfirði, en nýi presturinn, séra Þorsteinn Briem, sagði af sér, og aðrar prestskosningar fóru fram í júlí 1913. Fríkirkjusöfnuðurinn réðst þeg- ar í að koma sér upp kirkju, eins og sagt er frá í annarri grein hér í blaðinu. Þjóðkirkjusöfnuðurinn lét ekki heldur standa á fram- kvæmdum hjá sér. Byggingar- syni verkstjóra. Var byrjað að grafa fyrir grunni kirkjunnar haustið 1913, en kirkjusmíðin sjálf hófst um vorið. Var kirkjunni val- inn staður norðan til í sýslumanns- túninu. Höfðu áður verið uppi raddir um að reisa hana uppi á Hmarskotshamri, þar sem nú er Flensborgarskólinn. Enginn veru- legur ágreiningur mun þó hafa verið um staðarvalið. Yfirsmiður kirkjunnar var ráð- inn Guðni Þorláksson, en gerð var hún eftir teikningum Rögnvalds Ólafssonar, eins og fyrr segir. Rögnvaldur Ólafsson húsameist- ari var fæddur 5. des. 1874 í Ytri-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.