Alþýðublað Hafnarfjarðar - 18.12.1964, Blaðsíða 22

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 18.12.1964, Blaðsíða 22
22 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR að líkum lætur. Sex menn hafa gegnt formannsstörfum í nefndinni. Eru það þessir: Steingrímur Torfason kennari, síðar kaupmaður, 1914—1917 og 1929 -1946, að hann andaðist. Hefur enginn verið jafnlengi for- maður nefndarinnar, í 21 ár, en áður hafði hann verið formaður sóknarnefndar Garðakirkju í 6 ár, 1908-1914. Kristinn Vigfússon verkstjóri, 1917-1929. Ólafur H. Jónsson kaupmaður, 1946-1954. Gestur Gamalíelsson kirkjugarðs- vörður, 1954 —1962. Ólafur Tr. Einarsson forstjóri, 1962-1964. Stefán Sigurðsson kaupmaður, 1964-. Fyrsta sóknarnefnd Hafnarfjarð- arkirkju var þannig skipuð: Stein- grímur Torfason, formaður, Elías Halldórsson verkstjóri, Gísli Jóns- son hafnsögumaður, Kristinn Vig- fússon verkstjóri og Sigurður Bjarnason skipstjóri. í núverandi sóknarnefnd eru þessir menn: Stefán Sigurðsson, formaður, Jóel Ingvarsson skósmiður, Jón Gestur Vigfússon sparisjóðsgjaldkeri, séra Magnús Már Lárusson prófessor og Ólafur Tr. Einarsson forstjóri. Árið 1930 stofnuðu safnaðarkon- ur Kvenfélag Hafnarfjarðarkirkju, og hefur það starfað síðan kirkj- unni til hagsbóta. Félagskonur hafa til að mynda jafnan séð um alla skreytingu á kirkjunni, bæði fyrir guðsþjónustur og jarðarfarir. Félagið hefur einnig gefið kirkj- unni marga góða gripi, meðal ann- ars alla gólfdregla, sem í henni eru, fermingarkyrtlana og messu- klæði, mjög vönduð. í fyrstu stjórn kvenfélagsins voru: Jó- hanna Símonardóttir formaður, Guðfinna Sigurðardóttir ritari og Ólafía ITallgrímsdóttir gjaldkeri, en núverandi stjórn skipa: Margrét Gísladóttir formaður, Guðfinna Sigurðardóttir ritari og Guðrún Ingvarsdóttir gjaldkeri. Hefur frú Guðfinna setið í stjórn félagsins frá upphafi og jafnan gegnt þar ritarastörfum. Hafnarfjarðarkirkja á margt veg- legra gripa, eins og kirkjugestir hafa séð. Eru sumir þeirra úr Garðakirkju, en aðra hafa einstak- ir menn eða félög gefið. Verður þetta ekki talið upp hér, en þó minnt á suma gripina. Altaristafla, prédikunarstóll og skímarfontur er allt úr Garða- kirkju, flutt í Hafnarfjarðarkirkju, þegar hún var byggð og tók við af Garðakirkju sem safnaðar- kirkja. Tveir kertastjakar stórir á altari eru einnig úr Garðakirkju, en tveir litlir stjakar, sem þar standa, eru gjöf frá P. C. Knudt- zon kaupmanni í Hafnarfirði og voru upphaflega gefnir Garða- kirkju, en þó með því skilyrði, að aldrei mætti nota þá þar, heldur skyldu þeir geymdir, unz kirkja væri komin upp í Hafnarfirði og ganga þá til hennar. Tveir stjakar sjöálma, sem á altari standa, eru gjöf frá Árna Helgasyni ræðis- manni í Chicago til minningar um foreldra hans, Helga Sigurðsson verkamann í Hafnarfirði og konu hans, Sigríði Jónsdóttur. Ljósahjálmar eru tveir í kirkj- unni, báðir fengnir að gjöf. Ann- ar er úr Garðakirkju, en var gef- inn henni 1879, þegar hún var endurbyggð, og voru gefendurnir Vigfús Hjartarson bóndi í Hliðs- nesi á Álftanesi og Ingibjörg Odds dóttir kona hans.Hinn ljóshjálminn gaf Jón Gíslason útgerðarmaður til minningar um foreldra sína, Gísla Jónsson hafnsögumann og Hall- gerði Torfadóttur konu hans. Altarisgripi til notkunar við kvöldmáltíðina á kirkjan fork- unnarfagra, gerða úr silfri, teikn- aða og smíðaða af Leifi Kaldal. Kjörgripi þessa gaf Kvenfélagið kirkjunni árið 1934, þegar hún var 20 ára. Hér hefur verið nefnt fátt eitt, sem snertir sögu Hafnarfjarðar- kirkju, síðan hún var reist fyrir í 50 árum. En þakka vil ég þeim, sem hafa hjálpað mér um ýmiss konar upplýsingar, til þess að þessi greinarstúfur gæti þó orðið það, sem hann er. Nefni ég eink- um til prófastinn, séra Garðar Þorsteinsson, sem hefur frætt mig um marga hluti. Jólablaðið árnar Hafnarfjarðar- kirkju og söfnuði hennar farsællar framtíðar. Núverandi sóknarnejnd. Fremri röð: Ólafur Tr. Einarsson, séra Garðar Þorsteins- son prófastur, Stefán Sigurðsson formaður. Aftari röð: Eiríkur Pálsson, 1. vara- maður, Jón Gestur Vigfússon, Jóel Ingvarsson. — Einn nefndarmanna, Magnúis Má Lárusson prófessor, vantar á myndina. Gleðileg jóll Þökkum viðskiptin á liðna árinu. Gott og farsælt komandi ár. HÚSGAGNAVERZLUN HAFNARFJARÐAR Gleðileg jóll Gott og farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á liðna árinu. VERZLUN VALDIMARS LONG ÞAÐ BEZTA VERÐUR ÁVALLT ÓDÝRAST Allt á jólaborðið STEBBABÚÐ Símar: 50291 og 50991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.