Alþýðublað Hafnarfjarðar - 18.12.1964, Blaðsíða 22
22
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR
að líkum lætur. Sex menn hafa
gegnt formannsstörfum í nefndinni.
Eru það þessir:
Steingrímur Torfason kennari,
síðar kaupmaður, 1914—1917 og
1929 -1946, að hann andaðist.
Hefur enginn verið jafnlengi for-
maður nefndarinnar, í 21 ár, en
áður hafði hann verið formaður
sóknarnefndar Garðakirkju í 6 ár,
1908-1914.
Kristinn Vigfússon verkstjóri,
1917-1929.
Ólafur H. Jónsson kaupmaður,
1946-1954.
Gestur Gamalíelsson kirkjugarðs-
vörður, 1954 —1962.
Ólafur Tr. Einarsson forstjóri,
1962-1964.
Stefán Sigurðsson kaupmaður,
1964-.
Fyrsta sóknarnefnd Hafnarfjarð-
arkirkju var þannig skipuð: Stein-
grímur Torfason, formaður, Elías
Halldórsson verkstjóri, Gísli Jóns-
son hafnsögumaður, Kristinn Vig-
fússon verkstjóri og Sigurður
Bjarnason skipstjóri. í núverandi
sóknarnefnd eru þessir menn:
Stefán Sigurðsson, formaður, Jóel
Ingvarsson skósmiður, Jón Gestur
Vigfússon sparisjóðsgjaldkeri, séra
Magnús Már Lárusson prófessor
og Ólafur Tr. Einarsson forstjóri.
Árið 1930 stofnuðu safnaðarkon-
ur Kvenfélag Hafnarfjarðarkirkju,
og hefur það starfað síðan kirkj-
unni til hagsbóta. Félagskonur
hafa til að mynda jafnan séð um
alla skreytingu á kirkjunni, bæði
fyrir guðsþjónustur og jarðarfarir.
Félagið hefur einnig gefið kirkj-
unni marga góða gripi, meðal ann-
ars alla gólfdregla, sem í henni
eru, fermingarkyrtlana og messu-
klæði, mjög vönduð. í fyrstu
stjórn kvenfélagsins voru: Jó-
hanna Símonardóttir formaður,
Guðfinna Sigurðardóttir ritari og
Ólafía ITallgrímsdóttir gjaldkeri,
en núverandi stjórn skipa: Margrét
Gísladóttir formaður, Guðfinna
Sigurðardóttir ritari og Guðrún
Ingvarsdóttir gjaldkeri. Hefur frú
Guðfinna setið í stjórn félagsins
frá upphafi og jafnan gegnt þar
ritarastörfum.
Hafnarfjarðarkirkja á margt veg-
legra gripa, eins og kirkjugestir
hafa séð. Eru sumir þeirra úr
Garðakirkju, en aðra hafa einstak-
ir menn eða félög gefið. Verður
þetta ekki talið upp hér, en þó
minnt á suma gripina.
Altaristafla, prédikunarstóll og
skímarfontur er allt úr Garða-
kirkju, flutt í Hafnarfjarðarkirkju,
þegar hún var byggð og tók við
af Garðakirkju sem safnaðar-
kirkja. Tveir kertastjakar stórir á
altari eru einnig úr Garðakirkju,
en tveir litlir stjakar, sem þar
standa, eru gjöf frá P. C. Knudt-
zon kaupmanni í Hafnarfirði og
voru upphaflega gefnir Garða-
kirkju, en þó með því skilyrði, að
aldrei mætti nota þá þar, heldur
skyldu þeir geymdir, unz kirkja
væri komin upp í Hafnarfirði og
ganga þá til hennar. Tveir stjakar
sjöálma, sem á altari standa, eru
gjöf frá Árna Helgasyni ræðis-
manni í Chicago til minningar um
foreldra hans, Helga Sigurðsson
verkamann í Hafnarfirði og konu
hans, Sigríði Jónsdóttur.
Ljósahjálmar eru tveir í kirkj-
unni, báðir fengnir að gjöf. Ann-
ar er úr Garðakirkju, en var gef-
inn henni 1879, þegar hún var
endurbyggð, og voru gefendurnir
Vigfús Hjartarson bóndi í Hliðs-
nesi á Álftanesi og Ingibjörg Odds
dóttir kona hans.Hinn ljóshjálminn
gaf Jón Gíslason útgerðarmaður til
minningar um foreldra sína, Gísla
Jónsson hafnsögumann og Hall-
gerði Torfadóttur konu hans.
Altarisgripi til notkunar við
kvöldmáltíðina á kirkjan fork-
unnarfagra, gerða úr silfri, teikn-
aða og smíðaða af Leifi Kaldal.
Kjörgripi þessa gaf Kvenfélagið
kirkjunni árið 1934, þegar hún var
20 ára.
Hér hefur verið nefnt fátt eitt,
sem snertir sögu Hafnarfjarðar-
kirkju, síðan hún var reist fyrir í
50 árum. En þakka vil ég þeim,
sem hafa hjálpað mér um ýmiss
konar upplýsingar, til þess að
þessi greinarstúfur gæti þó orðið
það, sem hann er. Nefni ég eink-
um til prófastinn, séra Garðar
Þorsteinsson, sem hefur frætt mig
um marga hluti.
Jólablaðið árnar Hafnarfjarðar-
kirkju og söfnuði hennar farsællar
framtíðar.
Núverandi sóknarnejnd. Fremri röð: Ólafur Tr. Einarsson, séra Garðar Þorsteins-
son prófastur, Stefán Sigurðsson formaður. Aftari röð: Eiríkur Pálsson, 1. vara-
maður, Jón Gestur Vigfússon, Jóel Ingvarsson. — Einn nefndarmanna, Magnúis Má
Lárusson prófessor, vantar á myndina.
Gleðileg jóll
Þökkum viðskiptin á liðna árinu.
Gott og farsælt komandi ár.
HÚSGAGNAVERZLUN HAFNARFJARÐAR
Gleðileg jóll
Gott og farsælt komandi ár.
Þökkum viðskiptin á liðna árinu.
VERZLUN VALDIMARS LONG
ÞAÐ BEZTA VERÐUR ÁVALLT ÓDÝRAST
Allt á jólaborðið STEBBABÚÐ Símar: 50291 og 50991