Alþýðublað Hafnarfjarðar - 18.12.1964, Blaðsíða 5
ALÞYÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR
5
ég færi ekki í jólaköttinn. Svona
varð hún að hafa það, þar sem
ekki var pláss fyrir sokkana mína
á hlóðarsteinunum.
„Þetta er jólagjöfin þín, góði
minn, og þú ferð ekki í jólakött-
• «
ínn.
Mamma fletti betur niður um
sig sokkunum og þá komu í ljós
litlir hvítir leistar. „Hérna er jóla-
gjöfin hans litla bróður,“ sagði
mamma, „svo að hann fer heldur
ekki í jólaköttinn, og pabbi á sína
sokka inni í rúmshorni. Mamma
sér um karlana sína.“
Þetta sagði mamma og var drjúg
á svipinn. Svo sagði hún mér sögu
sokkanna. „Vinkona mín gaf mér
ullina, pabbi þinn tók ofan af, táði
og kembdi, en ég spann, tvinnaði
og prjónaði, og loks í morgun lauk
ég við þá. Svo þvoði ég sokkana,
og þar sem gat ekki komið þeim
í þurrk með öðru móti, varð ég
að hafa það svona, að þurrka þá
á sjálfri mér. Þetta eru ekki fyrstu
plöggin af ykkur drengjunum mín-
um, sem ég þurrka svona. Sokkum
pabba ykkar kem ég fyrir á hlóð-
arsteinunum. Það er ekki hægt að
hrekja mig burt með þá, hann er
vinnumaður hér á bænurn."
A byrzlunni héngu nýgerðir
skór úr sauðskinni, vel gerðir,
bryddaðir með Ijósu skinni og
þvengjum. Mamma setti tíglabarð-
ana í skóna og lét þá á mig.
„Þá ertu nú klæddur og kominn
í hreint, og þá er bezt að þú farir
með morgunversið þitt: „Nú er ég
klæddur og kominn á ról“. Farðu
svo með Faðirvorið og blessunar-
orðin. Láttu mig svo heyra eitt-
hvað af versunum, sem ég hef
kennt þér og þú átt að fara með
á kvöldin, þegar þú ert háttaður,
svo að guð heyri og sjái, að þú
viljir vera hans gott barn og for-
eldrum þínum hlýðinn."
Og ég las:
Svæfillinn minn og sængin mín,
sé önnur mjúka höndin þín,
en aðra breið þú ofan á mig,
er mér svo værðin rósamlig.
Nú legg ég augun aftur. Vertu,
guð faðir, faðir minn. Ungum er
það allra bezt. Foreldrum þínum
þéna af dyggð. Son guðs ertu með
sanni. Víst ertu, Jesús, kóngur klár.
„Guð gefi þér nú gleðileg jól,
drengurinn minn,“ sagði mamma,
tók mig í faðm sér og kyssti mig.
„Nú ætla ég að sópa upp hjá kún-
um.“
Hún gekk svo á röðina og sóp-
aði upp. Síðan kom hún til mín,
tók mig í fangið og bar mig fram
flórinn og út. Eg grúfði mig niður
í öxlina á henni, svo að ég fengi
ekki andköf af bylnum, sem var
jafnmikill og þegar ég fór út í
fjósið.
Ekki höfðum við farið langt, er
við lágum afvelta í snjóskaflinum.
Mannna stóð fljótt upp, tók mig
í fangið og bar mig inn í bæ. Þar
tók hún mjólkurföturnar með sér
og fór út í fjós að mjólka ásamt
annarri stúlku.
Eg fór inn í baðstofu. Þar var
búið að kveikja á stóra lampanum,
sem var 14” blússbrennari. Ég
settist á rúm mömmu og pabba,
rétt hjá vöggu litla bróður, sem
virtist vera að telja á sér fingurna.
Hann var vaknaður af rökkur-
svefninum.
Eftir að búið var að mjólka, var
kúnum gefinn jólaábætirinn, það
tilheyrði jólakvöldinu.
Þá fóru allir að tínast inn. —
Mamma og stúlkan úr fjósinu með
mjólkina. Pabbi frá að hýsa sauð-
ina. Annar vinnumaður frá ánum
neðan frá fjárhúsunum á árbökk-
unum. Og húsbóndinn frá lömb-
unum. Þeir höfðu komið með hey
og moð til að kasta fyrir hrossin,
nema Bógatýr, reiðhestur húsbónd-
ans, hann fékk töðutuggu.
Nú fóru allir að búa sig. Hver
og einn kom með vaskafat með
vatni, stakk því í rúmshornið hjá
sér, tók upp sápu með ýmsum lykt-
um, svo baðstofan angaði öll. Svo
greiddi fólkið sér og fór í betri föt-
in. Fór nú að hlýna í bænum, þeg-
ar allir voru setztir inn, svo að
karhnennirnir sátu á vestunum.
Syfira-Sel, að mestu eins og þegar Gisli var þar.
4>
mmwmm
FJARÐA
óskar öllu starísíólki sínu
til sjós og lands
gleðilegra jóla
oq íarsæls komandi árs