Alþýðublað Hafnarfjarðar - 18.12.1964, Blaðsíða 11
ALÞYÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR
11
Fríkirkjan reist.
minnzt látinna vina og vandamanna, og fært
honum minningargjafir.
Það bafa margir orðið til þess að leggja
hönd á plóginn til þess að viðhalda starfi frí-
kirkjusafnaðarins á þessum liðnu árum, og
væri gaman að geta nafna margra þeirra, bæði
karla og kvenna, en þess er ekki kostur hér.
En þó vil ég ekki ljúka svo þessum línum, að
eg minnist ekki tveggja manna, er mjög hafa
komið þar við sögu. Jón Þórðarson frá Hliði
tók við formennsku safnaðarstjórnarinnar á
öðru starfsári safnaðarins og gegndi því starfi
a meðan heilsa og kraftar leyfðu, og svo var
hann meðhjálpari og umsjónarmaður kirkjunn-
ar allt til þess að kraftar hans biluðu. Hann
unni mjög þessari kirkju og fórnaði kröftum
sínuin fyrir hana.
Stjórn Bræðrafélagsins:
Benedikt Sveinsson,
Þárður Þórðarson og
Jón Hjörtur Jónsson.
Hinn maðurinn er Guðmundur Einarsson
trésmíðameistari. Hann var einn af stofnend-
um safnaðarins og hefur komið mjög við sögu
þar. Hann var einn af þeim, er beittu sér fyrir
byggingu kirkjunnar í upphafi, og það hafa
engar breytingar farið fram á kirkjunni síðan,
svo að hann hafi ekki verið með í ráðum og
lagt þar liönd á plóginn og tekið lítið gjald
fyrir. Þessum félögum, svo og öllum, er lagt
hafa lið til eflingar og til að hæta og prýða
kirkjuna á liðnum árum, eru færðar þakkir
á þessum merku tímamótum. í kirkjunni starf-
ar nú 16 manna blandaður kór, og er organisti
frú Marín Gísladóttir Neumann. Færðu kór-
félagar kirkjunni á sl. ári kyrtla að gjöf, sem
söngfólkið klæðist við allar kirkjulegar at-
hafnir.
Meðhjálpari er Kristinn J. Magnússon mál-
arameistari, og er hann einnig umsjónarmaður
kirkjunnar.
Safnaðarstjórnina skipa nú: Guðjón Magn-
ússon skósmiðameistari og er hann formaður
safnaðarstjórnar og hefur verið sl. 25 ár. Aðrir
í stjórn eru: Jón Sigurgeirsson fulltrúi, gjald-
keri, Gísli Sigurgeirsson heilbrigðisfulltrúi, rit-
ari, Jónas Sveinsson forstjóri, varaformaður, og
Guðjón Jónsson kaupmaður varagjaldkeri.
Hálf öld er liðin, síðan klukkur þessarar
kirkju kölluðu menn og konur til tíða í fyrsta
sinn. Þær kalla ennþá unga og gamla til húss
Drottins og gera framvegis um ókomin ár.
Jólahátíðin fer í hönd.
Fríkirkjusöfnuðurinn býður öllurri Hafnfirð-
ingum gleðileg jól og gott og farsælt nýtt ár.
Ritað í byrjun desember 1963.
G. S.
Gleðíleg jól! Gleðileg jól!
Gott oq tarsælt Gott oq íarsælt
komandi ár komandi ár
Þökkum viðskiptin Þökkum viðskiptin
á liðna árínu á liðna árinu
Landleiöir LÝSI & MJOL H.F.