Alþýðublað Hafnarfjarðar - 18.12.1964, Blaðsíða 49

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 18.12.1964, Blaðsíða 49
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR 49 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR Útgefandi: ALÞÝÐUFLOKKURINN í HAFNARFIRÐI Ritstjóri og ábyrgðarmaður: HÖRÐUR ZÓPHANÍASSON Auglýsingar: GUNNAR BJARNASON, SIGURÐUR EMILSSON Afgreiðsla í Alþýðuhúsinu, sími 50499 PRENTSMIDJA HAFNARFJARÐAR HF. KIRKJAN UM HÁTÍÐARNAR: „Klukkna hljóð kallar þjóð" HAFNARFJARÐAR- Fréttabréf frá Almenna bókafélaginu KIRKJA: Aðfangadagur: Aftansöngur kl. 6. Jóladagur: Messa kl. 2 e. h. Þriðjudagur 29. des.: Jólasöngvar kl. 8,30 e. h. Kirkjukórarnir syngja jólasálma, Páll Kr. Páls- son leikur jólalög, séra Garðar Þorsteinsson les jólaguðspjöllin. Gamlárskvöld: Aftansöngur kl. 6. Nýársdagur: Messa kl. 2 e. h. SÓLVANGUR: Annar jóladagur: Messa kl. 1 e. h. BESSASTAÐIR: Jóladagur: Messa kl. 4 e. h. Gamlárskvöld: Aftansöngur kl. 8. barnaskólinn, GARÐAHREPPI: Aðfangadagskvöld: Aftansöngur kl. 6 e. h. (Séra Bragi Friðriks- son). KÁLFATJÖRN: Jóladagur: Messa kl. 11 f. h. Nýársdagur: Messa kl. 4 e. h. FRÍKIRKJAN: Aðfangadagur: Aftansöngur kl. 6. Jóladagur: Messa kl. 2 e. h. Annar jóladagur: Barnaguðsþjón- usta kl. 2 e. h. Gamlársdagur: Aftansöngur kl. 6. Nýársdagur: Messa kl. 2 e. h. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Aðfangadagur: Hámessa kl. 12 á miðnætti. Jóladagur: Hámessa kl. 10 f. h. Bænahald kl. 6,30 e. h. Annar jóladagur: Hámessa kl. 10 f. h. Gamlárskvöld: Bænahald kl. 6,30 e. h. Nýársdagur: Hámessa kl. 10 f. li. í sumar komu út hjá AB stuttar skáldsögur eftir erlenda öndvegis- höfunda, Vaðlaklerkur, eftir Steen Steensen Blicher, í þýðingu Gunn- ars Gunnarssonar, og Ehrengard, eftir Karen Blixen, í þýðingu Kristjáns Karlssonar. Með þessum bókum er hafin útgáfa á nýjum flokki, sem í verða stuttar úrvals- sögur erlendra höfunda. Þá er komið að þeim bókum, sem kalla mætti jólabækur AB. Verður þá fyrst fyrir Jómfrú Þór- dís, hin nýja skáldsaga Jóns Björnssonar. Höfundurinn hefur sótt efni bókarinnar í frægt saka- mál frá öndverðri 17. öld, hinu myrka tímabili hjátrúar og hind- urvitna, þegar skuggi Stóradóms og hins danska konungsvalds vofði yfir landinu og forn og nýr átrún- aður áttu í baráttu um sálir fólks- ins. Allar fyrri skáldsögur Jóns Björnssonar hafa selzt upp og má mikið vera, ef hið sama verður ekki upp á teningnum með Jómfrú Þórdísi. Þá er nýlega komið lokabindi hins mikla ritverks Kristjáns Al- bertssonar um Hannes Hafstein. Þarf ekki að fara mörgum orðum um þetta rit, því sennilega hafa engar íslenzkar bækur vakið jafn- mikla athygli eða leitt af sér ein- dregnari viðbrögð, ýmist til andófs eða hrifningar. Fyrsta bindið kom út 1962 í 6000 eintaka upplagi, sem allt seldist upp á tæpum þremur vikum, og varð þá strax að prenta viðbótarupplag, sem út kom í fyrra. Af því bindi eru nú til innan við þúsund eintök. Annað bindið hefur einnig selzt mjög mikið, enda þótt hin svokallaða jólasala færist að mestu fyrir, vegna þess hve lítið af upplaginu náðist þá úr bandi af verkfallsástæðum, og nú, eftir að lokabindið er komið út, virðist síður en svo hafa dregið úr áhuga almennings á þessu mikla ritverki. Að sjálfsögðu mun enn verða deilt um afstöðu höfundar- ins gagnvart einstökum mönnum og málefnum, en hitt orkar ekki tvímælis, að aldrei fyrr hefur við- burðaríkasta tímabili í sögu ís- lands verið gerð ýtarlegri skil en í þessari ævisögu Hannesar Haf- steins, hins glæsilega skálds og þjóðarleiðtoga. Af öðrum ævisögum, sem komið hafa út hjá AB^ má nefna Jón Þor- Iáksson, eftir Sigurð Stefánsson vígslubiskup, Sjálfsævisögu Hann- esar Þorsteinssonar, æviminningar Jóns Krabbe, Frá Eafnarstjóm til lýðveldis, og Myndir og minningar Ásgríms Jónssonar, skráðar af Tómasi Guðmundssyni. Að lokum má minna á það, að um langt árabil hefur AB gefið út fyrir hver jól litla og snotra bók, venjulega um eitthvert þjóðlegt efni og myndskreytta, sem það sendir í jólagjöf þeim félagsmönn- um sínum, er keypt hafa sex eða fleiri af útgáfubókum þess á ár- inu. Þessar bækur eru alls ekki til sölu, og er ekki ólíklegt að þær þyki allverðmætar, er stundir líða. Að þessu sinni er gjafabókin Kvæðakver Egils Skallagrímsson- ar. Hefur Jónas Kristjánsson skjalavörður annazt þá útgáfu og skrifar hann stutta inngangsritgerð og skýringar með kvæðunum. Þetta er í fyrsta sinn, að Egill á Borg fær kveðskap sinn gefinn út í sérstakri bók, og mundi ýmsum skáldbræðrum hans þykja næsta langt að bíða í þúsund ár eftir fyrstu ljóðabók sinni. Ekki er tímabært að ræða hér verkefni AB í náinni framtíð, en þar er að sjálfsögðu í mörg horn að líta. Þess eins skal getið, að félagið hefur í athugun átak til víðtækrar kynningar á þeirri þekk- ingu, sem nýjustu vísindi hafa leitt í ljós um heim efnis og anda. Snemma beygist krókurinn... (Framhald af bls. 47) brögðum, og þegar þeir, sem stóðu uppi á kambinum, sáu, hvað í efni var, flykktust þeir niður í fjöruna og gerðust sjálfboðaliðar við setn- inginn, sem reyndist því ekki langr- ar stundar verk. Haraldur yrti ekki á neinn, en gekk þegjandi heim á leið. Ekki kom það oftar fyrir, að menn neituðu að fara með Haraldi á sjó til afgreiðslu skipa, og það fann hann gjörla á mönnum dag- inn eftir að þetta gerðist, að þeim þótti sér ekki hafa farizt stórmann- iega. „Eg skil ekki í mér að gefa mig ekki fram “ sagði einn. Og maður, sem oftast hafði verið með Haraldi í ferðum hans út í skipin, sagði: „Æ, ég játa það hreinskilnins- lega, að það setti að mér einhvern ugg, þegar gatið kom á bátinn — og manni varð hugsað til þess, sem gerðist í gær. Það er nefnilega sjaldan ein báran stök.“ FERS KEYTLA Bali, kanna, brúsi, ól, bátur, öngull, fiskur, járnkarl, reka, haki, hjól, hnífur, gaffall, diskur. 7. H. EFNI: Bls. Jólahugleiðing (Eiríkur Pálsson) ....................... 3 Fyrsta jólaminningin mín (Gísli Sigurðsson) .......... 4 Jólasnjór (Vigdís Kl. Stefánsdóttir) ................... 7 Hafnfirzk jól (Kjartan Hjálmarsson) .................... 7 Fríkirkjan í Hafnarfirði 50 ára (Gísli Sigurgeirsson) .... 9 Netagerð Kristins Á. Kristjánssonar ................... 12 „Plöntum, vökvum rein við rein“ — Skógræktarfélag Hafnarfjarðar ..................................... 15 Spjallað við Hallstein sextugan .......................... 17 Hafnarfjarðarkirkja 50 ára (Ólafur Þ. Kristjánsson) .... 20 Válegt á Vífilsstöðum (Halla Magnúsdóttir)............ 23 Sagan af Smelli og Skelli ............................ 25 Sitt af hverju (Óskar Jónsson) ........................... 27 Minningar frá Skaga, 27; Þegar Max Pemberton fórst, 27; Landslag séð áður en að er komið, 30. „Vísnaforðinn vex á ný“ — Kvæðamannafélag Hafnarfjarðar ..................................... 28 Bernskudagar (Friðfinnur Stefánsson)...................... 31 Fljótið hreina (Björn Þorsteinsson) ................... 33 Ferskeytla (J. H. og B. J.) ........................... 36 Myndagetraun .......................................... 41 Snemma beygist krókurinn til þess er verða vill. Tvö brot úr bókinni „I fararbroddi“ eftir Guðmund G. Hagalín 42 Fréttabréf frá AB .................................... 49 Isfisksútflutningur (Óskar Jónsson) ................... 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.