Alþýðublað Hafnarfjarðar - 18.12.1964, Blaðsíða 25

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 18.12.1964, Blaðsíða 25
ALÞYÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR 25 stíga á fætur eftir veikindin, lét hann hana berá for á túnið í stampi á börum á móti sér heilan dag. Bað hún hann að hafa stampinn ekki fullan, en hann svaraði því engu. Gætti hann þess að hafa í hon- um eins mikið og komst. Þegar fór að líða á daginn, hneig móðir mín tvívegis niður, og blóð gekk upp úr henni. Um nóttina varð hún fárveik og lá nokkuð lengi eftir þetta. Ekki var sóttur læknir, enda lítið um þá í þá daga. Hresstist hún smátt og smátt og vann verk sín um sumarið, en var þó oft lasin og máttlítil. Þá er loks ótalið eitt áfallið enn, sem henti þetta heimili svo að segja á einu ári. Um haustið fór Sveinn til Reykjavíkur með kind- ur til slátrunar. Sagði hann áður en hann fór, að ekki skyldu þær heima vaka eftir sér um kvöldið. En seint um kvöldið, þegar fólkið var háttað, heyrðu mæðgurnar að barið var eitt þungt högg á hurð- ina. Arnrna hélt, að það væri Sveinn »ð korna, og ætlaði ofan að opna, en mannna sagði, að þetta högg hefði verið svo einkennilegt og bað hana að fara ekki fyrr en bar- ið yrði aftur. En aldrei kom annað högg- Daginn eftir átti prófasturinn í Görðum erindi til Vífilsstaða, eins og á aðfangadaginn árið áður. Sveinn hafði fundizt örendur í flæðarmálinu í Reykjavík. Nokkr- om dögum síðar var móðir mín send þangað til að sækja fötin, sem höfðu verið rist utan af líkinu. Voru þau frosin, en þó gat hún komið þeim í poka sinn. Sagði hún síðar, að þetta hefði verið sú versta byrði, sem hún hefði borið um dagana, bæði þung og þá ekki síð- ur sá stuggur, sem henni stóð af f atagörmunum. Þá er nú þessi raunasaga sögð, og sézt á henni, hve margt og mikið getur af vínnautninni hlot- izt. Erindið á milli bæja, þegar Guðný varð úti, var að fá sér áfengi. Og sennilega hefði öðru- vísi farið í Reykjavíkurferðinni, hefði Sveinn verið ódrukkinn, því að þá hefði hann gert sér grein fyrir, hve hættulegur farartáhni lækurinn var. Auðséð var líka á því, sem á eftir fór, að hann kenndi sér að meira eða minna leyti um dótturmissinn, því að öllum bar saman um, að hann hefði að lok- um vitandi vits bundið endi á líf sitt. Já, þetta var áfenginu að kenna, eins og margir raunalegir atburðir fyrr og síðar, þótt í bókmenntun- um sé mikið að því gert að hampa þessu nautnalyfi sem gleðigjafa. Halla Magnúsdóttir. Fyrir yngstu lesendurna: Einu sinni var lítill drengur. Hann hét Pét- ur. Hann átti heima hjá pabba sínum og mömmu, eins og flestir litlir drengir. Hann var ekki farinn að ganga í skóla. Hann var ennþá of ungur til þess. — Og nú veizt þú heilmikið um hann Pétur litla. En hverjir voru þá þessir Smellur og Skell- ur? Vertu nú bara rólegur og stilltur. Þá skal ég strax segja þér það. En þá verður þú líka að taka vel eftir. Smellur og Skellur eru —, já, hvað heldur þú? — Þeir eru skórnir hans Pét- urs vinar okkar. Og það get ég sagt þér, að Pétri þykir vænt um skóna sína. Hann er líka í þeirn allan daginn frá morgni til kvölds. Það er gott að eiga góða skó í snjónum á veturna eða í rigningunni á sumrin. Og hvernig held- ur þú, að fæturnir á honurn Pétri litla yrðu þá, ef litlu góðu skórnir hans, þeir Smellur og Skellur, væru ekki til þess að hlífa þeim og vernda þá fyrir bleytunni og kuldanum? Þá yrðu þeir bæði sárir og kaldir. Og þá fengi Pétur litli áreiðanlega kvef í litla nefið sitt. Og þá þyrfti Pétur kannski að liggja í rúm- inu, og það væri nú ekki gaman. Þeir Smellur og Skellur eru mestu fyrir- myndarskór. Þeir eru bæði sterkir og fallegir. Það er gott að geta sagt það, því að það gerir söguna miklu betri. Langar þig til þess að vita, af hverju þeir eru kallaðir Smellur og Skellur? Þá er að segja frá því. Það er af því, að livar sem Pétur litli fer á skónum sínum, þá segja þeir alltaf smellum — skellum. Þetta getur þú sjálfur heyrt, þegar hann Pétur hleypur eftir gangstéttinni. Þá segja skórnir hans alveg skýrt og greinilega smellum — skellum, smellum — skellum. Pétur vill alltaf hafa allt í röð og reglu. Þess vegna lætur hann alltaf skóna sína fallega und- ir rúmið sitt á hverju kvöldi. Svo fer hann upp í rúmið, breiðir ofan á sig sængina sína og fer með kvöldbænirnar. Og svo er Pétur sofnaður. En undir rúminu standa þeir Smellur og Skell- ur hlið við hlið alla liðlanga nóttina. Þú heldur kannski að þeim leiðist þarna. En svo er ekki. Þeir eru venjulega jafn þreyttir eftir daginn og Pétur og eru því fljótir að sofna eins og hann. En svo var það eina nótt. Það var glaða tunglsljós. Þeir Smellur og Skellur gátu ekki með nokkru móti sofnað. Þarna stóðu þeir svo fallega hlið við hlið og héldu í reimarnar hvor á öðrum. Loksins rauf Smellur þögnina og sagði: „Heyrðu Skellur. Við verðum að finna upp á einhverju skemmtilegu.“ „Já,“ sagði Skellur. „En hvað ætti það nú að vera?“ Honum datt ekkert í hug. Smellur var alltaf miklu hug- myndaríkari og datt margt smellið í hug. — „Jú,“ sagði hann hugsandi. „Ég veit hvað við skulurn gera. Við skiptum um stað. Þú kemur hingað á minn stað. Ég fer svo á þinn stað. Svo skulum við sjá til í fyrramálið hvort Pétur tekur eftir því eða ekki.“ Og þetta gerðu þeir. Smellur fór þangað, sem Skellur var vanur að standa. Skellur kom sér fyrir, þar sem Smellur var vanur að vera. Báðum fannst þeirn Jretta vera ágæt hugmynd. (FramJiald á bls. 36)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.