Alþýðublað Hafnarfjarðar - 18.12.1964, Blaðsíða 17

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 18.12.1964, Blaðsíða 17
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR 17 Ilallstein Hinriksson íþróttakennara þarf ekki að kynna fyrir Hafn- firðingum; þeir þekkja hann af störfum sínum hér í bænum í full- an þriðjung aldar, enda hefur ótrúlega mikill hluti bæjarbúa notið handleiðslu hans í skólaleikfimi, sundi, úti-íþróttum ýmsum eða handknattleik. En forystustörf Hallsteirts í handknattleik hafa öðru fremur gert nafn hans þekkt um allt land. Nú síðastliðið haust voru liðin 35 ár, síðan Hallsteinn kom til starfa hér í bæ. Enn stundar hann sömu störf, léttur á fæti og léttur í tali. I febrúar- mánuði síðastliðnum varð hann sextugur. Jólablaðinu fannst því vel við eiga að minnast Hallsteins hér að nokkru og sendi mann á fund hans til þess að spyrja frétta, ekki af nýjungum í íþrótt- um eða störfum hans yfirleitt á þeim vettvangi, heldur af komu hans hingað til bæjarins fyrir hálfum fjórða áratug og starfsemi fyrstu árin. Reyndist þetta nægilegt efni í alllanga grein, en öll- um spurningum og innskotum blaðamannsiris er sleppt til þess að gera frásögnina samfelldari og orðalagi breytt í samræmi við það. Spjallað við Hallstein sextugan Þegar ég fluttist til Hafnar- fjarðar haustið 1929, var skóla- leikfimi þar í bezta lagi, eftir því sem þá gerðist. Hér hafði lengi starfað einhver merkasti íþróttafrömuður þess tíma, Bjarni Bjarnason, skólastjóri barnaskólans, en hann tók við stjórn hins nýstofnaða Laugar- vatnsskóla einmitt haustið 1929, en hafði verið erlendis veturinn áður. Dugandi leikfimikennarar aðrir höfðu einnig kennt skóla- fólki í Hafnarfirði: Oskar Lárus Steinsson, Sína Asbjarnardóttir Arndal og Valdimar Svein- björnsson. Tvö hin síðarnefndu höfðu lært í Statens Gymnastik Institut í Kaupmannahöfn, en það er skóli fyrir íþróttakennara. Þar stundaði ég nám veturinn 1928—29 og tveir íslendingar aðrir, fimleikakennararnir Aðal- steinn Hallsson og Friðrik Jón- asson. Eg var svo í Kaupmanna- höfn sumarið 1929 og æfði frjáls- ar íþróttir, sem svo eru kallaðar. Svo var ég líka í róðrarklúbb og æfði róður. Fyrst var ég settur á bát með öðrum ræðara, við rerum sinn á hvort borð, en þriðji maðurinn sat undir stýri. En von bráðar var ég fluttur á bát, þar sem við vorum fjórir undir árum, og ekki löngu síðar á bát, þar sem ræðararnir voru átta. Það kom sér vel að hafa alizt upp í Mýrdalnum og lært ungur áralagið. En þó að ég hefði verið við íþróttaæfingar hálfu og heilu dagana um vet- urinn, var ég samt með harð- sperrur í öllum skrokknum fyrstu dagana eftir að róðrar- æfingarnar byrjuðu. Bjarni Bjarnason hafði hitt mig í Kaupmannahöfn um vet- urinn og eiginlega ráðið mig til þess að kenna leikfimi við barnaskólann í Hafnarfirði næsta vetur, bara næsta vetur, en það fór nú svona, að ég lief kennt þar síðan og kenni enn. Svo kenndi ég líka við Flens- borgarskólann strax eftir að ég kom hingað, fyrsta veturinn og næstnæsta einungis piltum, en Sína kenndi þá stúlkunum, en annars kenndi ég öllum nem- endum Flensborgar þangað til Þorgerður Gísladóttir tók við að kenna stúlkunum; það var 1944. HÚSNÆÐIÐ Leikfimihúsið, sem smíðað var 1921—1922 milli Gamla barnaskólans og sýslumanns- hússins og sneri gafli til sjávar, var eitthvert bezta íþróttahús á landinu þá að stærð og gæð- um. Leikfimihúsin, sem þá voru til í Reykjavík, voru minni. I liúsinu hérna voru svalir, sem 60—100 manns rúmuðust á, og þar var hægt að lofa krökkum og öðrum, sem áhuga höfðu, að vera meðan á æfingum stóð og horfa á. Undir svölunum var búningsherbergi, það var ekki nema eitt, en það var hægt að nota svalirnar fyrir búningsher- bergi Hka, ef þess þurfti með Uallsteinn Ilinriksson. og ekki voru þar áhorfendur. Undir svölunum var einnig áhaldageymsla, og þar var bað- inu einnig komið fyrir. Baðið var einungis með köldu vatni. Húsið var hitað upp með kola- ofni. Þegar það var flutt upp á barnaskólamölina við lækinn 1935, var salurinn heldur minnkaður, því að bekkur var settur meðfram öðrum lang- veggnum undir miðstöðvarofna, og svo var leiksvið sett í annan endann á salnum, og kom það skólastarfseminni oft í góðar þarfir, til dæmis á árshátíðum skólans, en salurinn styttist held- ur við þetta, og auk þess voru svalirnar teknar af. Salurinn í leikfimihúsinu er enn með sömu ummerkjum og hann fékk við flutninginn. Auk þess sem leikfimisalurinn var rúmgóður, var einnig auð- velt að koma nauðsynlegri leik- fimikennslu að vegna tímans, því að nemendur skólanna voru svo fáir þá. Nemendur Flens- borgarskólans fengu raunar enga leikfimikennslu fyrr en eft- ir að daglegu námi þeirra í skól- anum var lokið (um kl. 3), en þá voru ekki nema þrjár bekkj- ardeildir í skólanum, svo að tíminn var nægur. Fimleika- flokkar utan skólans voru svo æfðir á kvöldin, eins og enn tíðkast. UPPHAF H ANDKN ATTLEIKSIN S Hér höfðu verið starfandi ým- is íþrótta- og fimleikafélög, áð- ur en ég kom hingað. Sum lifðu stutt, önnur lengur, sum voru endurvakin, oft með öðru nafni, þótt félagsmenn væru hinir sömu að meira eða minna leyti. Er margt heldur óljóst um sögu þessara félaga, en það er víst, að þarna voru fimleikaflokkar æfðir, bæði karla og kvenna, og það vel æfðir. Strax fyrsta haust- ið mitt í Hafnarfirði stofnuðum við nokkrir ungir menn íþrótta- félag, — aðalstofninn í því var raunar félag, sem þá var til, Knattspyrnufélagið Þjálfi, en upp úr þessu spratt Fimleikafé- lag Hafnarfjarðar, og við í því félagi teljum alltaf, að það hafi verið stofnað í október 1929. Við lögðum frá upphafi mikla Úr Vestmannaeijjaför, jrá vinstri: HaUsteinn Hinriksson, Jóhannes Sævar Magntisson, Jóhannes Einarsson, Sveinn Magnússon, Gísli Sigurðsson, Þorkell Jóharinesson, Jón Þorkelsson, OliVer Steinn Jóhannesson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.