Alþýðublað Hafnarfjarðar - 18.12.1964, Blaðsíða 27

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 18.12.1964, Blaðsíða 27
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR 27 Minningar frá Skaga Á Vestfjörðum heitir það kaf- aldsbylur, sem á Norðurlandi er kölluð hríð eða stórhríð. En sam- eiginlegt þessum hugtökum mun það vera, að þau tákna hið versta veður: Storma með fannkomu og frosti. Eru þetta einhver verstu veður, sem koma þar vestra, sem ég var fæddur og uppalinn, enda veður oft sterk þar úti á yztu nesjum undir háum fjöllum. Ég man alltaf veðrin á veturna, þegar útnorðan-stórviðrin geysuðu með kafaldi og frosthörkum, ef til vill dag eftir dag, misjafnlega sterk þó. Bærinn okkar á Skaga var nokk- uð stór og þiljaður bæði uppi og niðri. Var baðstofan uppi, þar sem fólkið svaf og sat á rúmum sínum við vinnu á kvöldvökunum. Torf- veggir þykkir með djúpum glugga- tóftum og einnig torfþak var á bænum. Þessi útnorðanveður voru mjög sviptivindasöm. Gat veðrið lægt mjög milli vindhviðanna og snúizt upp í ofsaveður, sem hristi baðstof- una, svo að brakaði í viðum, sem voru þó vel sterkir. Og þegar þess- um snörpu vindhviðum slotaði, brakaði oft hátt í öllum innviðum, líkt og þeir væru að falla í samt lag aftur eftir ólætin í kára. Torf- veggirnir og torfþakið spiluðu þarna undir, því að þegar allur bærinn lék á reiðiskjálfi í hviðun- um, hefur eflaust komið brothljóð frá torfi í veggjum og þaki. Eg man það sem drengur, hve mér var illa við þessi undarlegu hljóð í vindhviðunum og þá ekki síður eftir vindbyljina, þegar viðir og torf voru að falla í samt lag aft- ur. Ég gat oft ekki sofnað langt fram á kvöld, þegar þessi ósköp gengu á, var með öðrum orðum hræddur um að bærinn mundi fjúka eða falla saman undan ofur- magni þessara norðanstórviðra. Ég man líka, að í svona veðrum var alveg vonlaust að vera á ferli í vindhviðunum, það varð að sæta lagi að fara til fjóss, hlöðu og fjár- húsa á milli roknanna. Var þá ekki um annað að gera fyrir þann, sem úti var, en að Jeggjast í fönnina og standa upp, þegar vindhviðunni slotaði. Þeir, sem búa á láglendi eða langt frá háum fjöllum, geta ekki gert sér í hugarlund ofsaveðrin meðfram háum fjöllum og þá ekki sízt úti á annesjunum vestfirzku. Þegar svona stórviðrum slotaði, voru snjóskaflarnir svo samanbarð- ir, að ganga mátti yfir þá án þess að sökkva í þá. Samfara þessum norðanstórviðr- um var oft mikið brim við strönd- ina. En þarna við norðanverðan Dýrafjörð er tiltölulega aðdjúpt, þótt ekki sé snardýpi strax við land. Er því sigling nokkuð örugg, þótt grunnt sé siglt. Aftur þegar átt er af vestri eða beint úr hafi, er oft stórbrim upp á Skaga, svo að hvergi er viðlit að lenda, þar sem ládautt er í norðan- og austanátt. Þó má segja, að hér Kvöldið áður en botvörpungsins Max Pempertons var saknað, en það var um vetrartíma á stríðsár- unum, kom til mín kunningi minn í bíl sínum og bað mig að koma með sér út að aka og rabba við sig. Vorum við oft vanir að gera svö á kvöldin. Veður var rosalegt, gekk á með hryðjum, en þó ekki verra en það, að ég frétti, þegar við komum nið- ur í bæinn, að vomur væru í for- mönnum á línubátum, er stunduðu róðra frá Hafnarfirði, hvort taka skyldi bjóðin og róa. Ég fór nú í bílinn með þessum kunningja mínum. Okum við suð- ur Suðurnesjaveg. Þegar við kom- Óskar Jónsson. sé um landbrim að ræða, þ. e. brimið nær skammt út frá landi. Tangi gengur í suður frá Skaga og fellur út af honum um fjöru, en hann er í kafi um flóð. Mynd- ast þarna ægilegt brim í vestan- átt. Fannst mér það oft tignarleg sjón að horfa á stórar holskeflur brotna yfir tangann og inn af hon- um. Barst jafnan þungur brimgnýr til bæjar, þegar stórviðri voru af vestri. En ekki þurfti alltaf storm til að rífa upp brim við ströndina. Logn- brim getur orðið mikið, og þær um á Hvaleyrarholtið, segir kunn- ingi minn, að nú sé svo mikil sjó- lykt í bílnum, að út yfir taki. Hann verður var við menn, sem troðast inn í bílinn og láta mikið að mér, og voru þeir allir sjóblautir. Líður nú bílstjóranum heldur illa, svo að við förum út úr bílnum að viðra okkur. Hætti þá þessi aðsókn í bili. Við höldum svo áfram suður fyr- ir Straum, en þá byrjaði hið sama. Sjóvotir menn koma í bílinn og snúast alveg að mér, eins og þeir þekktu mig vel. Ég sá ekkert, en mér leið frekar illa. Förum við enn út og leið þá strax betur. Segi ég þá, að bezt sé að snúa við og aka heim. Gerum við svo, en við erum ekki fyrr komnir inn í bílinn en ásóknin byrjar á ný. En þegar við komum á Hvaleyrarholt á heim- leið, hverfur þetta úr bílnum. Ég hugsaði mikið um þetta um kvöldið og taldi nú víst, að eitt- hvert skip frá Hafnarfirði hefði verið skotið niður, en þá var mikil hætta á slíku, því að stríðið var í algleymingi og ekki ný bóla að heyra slysfarir. Morguninn eftir var ég staddur inn í Útvegsbanka Islands í Rvík. Víkur Sveinn Benediktsson forstjóri sér þá að mér og spyr mig, hvort ég hafi heyrt, að menn séu orðnir holskeflur ekki síður tignarlegar en þegar stormur fylgir með. Ofsakraftur er oft í þessum stór- sjóum, sem lemja ströndina, ótrú- legt afl. Ég man, að einu sinni braut brimið stórt bjarg úr skeri úti í sjó og kastaði því langt upp eftir flúðinni. Veit ég, að bjarg þetta er sjálfsagt nokkrar lestir á þyngd. Þegar ég fór þarna hjá á skipi sumarið 1959, sá ég bjargið sitja enn í sömu skorðum og Ægir konungur setti það í til veru fyrir meira en hálfri öld. Það má segja, að þarna yzt á Hjallanesi — eins og þetta annes er kallað í Landnámu — séu veður grimm og válynd. En það koma þarna yndislegir dagar. Há fjöll skýla nokkuð vel fyrir norðaustanáttinni, sem ég held að sé stöðugust þarna. Sólarhitinn er mjög sterkur, einkanlega um miðj- an daginn um hásumarið, og miklu heitari en ég hef vanizt hér á Suð- urlandi. Þegar góðviðri eru á sumrin vestra, logn á nóttum og sólfar á daginn, leggur sterkan vind, inn- lögn, inn hina löngu firði. Getur innlögnin orðið að sterkum stormi, þegar kemur innarlega á firðina, en lygnari úti við annesin. Man ég marga brennheita sólskinsdaga að sumarlagi, hvítt blæjalogn, en inn- vindur á Dýrafjörð og oft svo hvass, að ekki var hægt að hreyfa heyi um miðjan daginn inni í sveit- inni, þótt við nytum logns og blíðu úti við hið yzta haf. Þegar sól hneig til viðar að kvöldi, snarlægði storminn, og venjulega var komið logn um lág- nættið. Þannig var veðráttan á þessu útnesi. Skiptust á skin og skúrir, stormur og logn og allt þar á milli. Og svona nálægt úthafinu er veðrið ótrúlega fljótt að breytast úr blíð- (Framhald á bls. 30) hræddir um afdrif Max Pember- tons, þar sem ekkert hafi heyrzt til hans síðan í gærkvöldi, en hann hefði nú átt að vera kominn til Reykjavíkur úr endaðri veiðiferð, ef allt væri í lagi. Sveinn vissi, að margir skipverjanna, bæði undir- og yfirmenn, voru gamlir félagar mínir, því að ég hafði áður verið liáseti á þeim togara. Ég hafði ekki áður heyrt þessa óhugnanlegu fregn, en mundi þá strax það, sem skeð hafði kvöldið áður á veginum sunnan við Hafnarfjörð. Það höfðu verið gamlir skipsfé- lagar mínir af skipi þessu, sem vildu hafa einhvers konar samband við mig þetta kvöld. En til hvers þeir ætluðust af mér, er mér enn- þá hulið, en mikið var af mér dreg- ið, þegar ég lagðist til svefns kvöld- ið eftir bílferðina. Þegar Max Pemberton fórst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.