Alþýðublað Hafnarfjarðar - 18.12.1964, Blaðsíða 47

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 18.12.1964, Blaðsíða 47
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR 47 „Nú færir þú kvenfólkið, sem sit- ur á miðskipsþóftunni, aftur í aust- urrúm, hvað sem það æpir. Þær verða að gera sér að góðu að setjast á súðina, þrjár hvorum meg- in, og svo rærð þú miðskips á tvær árar.“ Hraðhentur og fasthentur fram- kvæmdi maðurinn skipunina, þrátt fyrir óp og emjan kvennanna, sem ýmist báðu fyrir sér eða sjölum sín- um og kvörtuðu sáran undan því, hvað mannhundurinn væri harð- hentur. En hann lét sem ekkert væri, og þegar hann hafði lokið honum. Var ekki meira en svo, að ræðurum gæfist tóm til að kom- ast út úr, áður en báturinn væri kominn það langt upp, að reknar væru undir hann skorður, enda lét Einar Ingja'ldsson sér nægja að kippa frá honum stýrinu og inn- byrða þáð, isat síðan rólegur í skutnum. Haraldi varð litið ofan í austur- inn, þegar menn voru að skorða bátinn. Þar flutu fimm eða sex sjöl, og ekki gat Haraldur betur séð en þar væru líka skotthúfu- skúfar á floti. Þarna sá hann glóa á tilfærslu kvennanna, settist hann x gullinn sjalprjón, og víst bar hann rólegur á miðskipsþóftuna. Kven- fólkið bylti sér til, hrópaði og kvartaði undan því, að austurinn bleytti það. Sumar konurnar höfðu misst af sér sjölin, þegar þær voru að streitast gegn aðferðum manns- ins. sem flutti þær aftur í austur- rúm, og nú fór eins fyrir sumum hinna, þegar þær fundu sig vökna og tóku að bylta sér til. Sumar reyndu að standa upp, en Harald- ur kallaði grimmdarlega til manns- ins á miðskipsþóftunni: „Nú fleygir þú þeim umsvifa- laust í sjóinn, sem ekki sitja graf- kyrrar.“ „Já, gerðu það bara, lielvítið þitt, — því nú er ég búinn að missa þetta dýra sjal, já, gerðu það bara, •— hann Einar minn drepur þig á eftir, og svo verðurðu settur í ævi- langt tugthús!“ Ein af hinum konunum fór að hlæja. Hún hló og hló og rann nið- ur á botnþiljurnar, svo að hún lá öll í austrinum, að undanskildum herðum og höfði, en hún hélt áfram að hlæja, nötraði af krampa- kenndum hláturshryðjum. Nú lánaðist vel að losna við skip- ið, og síðan var róið fjórum árum til lands og stefnt í Teigavör, því að þar liafði báturinn staðið, og lending var þar engu lakari en í Steinsvör. Allar konurnar sátu ró- legar og þögular nema sú, sem far- ið hafði að hlæja. Hún engdist sundur og saman í austrinum, ým- ist af hláturssogum eða hóstaköst- um. Þarna varð ekkert að gert, og sú var þó bótin, að bátnum skilaði óðum til lands, enda ýttu nú á eft- ir honum gustur og gildar öldur. Brátt var þangað komið, sem bíða skyldi lags. Þá lét Haraldur lekann lönd og leið, en færði sig aftur á miðskipsþóftuna og tók þar við annarri árinni. Honum þótti öruggara, að fjórir reru brimróður- inn, ef lagið skyldi reynast stutt eða svikult. Og Einar Ingjaldsson, sem sat við stjórn, kinkaði til hans kolli. Lendingin tókst með ágætum, og ekki var hætt við, að neitt yrði að, þá er báturinn hafði kennt grunns, því að hópur karlmanna stóð þess albúinn að taka á móti kennsl á hinn nýkeypta kostagrip, er kenndur var við furstadæmið indverska, sem nú hefur um langt skeið valdið skærum og mannfalli meðal Indverja og jafnvel stund- um stofnað heimsfriðinum í voða. En ekki 'lá fyrst fyrir að bjarga því, sem á floti var í austrinum, heldur konunum, og til þess var meira en nægur liðsafli. Þarna var til dæmis kominn sá maður, sem Haraldi hafði verið boðað, að standa skýldi yfir höfuðssvörðum hans. En meður því, að maður sá var mun meinlausari en kona hans vildi vera láta, sneri Haraldur sér alls ósmeykur að öðru verkefni en að láta fætur forða sér. Þarna stóð sexróinn bátur, sem var nokkru minni en sexæringur Bjarna Jóhannessonar, en gæðafleyta. Haraldur sá ekki eiganda hans í hópnum í fjörunni, en samt ákvað hann vöflulaust að taka bátinn traustataki. Haraldur kom auga á þrjá menn, sem þarna voru af upp- haflegri áhöfn hans, og kallaði á þá. Þeir komu til hans, en einn þeirra sagði: „Ég tek ekki í mál að fara með þér aftur. Þú ert vís til að svífast einskis.“ Haraldur hefur tamið sér frá upphafi vega að hafa sem mesta stjórn á skapi sínu, en að þessu sinni gaf hann því lausan taum- inn, enda var þetta sami maður- inn og hafði með klaufaskap vald- ið hinu háskalega óhappi — og þegar maðurinn sneri sér snúðugt við og hélt af stað frá Haraldi, sparkaði hann það fast í bakhlut- ann á honum, að hann hrökk á hrammana. Siðan vék Haraldur sér að hópn- um og kallaði: „Mig vantar fjóra menn!“ Einar Ingjáldsson svaraði: „Það ætti ekki að vera hér neinn skortur á mönnum. Mér þætti betra að þurfa ekki að fara, því að ég er nú að koma heim og er í sparifötunum.“ „Ég skil það,“ sagði Haraldur, „en ég ætla að biðja þig að skjóta heim fyrir mig póstpokaskjattan- um, sem liggur í stafnlokinu á sex- æringnum. Ég veit þá„ að hann kemst til skila.“ „Það ætti nú að vera velkomið,“ mælti Einar. Fjórir menn tíndust út úr hópn- um og komu til Haralds og félaga hans. Svo var þá sexmannafarið sett fram í flæðarmálið, en þar kom hik á hina væntanlegu áhöfn. Það hafði allt í einu brugðið skugga á sjóinn, og þegar menn litu til útsuðurs, gat þeim ekki dulizt, að ein krapahryðjan var í vændum. Um leið mundi hvessa, þó ekki meira en svo, að vel yrði fært út að skipinu, enda hafði brimið ekki aukið — en hins vegar urðu hvítir iðandi brotfaldar á flúðunuin óhugnanlegri, þegar skyggði að með él. Einn af mönn- unum hristi höfuðið og sagði: „Ég fer ekkert. Ég h,eld fólkið geti farið aftur til Reykjavíkur.“ „Ég ekki heldur,“ sagði annar. „Það er svo sem ekki eins og líf liggi við að fara, gæti frekar verið lífshætta að leggja út í þetta í svona útliti,“ mælti sá þriðji. „Nú, það er víst sjálfhætt við ferðina,“ sagði svo fjórði maður- inn. „Nú skulum við setja upp bát- inn,“ sagði Haraldur stuttlega. Nú stóð ekki á skjótum við- (Framhald á bls. 49) Hofnfirdingor! Hafið þér litið í sýningarglugga blómabúðarinnar BURKNA? ÍEI?=, í Burkna eru jólagjafir handa allri fjölskyldunni. í Burkna er allt handa ölhun. V BSlr’ Látið Burkna leysa vandann. HSlr’ í Burkna fáið þér jólagjöfina, sem þér leitið að, handa hús- bóndanum og húsmóðurinni, leikföng í úrvali handa öllum börnunum. 13^ í Burkna fáið þér ennfremur alls konar blómaskreytingar. SSlr’ í Burkna er mjög fjölbreytt úrval af alls kyns blómum, af- skornum blómum og pottablómum. Prýðið heimili yðar með blómum frá B U R K N A Sendum heim — Opið alla sunnudaga frá kl. 1—5 e. h. SÍMAR 50941 OG 51941 4 BLOMABUÐIN BI 0) ■ jJEjJ N I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.