Alþýðublað Hafnarfjarðar - 18.12.1964, Blaðsíða 19

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 18.12.1964, Blaðsíða 19
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR 19 Á skólamötínni. íslandsmeistari í 100 m hlaupi 1936. Þá vorum við í Hafnarfirði farnir að senda keppendur í ýmsar greinir á hverju Islands- móti og það með góðum árangri. SUNDIÐ VAR KENNT í GRÝTTRI FJÖRU Ég tók við sundkennslunni fyrsta vorið, sem ég var í Hafn- arfirði. Sund hafði þá verið kennt í bænum síðan 1908, sama árið og bærinn fékk kaupstaðar- réttindi. Annars hefur Gísli Sig- urðsson lögregluþjónn skrifað fróðlega grein um sundkennsl- una hér í Jólablað Alþýðublaðs Hafnarfjarðar 1960. Kennslan fór fram í fjörunni skammt þar frá, sem sundhöllin stendur nú. Þátttaka var mikil í sundinu, einkum þegar gott var veður, sólskin og hiti. Þá var mikið urn börn og unglinga á fiskreitunum, og þau komu í stórum hópum í sjóinn eftir há- degið, meðan fiskurinn var að þorna í sólskininu, og fóru svo, þegar átti að fara að taka saman. Ég held, að sundgestirnir hafi skipt hundruðum suma dagana. Sumir komu á hverjum degi, hvernig sem viðraði. Margt af þessu fólki kunni að synda, sumt var ágætlega synt, annað miður, margir gátu rétt fleytt sér, aðrir voru byrjendur. Og þetta fólk var á öllum aldri, en í þeim hópum, sem sóttu stöðuga kennslu, bar auðvitað mest á börnum. — Ég byrjaði vanalega að kenna eftir hádegið og kenndi til kl. 4 eða 5, og svo kenndi ég líka á kvöldin, stund- um lengi fram eftir. Þarna var dálítill skáli, sem notaður var til þess að hafa fataskipti í. En þegar aðsókn var mikil, reyndist hann öldungis ófullnægjandi. Þá fóru margir úr í gjótum og lautuin í hraun- inu, þar var nóg blessað skjólið. Það var einkum tvennt, sem gerði sundkennsluna erfiða þarna vestur frá. Fjaran var stórgrýtt og grjótið hvassbrýnt og eggjótt. Það varð að fara varlega til þess að rífa sig ekki á því. Það erfiðasta fyrir nem- endurna var stundum að komast í sjóinn. Svo lagði stundum báru þarna upp að, og seinni hluta sumars var þar oft sannkallað brim. Það gerði sundið varhuga- vert og jafnvel hættulegt þeim, sem lítið kunnu. En skelfing þótti nú mörgum yndislegt að láta ölduna lyfta sér. IJtileikfimi. Svo var annað: Þarna er að- djúpt, og stafaði af því mikil hætta fyrir byrjendur. Og alltaf varð að hafa gát á því, að fólk hætti sér ekki of langt frá landi, sérstaklega það, sem hélt, að það gæti dálítið. Við reyndum að láta það synda meðfram fjör- unni. En það var erfitt að gera hvort tveggja í einu: kenna byrj- endum og hafa vakandi auga á hinum, sem lengra voru komn- ir. Það kom fyrir, að við urðum að ná í bát og senda hann á eftir fólki, sem hafði farið of langt út. Ég man eftir því, að einu sinni missti ég tvo stráka út á fjörðinn; þeir áttu að synda fram með fjörunni, en datt í hug að synda út að skipi, sem lá á höfninni, og heyrðu ekki, þegar ég kallaði í þá, eða gegndu því ekki, og þegar ég var búinn að láta ná í bát og senda á eftir þeim. voru þeir komnir langleiðina yfir fjörðinn. — En aldrei urðu nein slys við kennsluna; það varð auðvitað stöku sinnum að bjarga nem- endum, sem fataðist sundtökin, en það voru alltaf betur syndir menn viðstaddir til að gera það; — ég held að ég hafi ekki þurft sjálfur að stinga mér nema einu sinni eða tvisvar af þeim sök- um. Við héldum sundmót á hverju ári, stundum hjá Gömlu bryggj- unni, stundum hjá bryggju, sem var hjá íshúsi Ingólfs Flygen- rings, og fram af fjörunni, þar sem skipasmíðastöðin Dröfn er nú. Mótið fór vanalega fram seint í ágústmánuði. Þar var keppt til frægðar og verðlauna og ýmsir gátu sér góðan orðstír, en bezt var, hve margir tóku venjulega þátt í þessum mótum. Gleðileg jól! Prentmyndagerðin Hringbraut 37 Hafnarfirði Óskum öllum Hafnfirðingum gleðilegra jóla góðs og gæfuríks komanái árs. Þökkum viðskiptin á liðna árinu. GLERSLÍPUNIN Reykjavíkurvegi 16 Gleðileg jól! Gæfuríkt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. KJÖT og FISKUR Vesturbraut 12 - Hafnarfirði Gleðileg jól! Gott og farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. RAGNAR BJÖRNSSON H.F.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.