Alþýðublað Hafnarfjarðar - 18.12.1964, Blaðsíða 45

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 18.12.1964, Blaðsíða 45
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR 45 Hofskipobryggjon eldri var byggð árið 1912—13 og var hún vígð 16,. febrtiar 1913. Var haldin matarveizla í Góðtemplarahúsinu, sem þá var eina satnkomuhúsið í bænum. Var þangað boðið ýmsu stórmenni og m. a. var þar Hannes Háfstein ráðlverra. Myndin, sem hér fylgir, er af starfsfólkinu við veizluna. Frú Tlieódóra Sveins- dóttir sá um veizlu þessa. Um 120 manns sátu samsæti þetta. Þetta er fólkið á myndinni, aftasta röð frá vinstri: Frú Guð- rún Helgadóttir, Iíverfisgötu 20; frá Margrét Jónsdóttir, Austurgötu 30; frú Sigurlína Helgadóttir, var gift Sigwrði Árnasyni kaupmanni, dáin; Ingunn Guðmundsdóttir frá Hlíð. Miðröð: Þorgils Ingvarsson, bankastjóri; frú Ágústa Jónsdótt- ir, Lækjargötu 10; frú Valgerður Erlendsdóttir, Strandgötu 21; frú Ólafía Jónsdóttir, dóttir Jóns Lauga, dáin; frú Þngunn Snorradóttir, Austurgötu 17; frú Dóróthea Ólafsdóttir, Aust- urgötu 19, dáin; frú Júlíana Jónsdóttir, ILverfisgötu 14, dáin; frú Sveinbjörg Guðmundsdóttir frá Laufási; frú Guðrún I-Iin- riksdóttir, Austurgötu 7, dáin; frá Sigríður Erlendsdóttir, Strandgötu 47; Jón Sveinsson, sonur Sveins Auðunssonar. Fremsta röð: Pálína Eysteinsdóttir, kona Ólafs Garða, dáin; Kristrún Einarsdóttir, Gunnarssundi 4, dáin; frú Theodóra Sveinsdóttir, dáin; frú Guðrún Andrésdóttir, Strandgötu 45. 1 samrýndir, hann og Sigurður, sem lánað hafði sexæringinn. Bjarni blés mæðulega og virti Harald fyr- ir sér þegjandi. Síðan sagði hann: „Ætlarðu að fara út í skipið í svona brimi og veðri?“ ,,Já,“ sagði Haraldur. „Og hvað segir faðir þinn um það?“ „Hann skiptir sér ekki af því, hvernig ég vel mér veður, enda hefur hann ekki vit á slíku á við mig. Og ég hef afgreitt Reykjavík- ina nokkrum sinnum í sízt betra veðri eða minna brimi en nú er.“ „Þú ert furðu seigur. Það er bara þú fáir með þér nógu góðan mann- skap.“ „Það er enginn vandi — eins og þú veizt — á þessurn tíma árs.“ „Þú getur tekið sexæringinn, en farðn varlega, og Guð fylgi þér.“ Haraldur þakkaði gamla mann- inurn og kvaddi hann í hasti — og fór síðan að safna að sér mönn- um. Hann heyrði, að nokkurrar tregðu gætti hjá sumum, þó að þeir hétu að fara með honum, og sumir neituðu. Mun enginn vafi á því, að sjóslysið daginn áður átti sinn þátt í viðbrögðum manna. Jafnvel að röskum og vönum sjó- mönnum hafði sett megnan óhug. . . . Og ekki er Haraldur í neinum vafa um það, að sá óhugur olli þeim erfiðleikum, sem mættu hon- um síðar á þessum degi. Það var eins og ýmsir af mönnunum, sem með honum fóru, væru miður sín. Vel gekk að komast frá landi, og síðan var róið sex árum út að skipinu. Ekki var Haraldur undir ár, heldur sat í skut og stýrði. Seint sóttist barningurinn, en alltaf mið- aði í áttina. Reykjavíkin var allangt undan landi, því að hún lá ekki við akk- eri, heldur lét flatreka. Orsök þess var sú, að akkerisvindan var svo léleg, að skipstjóri treysti því ekki, að unnt væri að létta, þegar draga skyldi skipið á móti hvössum vindi og gildri og allrismikilli báru. Har- aldur lagði auðvitað að hlésíðunni, og um leið og lagt var upp, köst- uðu skipverjar taugum niður í barka og skut bátsins. Var hann síðan bundinn við skipið, en þess gætt, að hafa það langt í taugun- um, að unnt væri að halda lion- um frá skipinu, þegar bárurnar veltu því á hlésíðuna. Haraldur setti og einn mann í skut og ann- an í barka til þess að gæta þess, að skipið ylti ekki á bátinn, bryti hann og hvolfdi honum. Höfðu ménnirnir í höndum árar til að halda bátnum í hæfilegri fjarlægð. Svo til engar vörur voru í skip- inu, en hins vegar póstur og hvorki fleiri né færri en 20 farþegar, flest kvenfólk með sjöl og í skósíðum peysufatapilsum. Ekki var til neinn kaðalstigi í Reykjavíkinni, en nið- ur í bátinn var kastað tveimur kaðalendum, öðrum miðskips, hin- um í austurrúm. Kaðlarnir voru síðan festir vandlega uppi á skip- inu. Karlmennirnir, sem voru far- þegar, kornust auðveldlega niður í bátinn, en um konurnar var öðru máli að gegna. Þær stóðu skelfdar, héldu sjalinu saman annarri hendi, en lyftu pilsinu með liinni. Har- aldur kallaði í stýrimanninn og bað hann að sjá um, að ekki ættu sér stað nein handvömm, þegar kon- unum væri hjálpað niður í bátinn. Hann sagði svo fyrir um, hvernig því skyldi hagað. Konunum var tveimur í einu lyft up á öldustokk- inn, og voru þær látnar snúa baki við bátnum. Þeim voru því næst fengnir í hendur kaðlarnir, sém áð- ur er getið, og sagt að ríghalda sér í þá. Svo var þeim lyft út fyrir skjólborð skipsins, og síðan voru þær látnar síða niður með hægð, unz hásetar Haralds náðu á þeim góðum tökum og settu þær örugg- lega á þóftu í bátnum. Þetta lán- aðist nrjög vel, og ekki var neinum erfiðleikum bundið að korna pósti upp á skipið eða ofan í bátinn. En þar eð skipið rak allhratt undan sjó og vindi, voru vaird- kvæði á að komast klakklaust frá skipshliðinni, og þegar sá maður, sem stóð með ár í barka bátsins, var að ýta frá, lenti árarblaðið undir öldustokknum, þá er skipið valt á hléborða, og árarlilummur- inn rakst í botnþilju í bátnum og fór í gegnum hana, svo að inn foss- aði kolblár sjór. Karhnönnunum, sem í bátnum voru auk Haralds, varð svo mikið um þetta, að þeir þutu upp, gripu í öldustokk skips- ins og hröðuðu sér upp á þilfar, en konurnar urðu til allrar hamingju svo hræddar, að þær reyndu ekki að staulast á fætur, heldur sátu ýrnist æpandi eða þögular og svo sem agndofa. Haraldur hefur aldrei á ævinni komizt í þann vanda, að hann hafi gripið til neinna úrræða gersamlega hugsun- arlaust, hversu skjótt sem hefur þurft við að bregða. En urnhugs- unin tók ekki margar sekúndur að þessu sinni. Hann spratt upp og hentist rúm úr rúmi frarn í barka, á milli kvennanna, eða hálft um hálft yfir þær, sem húktu á þóftunum, greip poka, sem lá í stafnlokinu og tróð honum í gat- ið á botnþiljunni, reis upp og seild- ist eftir taug, sem lafði út af skip- inu rétt við stefni bátsins, brá henni um hnýfil og endanum síðan um hálsþóftuna og hnýtti að. Þegar þessu var lokið, var einn af karlmönnunum, sem verið höfðu farþegar á Reykjavíkimri, kominn ofan í bátinn. Það var Ein- ar Ingjaldsson á Bakka. Hann hafði náð í aðra taug og dregið hana undir skutröng. Þeir Haraldur gripu svo sinn hvora ár og héldu bátnum hæfilega frá skipshliðinni, og síðan hrópaði Haraldur á há- Halló! Halló! Hafnfirðingar Höfum ávallt fyrirliggjandi flestar stærðir af hjólbörðum 7 bæði sumar- og vetrarmynztur Gerum við og sjóðurn í hjólbarða. Tökum einnig hjólbarða til sólningar. Avallt fljót og góð þjónusta. Hjólbarðaviðgerðin Strandgötu 9 - Hafnarfirði - Sími 51963
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.