Alþýðublað Hafnarfjarðar - 18.12.1964, Blaðsíða 46
46
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR
38500
Aðalskrifstofur Samvinnutrygginga og Líftryggingafélagsins Andvöku hafa nú ver-
ið fiuttar úr Sambandshúsinu við Sölfhólsgötu í nýtt hús við Ármúla 3. Ennfrem-
ur hefur skrifstofa Sjódeildar verið flutt úr Bankastræti 7 á sama stað. Sam-
vinnutryggingar hafa nú í 18 ár leitazt við að veita fullkomna tryggingaþjónustu,
bæði með ýmsum nýjungum á sviði trygginga og með nútíma skrifstofutækni.
Með bættum húsakynnum eiga Samvinnutryggingar hægar með en áður að
veita nýjum og gömlum viðskiptavinum betri þjónustu og. bjóða þá velkomna í,
Ármúla 3.
SAJVIVIIVIVUTRYGGINGiVR anwaik&
Vér bjóðum yður tryggingar með beztu
fóanlegum kjörum
Það er ótryggt að hafa ekki vótryggt
Vátryggingafélagid h.f.
Borgartún 1 - Sími 18200 - Reykjavík
Hafnarfjarðarumboðið Strandgötu 29, (Sjálfstœðishúsinu) Sími 51940
Afgreiðslutími er frá kl. 17—19 alla virka daga, laugardaga
kl. 11—12 og 13—15
Sjóvá-
Skipa-
Ferða-
Flugvéla-
Bifreiða-
Farangurs-
Jarðskjálfta-
Rekstursstöðvunar-
Innbrotsþjófnaðar-
Vatnsskaða-
Vinnuvéla-
Abyrgðar-
Heimilis-
Bruna-
Slysa-
Líf-
T
R
Y
G
G
I
N
G
A
R
seta sína og Akurnesinga, sem ver-
ið höfðu farþegar. Aðeins þrír
sinntu kallinu, og komu niður í
bátinn, en hinir voru hvergi sjáan-
legir. Þeir höfðu hlaupið í felur,
þegar Haraldur kallaði.
Mennirnir, sem hlýddu kalli
Haralds, höfðu allir komið með
honum úr landi. Hann skipaði nú
einum þeirra að ausa, öðrum að
gæta þess, að pokinn færi ekki úr
gati botnþiljunnar, og þeim þriðja
að hjálpa konunum upp. Hann ætl-
aði sér og Einari að gæta þess, að
báturinn væri hæfilega nærri skips-
hliðinni, án þess að annað óhapp
kæm' fyrir. Sá, sem falið var að
hjálpa kvenfólkinu upp á skipið,
var gætinn maður, laginn og burða-
mikill. Hann tók undir handlegg-
inn á einni konunni, en hún æpti
hástöfum og fórnaði höndum, og
datt þá sjalið hennar niður í aust-
urinn. Maðurinn skipti sér ekki af
því en greip í aðra. Það var stúlka
um tvítugt. Hún lét hann styðja
sig á fætur, án þess að sýna neina
tregðu. Hann þokaði henni síðan
út að borðstokknum og náði nú í
annan kaðalendann, sem kvenfólk-
ið hafði haft stuðning af, þegar
því var hjálpað ofan í bátinn. Hann
lét stúlkuna grípa um kaðalinn,
og síðan lyfti hann henni upp á
hástokk bátsins. Tveir af hásetun-
um á Reykjavíkinni hölluðu sér
fram á öldustokkinn, og þegar
skipið tók hléveltu, gripu þeir í
axlir stúlkunni innan undir sjal-
inu og kipptu henni upp og inn á
þiljur. Meðan hún sveif í loftinu,
datt sjalið af herðum hennar og
flögraði eins og dökkur, særður
furðufugl ofan í austurinn. Þannig
tókst að koma þremur stúlkum upp
úr bátnum, en engri hinna kvenn-
anna varð þokað um set. Þær hróp-
uðu eða grétu og litu angistar-
augum til Haralds:
„O, almáttugur, Haraldur, ég
þori ekki þetta!“ hrópaði ein.
„Eg vil ekki missa sjalið mitt,
nýkeypt kasmírssjal!“ kveinaði önn-
ur.
„Jesús minn, Haraldur, ég vil
komast heim í eldhús til mannsins
míns og barnanna minna!“ æpti sú
þriðja.
Haraldur hugði nú að pokanum
og síðan að austrinum í bátnum.
Austurinn hafði minnkað, en þó
var auðsætt, að pokinn var ekki
einhlítur til að koma í veg fyrir
lekann. En samt ... samt átti að
vera óhætt að halda til lands með
kvenfólkið og sækja annan bát. Og
Haraldur kallaði til Einars:
„Eg er ekki að stríða við þetta.
Nú köstum við lausu og ýtum frá.“
Hann leit á manninn, sem gætti
pokans. „Þið Jón róið í hálsi, en ég
tek þarna við.“ Hann beindi aug-
unum að manninum, sem hjálpað
hafði stúlkunum upp úr bátnum: