Alþýðublað Hafnarfjarðar - 18.12.1964, Blaðsíða 44

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 18.12.1964, Blaðsíða 44
44 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR Bjarni minn — og fréttirnar, jafnt þær fyrri sem þessar síðustu. . . . Þú hefur þó vonandi ekki meitt þig?“ „Meitt mig? Skárra væri það! Nei, en gólfið, maddama Helga!" „Svona, svona, — farðu nú úr og láttu þér svo hlýna í eldhúsinu.“ „Alltaf eins,“ tautaði Bjarni um leið og hann dró sig fram úr gætt- inni og lokaði á eftir sér. Enn á ný varð þögn í stofunni, enn á ný var hlustað. Og enn var það Leifur litli, sem rauf þögnina. Hann leit á föður sinn, sem stóð og horfði og hlustaði, og síðan á móð- urina, loks á Harald: „Hann hefur þá gert það.“ Það var eins og Böðvar Þor- valdsson leystist nú fyrst úr læð- ingi ótta og örra skapbrigða. Yfir hann var komin hin virðulega og festulega ró, sem einkenndi dag- lega framkomu hans. Hann kink- aði kolli við Leifi litla, horfði síð- an út um gluggann og sagði eins og hann væri að tala um sjálf- sagðan hlut og næstum hversdags- legan: „Já Leifur litli, hann hefur gert það. Þær koma ekki héðan af, hvið- ur eins og þessi áðan. Þetta er bú- ið, — hann er að smádraga úr veðr- inu, — hann skefur ekki einu sinni að ráði úr báru hérna á Sundinu — heldur ekki neitt, sem heitir, úr brotinu á Flögunni." Hann gekk til konu sinnar, sem sat með sokkinn litla á kné sér og laut höfði. Hún leit upp í andlit bónda síns, og svo rétti hún fram höndina — hann sína. Stutt, þétt handtak. Síðan vék hann sér við og leit á Harald son sinn. „Komdu hérna, Haraldur litli,“ sagði hann rólega. Drengurinn kom. Nei, hann fór ekkert hjá sér, og það var enginn merkis- eða hátíðasvipur á honum, — hann var aðeins alvarlegur. „Þakka þér fyrir, drengur minn,“ sagði faðirinn hlýlega, en þó ósköp blátt áfram, og klappaði á kollinn á syni sínum. „Nú er kútter Har- aldi óhætt.“ Árin líða. Haraldur Böðvars- son er orðinn 17 ára og hægri hönd föður síns. Hann hefur þá um nokkur ár séð um upp- skipun fyrir föður sinn. Skuggi sorgarinnar hefur sótt Akur- nesinga heim. Ellefu manns, flestir í blóma aldurs síns, hafa drukknað af sexæringi á heim- ieið frá Reykjavík. Og nú tekur Hagalín aftur við frásögninni: »3esús minn, Haraldur . . .« Daginn eftir var veðrið mun verra, útsynningsrosi með krapa- éljum og helliskúrum til skiptis. Og nú var ekki aðeins vindbára, held- ur brim. Uppskipunarbáturinn var þung- ur í sjó, ágjöfull og ærið erfiður undir árum ,og veitti ekki af, að sex menn reru, ef sækja þurfti á móti, þótt ekki væri nema strekk- ingsvindi. Hann var og illa fallinn til að lenda honum í brimi, lyfti sér lítt, þegar undir hann riðu brattar brimöldur. Bjarni Jóhannesson í Sýruparti átti stærsta sexæringinn, sem til var á Akranesi, þegar hér var kom- ið. Sá bátur var léttur undir árum og varði sig vel bæði á rúmsjó og í brimlendingu. Þegar Reykjavík- in kom, leizt Haraldi ekki á að fara út að henni á uppskipunar- bátnum, og þess vegna fór hann heim til Bjarna Jóhannessonar og bað hann að lána sér sexæringinn. Þungt var yfir gamla manninum, því að þeir voru bræður og mjög í Húsgagnaverzlun Hafnarfjarðar fáið þér húsgögnin sem yður vantar. Hvergi stílhreinni né vandaðri KOMIÐ, SJÁIÐ OG SANNFÆRIST Húsgagnaverzlun Hafnarfjarðar Nýju bœkurnar Að þessu sinni gefur Bókuútgúfa Menningarsjóðs út eftirtaldar bœkur 1. Steingrímur Thorsteinsson, ævisaga, eftir Hannes Pétursson. Falleg og mjög vel skrifuð bók, prýdd mörgum myndum. Um 300 blaðsíður í stóru broti. Hefur verið sérstaklega til útgáfunnar vandað. Útsöluverð 350.00 kr., félagsverð 280.00 kr. 2. Rómaveldi, síðara bindi, eftir Will Durant, Jónas Kristjánsson cand. mag. þýddi. Fyrra bindi þessa verks kom út á síðasta ári, og hlaut þá afbragðs góða dóma. Félagsverð 170.00 kr. 3. Með huga og hamri, jarðfræðidagbækur Jakobs H. Líndals, bónda og jarð- fræðings á Lækjamóti. Sigurður O?órarinsson sá um útgáfuna. Rúmar 400 blað- síður, prýdd myndum. Utsöluverð 360.00 kr., félagsverð 285.00 kr. 4. Saga Maríumyndar, eftir dr. Selmu Jónsdóttur. Prýdd mörgum myndum. Upp- lag er mjög lítið. Útsöluverð 350.00 kr., félagsverð 280.00 kr. 5. Sigtryggur Guðlaugsson á Núpi, ævisaga eftir Halldór Kristjánsson, Kirkju- bóli. Útsöluverð 280.00 kr., félagsverð 170.00 kr. 6. í skugga Valsins, skáldsaga eftir Þórunni Elfu Magnúsdóttur. Útsöluverð 280.00 kr., félagsverð 170.00 kr. 7. örn Amarson, (Magnús Stefánsson, skáld), eftir Kristin Olafsson. Utsöluverð 140.00 kr., félagsverð 110.00 kr. / 8. Leiðin til skáldskapar, um sögur Gunnars Gunnarssonar, eftir Sigurjón Bjöms- son. Útsöluverð 140.00 kr., félagsverð 110.00 kr. 9. Syndin og fleiri sögur, eftir Martin A. Hansen, Sigurður Guðmundsson þýddi. Útsöluverð 140.00 kr., félagsverð 110.00 kr. 10. Mýs Og menn, eftir John Steinbeck, Ólafur Jóh. Sigurðsson þýddi. Útsöluverð 140.00 kr., félagsverð 110.00 kr. 11. Raddir morgunsins, ný ljóðabók eftir Gunnar Dal. 120 blaðsíður. Upplag er lítið. Útsöluverð 180.00 kr., félagsverð 140.00 kr. 12. Ævintýraleikir, 3. hefti, eftir Ragnheiði Jónsdóttur. Útsöluverð 70.00 kr., félags- verð 55.00 kr. BÓKAMENN: Það borgar sig að gerast félagsmenn í Bókaútgáfu Menningarsjóðs og njóta vildarkjara um bókaverð. — Sni'iið ijður til næsta umboðsmanns. Bókaútgófa Menningarsjóðs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.