Alþýðublað Hafnarfjarðar - 18.12.1964, Blaðsíða 16

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 18.12.1964, Blaðsíða 16
16 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR Úr gróðursetningarferð í Undirhlíðum (Skólagirðingunni) 1963. „Hvað má htíndin ein og einP Allir leggi saman." starfsmann sumarmánuðina, og sum árin tvo. Það starf hefur eink- um verið fólgið í gróðursetningu, áburðargjöf, jarðabótum og við- haldi á girðingum félagsins. Arið 1959 kemst sá liáttur á, að vinnuflokkur frá vinnuskólanum í Krýsuvík hefur það verkefni með- al annars að vinna að gróðursetn- ingu í Undirhlíðum. A árunum 1959 til 1962 vinna unglingar og börn úr vinnuskólanum að gróður- setningu undir stjórn Hauks Helga- sonar skólastjóra og Helga Jónas- sonar yfirkennara. En síðastliðin 2 sumur unnu nokkrir hafnfirzkir unglingar að gróðursetningunni undir stjórn kennaranna Guðmund- ar Þórarinssonar fyrra sumarið, en Björns Olafssonar og Pálma Agústssonar sl. sumar og kostaði Hafnarfjarðarbær vinnu ungling- anna. Allmikið af landi Skógræktarfé- lagsins er enn ekki hæft til gróð- ursetningar. Sums staðar eru mel- ar og blásin börð, sem verður að græða. Þar verður að hjálpa nátt- úrunni til, og ætlum við Alaska- lúpínunni þar mikið hlutverk. Hún er sannkölluð undrajurt, vinnur áburð úr loftinu og skilar honum í jarðveginn. Félagið hefur gert tilraunir með hana, sem lofa góðu. Nú þegar klæðir hún heila mela og undirbýr þá undir annan gróð- ur. Rotaryfélög í Noregi hafa í nokkur ár, eða frá 1959 til 1962, sent félaginu trjáplöntur að gjöf, aðallega bergfuru. Arið 1959 gróð- ursettu Rotaryfélagar þær trjá- plöntur, sem þannig bárust. Alls hafa verið gefnar frá Noregi 42.500 bergfurur og 14.000 sitka- greni. Góðtemplarar hafa í allmörg ár farið í gróðursetningarferð einu sinni á ári. Góðtemplarareglan í Hafnarfirði verður vafalaust fyrst til að fá ákveðið land innan girð- inga Skógræktarfélagsins, sem hún hafi allan veg og vanda af. Von- andi mun svo verða um fleiri fé- lög síðar. Arið 1958 voru höggvin tré úr elztu girðingunni og gefin í kirkj- urnar í Hafnarfirði, í barnaskól- ann, á ráðhúsið, að Bessastöðum og víðar. Trén voru allt að 4/2 m á hæð. Þetta ár var líka höggvin bergfura og seld í verzlanir. Síð- astliðið ár var enn grisjað, og bíl- hlass af greni og furu var selt i verzlanir fyrir jólin. Nú er búið að girða um helm- inginn af Undirhlíðunum frá Vatnsskarði norður að Kaldá. — Ilugmyndin er, að nytjaskógi verði komið upp í Undirhlíðum, enda er landið þar vel til þess fallið. Hvaleyrarvatnsgirðingin og Grá- helluhraunsgirðingin eru hins veg- ar fremur hugsaðar sem skemmti- garðar en skógur. Þær eiga að verða eins konar Heiðmörk Hafn- firðinga, griðland þeirra og hvíld- arstaður. Árið 1953 barst félaginu dánar- gjöf frá systkinunum Gunnlaugi Kristmundssyni og Ingibjörgu Kristmundsdóttur, að upphæð 22 þúsund krónur. Gert er ráð fyrir, að gerður verði minningarreitur um þau systkinin í Hvaleyrargirð- ingunni. Frá því 1958 hafa verið gróður- settar 143.730 skógarplöntur hjá Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar. Stjórn félagsins skipa nú: séra Garðar Þorsteinsson formaður, Páll Daníelsson ritari, Haukur Helgason gjaldkeri. Aðrir í stjórn eru: Jón Magnússon, sem setið hef- ur í stjórn félagsins frá upphafi, Olafur Vilhjálmsson, Guðmundur Þórarinsson og Helgi Jónasson. Þú spyrð um framtíðarhorfur í skógræktarmálum. Eg get ekki betur séð, en sú reynsla, sem þeg- ar er fengin, gefi góðar vonir. Því er ekki að neita, að eitt og annað hefur valdið vonbrigðum. Til dæmis var fyrstu árin gróðursett allmikið af skógarfuru. En mikið af henni er dautt, og eins fer um það, sem eftir er, vegna þess, að ekki hefur enn tekizt að gera þær bjöllur landlægar hér, sem halda í skef jum lúsinni, sem á hana sæk- ir. Eins urðum við fyrir nokkrum skakkaföllum í hretinu vorið 1962, þótt það tjón væri minna en við var að búast. Þá hefur grenilúsin valdið nokkru tjóni, en að því eru áraskipti. Þannig olli hún miklu tjóni árið 1962 og aftur nú í haust, einkum í skrúðgörðum í bænum, en hennar gætir mikla minna í skógræktargirðingunum. Skógfræð - ingar telja að vetrarhlýindin und- anfarin ár hafi skapað þessum meindýrum óvenjugóð lífsskilyrði í bili, en annars er við þetta sama vandamál að stríða í öllum lönd- um, þar sem greni vex. Með úðun er hægt að halda grenilúsinni í skefjum í skrúðgörðum og á litlum svæðum, en þess hefur ekki verið gætt í bæjunum sem skyldi. En við lærum af óhöppunum, og sá er til dæmis dómur norskra skóg- fræðinga, að árangurinn hér hjá okkur gefi í engu eftir árangri þeirra í Noregi. Aðaláhyggjum veldur ofbeitin á landinu utan girðinga. Það fer algerlega í auðn, ef ekki verður komið í veg fyrir hana. H. Z. Ungir Ilafnfirðingar aka hafnfirzkum fólatrfám á markað. Gleðileg jól! Gleðileg jól! Gott og farsælt komandi ár. Gott og farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Þökk fyrir það sem er að líða. Húsgagnaverzlun Austurbæjar Skólavörðustíg 16 FAXAFISKUR, Hafnarfirði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.