Alþýðublað Hafnarfjarðar - 18.12.1964, Blaðsíða 34

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 18.12.1964, Blaðsíða 34
34 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR vöxtum. Ekki skortir Rín óhemju- skap, en Þýzkaland er ekkert Eg- yptaland. Þjóð Rínar. Rín á sér þjóð eins og önnur stórfljót; sú þjóð var eitt sinn þýzkrar menningar, en hún er það ekki framar, hún er einungis rínsk. Senn eru liðnar fjórar aldir frá því, að Hollendingar sögðu sig úr lög- um við þýzka keisaraveldið og héldu sína leið við ármynnið. Rín hefur um aldaraðir ekki einungis flutt Hollendingum frjóan leir og áveituvatn til ræktunar, heldur óslitna lest af fljótabátum frá gós- enlöndum Vestur-Evrópu. Hol- lendingar eru börn Rínar og hafs- ins; hlaðnir ósigrandi orku þjóð- félagsbyltingar og nýrra samfé- lagshátta ruddu þeir sér braut út í veröldina á 17. öld og stofnuðu heimsveldi. Þeir skildu frændur sína ofar með ánni eftir megin- landsbundna af nágrannakrit. — Englendingar eru svo íhaldssamir, að þeir kalla Hollendinga enn í dag „hina þýzku“, og Hollending- ar voru þýzk þjóð, sem stórfljótið mótaði. Það hefur borið þá með sér út á hafið, fært þeim auð, og nú er Rotterdam einhver stærsta höfn veraldar. Hollendingar sneru baki við meginlandinu, fóru sína leið við ármynnið, og hvorki þeir né Rínarósar eru þýzkir framar. Land óútkljáðra byltinga. I frelsisstríði Hollendinga fór hinn órómantíski hluti Rínar út úr þýzkri sögu, og Þjóðverjar hafa gert fáar tilraunir til þess að end- urheimta hann í ríki sitt. Þeir eru stórlát þjóð, sem stefnir oft að fjarlægu marki. Það stafar allmikl- um ljóma af minningum um hið heilaga rómverska keisaraveldi þýzkrar þjóðar, en það var svo há- timbruð mannfélagshöll, að hún reis ekki undir frægð sinni, varð utan og ofan við veruleikann og molnaði undan sjálfu sér. Þjóð- verjar hafa sótt til valda og áhrifa við mynni stórfljóta Austur-Ev- rópu, reynt að stofna þar þýzk hollönd, en mynni sinnar miklu móðu ráða þeir ekki. I Austurvegi liggur þýzk stórslysabraut, og heima í Þýzkalandi ber prússneskt hervald rínskaborgarastétt ofurliði. Þannig eru andstæðurnar í þýzkri þjóðarsögu. Það er tómt mál að tala um það, hvað orðið hefði, ef Rínarlönd hefðu um aldaraðir verið sameinuð í eitt ríki; Þjóð- verjarnir í Rínardalnum hefðu fylgt samfélagsþróun frænda sinna, Hollendinga. Þá hefði rínsk borgarastétt orðið kjarni þýzks samfélags í stað prússneska her- veldisins. En hér er ég farinn að fjalla um söguleg efni á óleyfileg- an hátt, bollaleggja um það, sem varð ekki. Þau þjóðfélagsöfl, sem stóðu að baki siðabót Lúthers og Kalvíns unnu skjótan sigur í Hol- landi, en í Þýzkalandi leiddi siða- bótin til 30 ára stríðs, sem lék Þjóðverja á svipaðan hátt og Móðu- harðindin okkur Islendinga. Og Þjóðverjar skiptast enn í kaþólska og mótmælendur. Theodor Heuss, forseti Vestur-Þýzkalands, minnt- ist á það í ræðu haustið 1958, að Þjóðverjar hefðu ekki einungis tapað tveimur heimsstyrjöldum, heldur einnig tveimur byltingum, annarri 1848, hinni 1920, en milli byltingaófaranna og styrjaldanna er beint orsakasamhengi. Öldum saman hafa hin andstæðustu öfl tekizt á í þessu landi án þess að nokkur aðili hafi fagnað úrslita- sigri, nema helzt prússneskt her- veldi um skeið. I lok síðustu heims- styrjaldar var Þjóðverjum flutt lýðræði á bryndrekum og byssu- stingjum í Vestur-Þýzkalandi, en kommúnismi í Austur-Þýzkalandi. Hvorugt kerfið er árangur af bar- áttu þjóðarinnar sjálfrar fyrir hag- sæld og mannréttindum. Það er alvarleg staðreynd, sem ekki má gleyma. Bad-Honnef. Það var hráslagalegt í Hamborg þann 20. okt. 1958, þegar Gull- faxi lenti þar. Grá mugga grúfði yfir þessari glaðværustu borg Hér er bókin í FARARBRODDI Ævisaga Haralds Böðvarssonar útgerðarmanns á Akranesi. Skráð af Guðmundi G. Hagalín,. Saga merks framfara- og framkvæmdamanns. Hér er lýst stórstígum breyt- ingum í útgerðarmálum þjóðarinnar og hvernig hagsýnn og dugmikill at- hafnamaður bregzt við þeim. í FARARBRODDI er saga óvenjulegs ein- staklings, saga framtaks og fyrirhyggju, dugnaðar og eljusemi. Þetta er óskabók þeirra, sem lesa vilja um mikil afrek unnin við dagleg störf, alþjóð til heilla. ÁRIN SEM ALDREI GLEYMAST ísland og heimsstyrjöldin síðari. Eftir Gunnar M. Magnúss. Þetta er saga mikilla og örlagaþrunginna atburða. Hér er sagt frá stór- veldanjósnum á íslandi, — mestu sjóorrustu veraldar, — mannfórnum og björgunarafrekum Islendinga á stríðsárunum, Arcticmálinu og fangelsunum á Kirkjusandi, og síðast en ekki sízt er hér nákvæm frásögn af hernáms- deginum 10. maí 1940. — Mikill fjöldi mynda frá hernámsárunum prýða bókina. KALT ER VIÐ KÓRBAK Sjálfsævisaga Guðmundar J. Einarssonar, bónda á Brjánslæk. Ævisaga bónda á þessari gerbyltingaröld íslenzks landbúnaðar er ærið for- vitnileg. Guðmundur segir hressilega frá og af mikilli einlægni og einurð, en einnig ríkri réttlætistilfinnngu. Saga þessa bókelska bónda mun seint gleymast. MEÐ UPPREISNARMÖNNUM í KÚRDISTAN Ferðasaga eftir Erlend Haraldsson blaðamann. Islenzkum ævintýramanni er smyglað inn í land Kúrda til uppreisnarmanna þar. Hann fer huldu höfði um nætur, en hvílist á daginn í útihúsum og fylgsnum. Hann segir frá ferð um brenndar sveitir og herjuð héruð og eftirminnilegum leiðtogum kúrdiskra uppreisnarmanna. Um ferð Erlends segir Indriði G. Þorsteinsson í Tímanum, að hann „reiddi dauðadóminn inn á sér út úr landi Kúrda.“ — Bók fyrir alla, sem unna ævintýrum. VALT ER VERALDAR GENGEÐ eftir Elínborgu Lárusdóttur. Hér er sögð saga Dalsættarinnar, einkum þó sona þeirra Dalshjóna. Inn í frásögnina fléttar skáldkonan aldarfars- og þjóðlífslýsingum og sögnum, sem lifað hafa á vörum fólksins, einkum um ættföðurinn, Hákon í Dal. — Rismikil ættarsaga og heillandi skáldverk um horfnar kynslóðir. KYNLEGIR KVISTIR Ævar Kvaran segir frá. íslenzkir þættir úr ýmsum áttum og frá ýmsum tímum. Frásagnir af körl- um og konum, sem um margt voru öðruvísi en annað fólk og bundu ekki bagga sína eins og aðrir samferðamenn. Ævar Kvaran segir þessa þætti með hinum alkunna, sérstæða og dramatíska frásagnarstíl sinum. ÞANIN SEGL eftir Askel Sandemose. Sagan um uppreisnina á barkskipinu Zuidersee. Frásögn sjónarvotts af því, sem raunverulega skeði áður en barkskipið strandaði við Nova Scotia um nýjársleytið 1908 — og hinum furðulegu atburðum, sem strandið orsakaði. ÞANIG SEGL er ósvikin bók unr sjómennsku og spennandi sem leynilög- reglusaga. GULL OG GRÁVARA eftir Peter Freuchen. Saga um gullgrafara og veiðimennn, sem bjuggu „243 mílur fyrir norðan lög og rétt.“ Peter Freuchen kunni alltaf bezt við sig á norðurslóðum, og þá var hann í essinu sínu, er hann var meðal gullgrafaranna í Norðvestur- Kanada. I sliku umhverfi naut frásagnargleði og glettnisleg kýmni hans sín bezt. MEÐ ELD ! ÆÐUM eftir Carl H. Paulsen. Astin blómstrar i sólskininu og hlátur unga fólksins ómar um garnla húsið. Ulla kemur heim frá París með franskri vinkonu sinni, Yvonne, og Kong- sted bústjóri og ungi óðalseigandinn á nágrannaherragarðinum snúast í kringum „Parísardömurnar“. Heillandi fögur saga urn herragarðslíf, æsku og ástir. HÖFN HAMINGJUNNAR eftir Theresu Charles. 1 Astarsaga um lækna og hjúkrunarkonur, — sennilega skemmtilegasta skáld- sagan, sem komið hefur út á forlagi okkar eftir þessa vinsælu ensku skáld- konu. Enginn gleymir ástarsögunum „Falinn eldur“, „Tvísýnn leikur“ eða „Lokaðar leiðir". Þessar þrjár bækur seldust allar upp á svipstundu, svo vissara er að tryggja sér eintak af HÖFN IIAMINGJUNNAR. STOFUBLÓM í LITUM eftir lngimar Oskarsson. Ómissandi handbók hverri húsmóður, sem hefur blóm á heimili sinu. I bókinni eru 372 litmyndir af inniblómum, teiknaðar eftir lifandi fyrir- myndum af danska listamanninum Ellen Backe. B Ú K fl B lí D Allar þessar bœkur fást í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.