Alþýðublað Hafnarfjarðar - 18.12.1964, Blaðsíða 36

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 18.12.1964, Blaðsíða 36
36 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR Sagan af S M EX LI < (Framhald af hls. 25) Og alla nóttina voru þeir af og til að líta hvor á annan og kíma. Pétur vaknaði eldsnemma morguninn eftir. Veðrið var ljómandi gott, og sólin skein inn um gluggann. Pétur litli vildi flýta sér að kom- ast á fætur og út í góða veðrið. Hann tók ekkert eftir því, að skórnir hans höfðu skipt um stað. Hann tróð sér í þá og gleypti í sig morgunmatinn. Svo var hann þotinn út að leika sér. En hvað var nú þetta? Skórnir hans sögðu alls ekki smellum — skellum, smellum — skell- um, eins og þeir voru vanir að gera. Nei, það gerðu þeir ekki. Nú sögðu þeir skellum — smell- um, skellum — smellum. Og stundum sögðu þeir meira að segja bara skella — smellum, skellum — smella, eins og þeir væru hálfrugl- aðir. Eftir dálitla stund fór Pétur að finna mikið til í litlu fótunum sínum. Skórnir þrengdu svo mikið að þeim. Að lokum fann Pétur svo mik- ið til í fótunum, að hann varð að fara heim. Þegar mamma hans sá hann, skellti hún á lær sér. Svo hissa var hún. „Pétur, þó,“ sagði hún og hló. „Þú hefur farið í skóna þína öf- uga. Komdu nú, svo að ég geti hjálpað þér.“ Svo klæddi hún Pétur úr skónum og setti rétt- an skó á réttan fót. Og þá voru þeir hvor á sínum fæti. Pétri fór strax að batna í fótunum. Eftir fáar mínútur voru fæturnir hans orðnir eins góðir og þeir höfðu beztir verið. Þá þaut Pétur aftur út að leika sér. En eitt gat hann ekki skilið: Það var það, hvernig skórnir hans hefðu ruglazt svona. En það vissu aftur á rnóti þeir Smellur og Skellur. En báðir voru þeir nú dauðfegnir að vera aftur kornnir á réttan fót. Þess vegna lá ljómandi vel á þeim. Þeir bara skríktu og hlógu, þótt þeir rækjust hvor í annan, þegar Pétur hljóp á harðaspretti niður götuna. Og nú var gamla, góða lagið, því að nú sögðu þeir bæði skýrt og greinilega: „Smellum — skellum, smellum — skellum.“ Og köttur úti í mýri setti upp á sér stýri; úti er ævintýri. Ferskeytla Hérna er ferskeytt vísa, rétt stuðluð og rímuð. Hún er eftir Jón Helgason, en Bjami Jónsson kennari skráði. Hvemig er vísan? Hún er prentuð með venjulegu letri á öðrum stað í blaðinu. skreyttur ferlegum myndum af einhvers konar ljónum, sem bíta í skjaldarrendur. Neðst á fótstallin- um breiðir örn út vængi yfir slöng- ur, eiturkvikindi og einhverja púka og hvessir sjónir út á Rín. Nokkrir hermenn eru þarna á gangi. Ég hjálpa þeim til þess að taka mynd- ir, en þeim er óljós æðri merking táknanna á fótstallinum. Minnis- merkið hérna hefur varla tekið öðrum slíkum fram að listrænu gildi, en menn sakna þess, af því að það er horfið. Endalok minnismerkis Vilhjálms keisara eru ekkert einsdæmi eftir síðustu styrjöld. Bóka-, lista- og þjóminjasöfn Þýzkalands eru mörg illa farin, ýmist brunnu þau eða voru rænd. Jafnvel litla byggða- safnið í Herford er að láta gera stælingar af gripum, sem það átti, því að þeir hurfu vestur á bóginn með hinum sigrandi herjum. Koblenz er iðnaðar- og verzl- unarborg, en þar eru einnig ágæt leikhús, lista- og þjóðminjasafn. A Rínarsafni fræðist ég um það, að sjór hefur eitt sinn legið allt að Bonn, og í honum lifðu alls konar furðufiskar. Þar gat m. a. að líta hryggjarliði og augnakalla smáhvala, sem lifðu í hafinu og syntu allt upp til Kölnar og Bonn. I hinni miklu Kölnardómkirkju eru hvalskíði varðveitt sem helgigrip- ir. Ætli stúlkur séu svona mjaðma- miklar á þessum slóðum, af því að hvalir ríktu hér áður í djúpu hafi? Hér er efni í margar þýzkar dokt- orsritgerðir í líffærafræði. Ritgerð- in ætti að hefjast á almennri lýs- ingu á mjöðmum og hlutverki þeirra. 2. Mjaðmir á Grikkjum og Rómverjum. 3. Germanskar mjaðmir og álit Kants, Goethes og Alexanders von Humboldts á þeim líkamshluta. 4. Mjaðmir við Neðri- Rín. 5. Mjaðmir hvalfiska. 6. Alykt- anir og niðurstöður. Þetta gætu eflaust orðið vinsæl vísindi hér í landi, en ég er ekki í skapi til að leggja frekari stund á líffærafræði og lýk skoðunarferðinni um safnið hjá beinabrotum mammútta, sem fundust undir Hohenzoller Strasse. Rínardalur. Fyrir sunnan Koblenz hefst Rín- arrómantíkin. Þar verður Rínardal- ur dýpri og tilkomumeiri, og þar hefjast aðal-vínyrkjuhéruð Þýzka- lands. Uppi á höfðanum næst fyrir sunnan borgina eru rústir nefnd- ar Königsstuhl. Þar komu kjörfurst- ar saman áður fyrr og völdu kon- unga Þýzkalands. Hér eru háar og brattar hlíðar til beggja handa. Fyrir ísöld var engin Rín til. Þá var mikið stöðuvatn í dalnum milli Vogesafjalla og Svörtuskóga og hafði afrennsli suður í Róndal. Við jarðhræringar opnaðist því leið til norðurs, og nú hefur Rín grafið hér gneisklöppina a. m. k. í 30 milljónir ára. Ummerki hennar minna mig á afrek Þjórsár inni í Básum á Holtamannaafrétt. Þar fellur drottning íslenzkra fallvatna í mjög þröngum og djúpum far- vegi; á þúsundum ára hefur hún grafið sér stöllóttan dal gegnum blágrýtislög íslenzka hálendisins. Þar drýpur ekki vín af hverri syllu, heldur smjör af stráum, og þar er hvannstóð í giljum og burnirætur, en Þjórsá niðar fyrir neðan, því að hún er ekki þögul eins og Rín. — Þannig mundi hún falla til sjávar djúp og ströng í dal sínum, ef ekki hefði orðið ógurlegt eldgos og fyllt dalinn suður af Tungnaá, svo að þar fyrir sunnan sjá engir merki hans nema Guðmundur Kjartans- son. Hér eru hins vegar allir eldar kulnaðir fyrir ævalöngu,, maður- inn einn hefur raskað ró árinnar, en þó furðanlega lítið. Áin hlykkjast hér víða milli þverhníptra höfða. I vagninum með mér eru austurrísk hjón í fylgd þýzks vinar úr Rínardal. „Hér eru yngismeyjarnar sjö“, segir hann og bendir út um glugga. Ég rýni með þeim austurrísku vest- ur yfir fljótið, en sé ekkert nema snarbrattar klettahlíðar fyrir hand- an með vínviði á stöllum. Hver snös, hver tangi ber sérstakt nafn. Hér verður áin aðeins um 150 m
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.