Alþýðublað Hafnarfjarðar - 18.12.1964, Blaðsíða 28

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 18.12.1964, Blaðsíða 28
28 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR Hér í bænum er starfandi félag, sem heitir Kvæða- mannafélag Hafnarfjarðar. Þar sem mörgum mun lítt kunn starfsemi þess, datt okkur í hug, að spjalla við stjórn þess og fá dálitla nasasjón af einhverjum þætti félagslífsins. Félagið heldur fundi með kvöldvökusniði hálfsmánað- arlega. Þá er jafnan á borðum fornlegur askur. í hann gefst fundarmönnum kostur á að stinga hugdettum sínum í bundnu máli. Þetta er síðan lesið eða kveðið í fundarlok. Askinn gaf Svava Sigurgeirsdóttir í marz 1958. Síðan hafa komið í hann um 900 vísur. Flestar þeirra eru um eitthvað sérstakt efni, sem hefur verið ofarlega á baugi, eða um rætt á fundi, er var látið í askinn. Þetta ber að hafa í huga við lestur vísnanna og eins hitt, að höfundar eru allt frá 12 ára aldri til áttatíu og fimm ára. Síðast en ekki sízt ber þess að geta, að hér er aðeins um sýnishorn en ekki úrval að ræða. Fremur var þó reynt að seilast eftir vísum, sem ekki þurftu skýringa við. Eflaust geymir askjan stef. (Þegar askurinn var gefinn, fylgdu honum tvær sfökur. Þykir rétt að láta þær koma fyrst. Eflaust geymir askjan stef óðarsnillinganna. Skálda-ask hann skíri og gef skenk til félagsmanna. Eg vil Skáldaaskurinn augljóst sé þess merki, að ég gimist góðhug minn geta sýnt í verki. G. I. Og askurinn kemur víða við, einkum, þegar hann er tómur. Býsna margt fær breyting valdið, bágt er að spá um framtíð rétt, og aldrei var það áður haldið, í aska mundi vitið sett. J. H. Vísnaforðinn vex á ný, vert er slíkt að muna. Margur lætur askinn í andans framleiðsluna. N. N. Lítil safnast björg í bú breyskum lands hjá sonUm, innantómur er því nú askurinn að vonum Hannes. 011 við mættum muna það að mynda vísu snjalla, letra hana á lítið blað og láta í askinn falla. J. S. Sárt nú kvelur sulturinn, sorgarél ei grennir. Vonaraugum askurinn upp á fólkið rennir. H. J. Asksins fóður metast má meinlaust stundargaman, þótt hendingarnar hangi á hortittunum saman. J. H. Á fyrsta afmæli asksins voru eftirfarandi 3 vísur verðlaun aðar: Askurinn lýgur ei að þjóð. Askurinn flýgur djarft með ljóð. Askurinn stígur óðarslóð. Askurinn sýgur Kvásis blóð. J- H. Löngum þótti í landi ísa Ijóðum safna góður siður. Ef fæst í askinn einhver vísa, aldrei skal hann leggjast niður. R. G. Alltaf lifir ylríkur ómur hendinganna. Aldrei tæmist ágætur askur kvæðamanna. Guðm. Illugason. Gestur á fundinum kvað: Orðafróða, hrein og hlý hugarglóðin brenni. Fagra ljóðaaskinn í óðarsjóðir renni. Daníel Ben. Elskulegi askur minn, aldrei var ég fiskinn. Þú færð marhnút þetta sinn. Það er létt á diskinn. Hraungríður Dyggðum rúin dóttir mín, dágott hjú í vaskinn, tötrum búin, tæpast fín, töltir nú í askinn. Sig. Magnúss. Leifum gengur fráleitt frá formaðurinn hokinn. Innan sleikir askinn sá undir fundarlokin. J. H. Eitt vil láta í askinn stef, efnið kátleg lítilræði. Upp á bátinn allt ég gef, andinn mát við ljóðafræði. Halla. Ekki máttu af mæðu gráta, mun ég létta harminn þinn. Eg í askinn er að láta eina stöku, vinur minn. Hrauni. Hérna margir hugann þreyta að hafa vald á orðinu. — Askurinn er andans fleyta upp að stjórnarborðinu, ? Ferskeytluna fagra tel, falli stuðlar saman. Askurinn geymir vísur vel, vekur stundargaman. Kr. Ben. Orku raskar ellitíð. Onýtt brask má kalla, þótt ég Iaskað ljóðasmíð láti í askinn falla. J. H. Belgdur orðum barmahlýr, bundinn skorðum seima, er á borðum askur nýr eins og forðum heima. Konráð. Ekki er von að aflið þið, þótt aflamaður vaskur rói vök á vonarmið og veiðarfærið askur. Veiðikona.. y Enginn penni, engin von óð ég nenna hræri, en fyrir þenna Svövuson samt ég renni færi. Hraunkarl. Tæpast nokkur tók það með, tóm væru andans lireysi. Getið þið askinn, garpar, séð geyspa af vísnaleysi? Ó. Kei. Engin flaska, ekkert víf, allt vill raska geði, þótt við brask og brellilíf bull i askinn kveði. Hraunkarl. Dísin ljóða lifir enn, listin þjóðar fögur. Eiga í sjóði ýmsir menn ótal góðar bögur. Ókunnur höfundur. n Vísnaforðinn Harines Jánsson liefur lengst allra gegnt formannsstörfum í félaginu. Jón llelgason hefur tinnið mikiS starf í KvæSamannafélaginu m. a. verið formaður, ritari o. fl. Kvœðamannafélag Hafnarfjarðar var stofnað 16. marz 1930 og voru stofnendur 10 talsins. Fyrsti formaður félagsins var kosinn Guðmundur Illugason, síðar sakaskrárritari, en formenn hafa síðan verið: Benjamín Eggertsson, Jón Helgason, Hannes Jónsson, sem gegnt hefur formannsstarfi lengst, Sumarliði H. Guðmunds- son, Hannes Jónsson á ný, Jón Helgason í annað sinn og Kjartan Hjálmarsson. I lögum félagsins, sem staðið hafa óbreytt að mestu frá upphafi, er tilgangur félagsins markaður, en hann er „að æfa kveðskap og safna sem flestum alþýðuvísum fomum og nýjum.“ En þar er hvergi bannað að hafa gaman af öllu saman, og víst er, að marga ánægjustund hafa fundir félags- ins og skemmtanir veitt meðlimum og gestum, enda eru nú samkomumar orðnar hátt á fimmta hundrað. Félagatalan er nú rúmlega 100 manns. — Hafnfirðingar eru nefnilega þjóð- legir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.