Alþýðublað Hafnarfjarðar - 18.12.1964, Blaðsíða 43

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 18.12.1964, Blaðsíða 43
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR 43 urflösinni! ... En skyndilega heyrði Haraldur — ekki orð Leifs litla, heldur var sem endurhljóm- ur þeirra seytlaði gegnum æsimóðu spenningsins, sem geysingur stormsins hafði vakið hjá honum. Og hann vék sér allt í einu við, leit á Leif, leit á móður sína, á föður sinn, sagði fastmæltur: „Víst gerir Hann það.“ Allir þögðu. Sá, sem ekki hafði áður skilið orðalagið: Það var sem bylur dytti af húsinu, hann hefði skilið það nú. Það var varla, að heyranlegur væri vindþytur. .. . En nú kom það aftur. Nei, það voru engar hamfarir — þetta. Það var jafn beljandi, síbylja. Allir hlustuðu, hlustuðu. Það var ekki prjónað, ekki saumað í grisju. En það kom engin hörkuhviða. í meira en hálftíma hafði ekki rignt, — nú heyrðist dynja á þakinu, en þó að það heyrðist alla leið niður, var þetta ekkert svipaður glymj- andi og áður. Svo sagði Helga Guðbrandsdóttir, talaði hægt og seint, svo sem ofurlítið bil á milli orðanna, var næstum eins og hún hlustaði inn í hugskot sitt eftir rödd, sem þar læsi henni fyrir — og hún horfði ekki á Harald og ekki á bónda sinn, heldur á lítinn sokk, sem hún strauk á kné sér — með mjúklegum, dvalkenndum hreyfingum: „Ég er alveg viss um, að skipið fer ekki upp, — ég er alveg viss um, að drengurinn okkar verður bænheyrður." Og hægt og rólega reis höfuðið — og augun fjólubláu beindu^t að Böðvari Þorvaldssyni: „Heittu því nú, Böðvar, að láta blessað skipið heita í höfuðið á honum Hadda litla, úr því að til þess kemur, að það þurfi að bera eitthvert nafn.“ Það var sem Böðvar Þorvalds- son væri snortinn töfrasprota. Hann brá við, stóð á fætur, ýtti frá sér stólnum, vék sér fram á gólf- ið, leit hýrlega á konu sína, lagði síðan höndina á koll Haraldi. „Já,“ sagði hann næstum fegin- lega, eins og hann væri nú líka viss um, að úrræði sonarins mundi styrkja festar og flaugahöld skips- ins á Krossvíkurlegunni. „Já,“ end- urtók hann og bætti við: „Hann skal sannarlega fá að heita Har- aldur.“ Snögg hviða. Hvort lyftist ekki húsið á grunninum? Og í fyrsta skipti virtist Helgu Guðbrands- dóttur bregða, síðan hún settist þarna í stólinn með prjónana sína. Hún hrökk við og svo sem bældist í herðum, sagði skjálfrödduð: „Guð hjálpi mér! Skyldi hann nú ætla að taka húsið í staðinn — stormurinn, meina ég?“ bætti hún við í öðrum rómi. En bóndi hennar brosti og hristi höfuðið: „Húsið — ne-ei, þú þarft ekki að vera hrædd um húsið, — það er jafnvandlega fest á grunninum og það er vel viðað.“ Hviðan varði ekki nema nokk- ur andartök. Svo dró niður, varð ekki annað eins hlé og fyrir stuttri stundu, lieldur sveljaði stormurinn jafnt og þétt — og þau ósköp, sem fóru úr loftinu. „Sko, sko, dropana, hvernig þeir hoppa upp af steinunum á móti hinum!“ sagði Leifur litli. „Dropar — þetta er næstum eins og foss, — ég hef séð foss,“ sagði Björn. „Ja-á, hann hefur sprengt sig — eins og það er kallað,“ sagði Böðv- ar Þorvaldsson. Honum eins og hnykkti ofurlítið við, og hann taut- aði fyrir munni sér: „Sprengt, — bara að fleiri hafi ekki ...“ Hann komst ekki lengra, því að nú kom Bjarni Guðmundsson í þriðja sinn í gættina. Hann hafði opnað meira en áður, og þegar hann nú teygði sig inn, velti vöng- um og skók höfuðið, lirökk af hon- um inn fyrir þröskuldinn vatns- straumur eins og úr þakrennu í þéttingsrigningu. En hann sinnti því ekki, enda sinnti því enginn af þeim, sem inni voru. „Ha, þetta er nú meiri askotans rigningin, manneskjur!" sagði hann glaðklakkalegur. „En ég held hann megi hella úr sér, úr því hann sprengdi úr sér ógnina. Þotan áð- an, — hún fleygði mér, og ég greip í grjótið á Thór-Jensens-reitn- um og hélt mér barasta, — já, þeir fóru fleiri. Hann Nála-Gunnar hugsa ég hafi ekki enn átt undir að standa upp, — hugsa hann skríði bara heim, var lagður af stað skríðandi — ekki víst, heldur hann trúlega, nema önnur hviðan komi. . . . Og hvað þeir bölvuðu, lagsi“ — hann virtist víkja máli sínu til húsmóðurinnar, sem brosti nú við honum — „hjá, hvað þeir bölvuðu, hann Björn okkar Hann- esson og hann Einar á Bakka, þegar hann sló þeim saman og skellti þeim í ofanálag. Og gamli maðurinn í Parti lá eins og ég, þangað til þeir tóku hann eftir þot- una, Einar og Björn, og hreinlega leiddu hann, þangað til hann átt- aði sig og sagði, að það væri ekkert skárra að láta leiða sig held- ur en skríða eins og kvikindi.“ Og Bjarni hló og strauk vætuna úr skegginu og sletti af hendinni inn á gólf. „Svo hann hefur þá ekki sprengt?“ sagði eigandi skipsins, sem hafði verið orsök alls óttans. Bjarni horfði á húsbónda sinn og varð svo allt í einu undirleitur. „Er ekki von maður verði ær?“ sagði hann og talaði nú lægra. „Nei, hann sprengdi ekki, Guði sé lof.“ Hann leit til húsfreyjunnar. „Mennirnir — það óttaðist enginn um þá, þetta er ekki svoleiðis bára, að neitt hefði orðið að þeim, þó skipið . . . nei, nei . . .“ Nú vék hann máli sínu að húsbóndanum: „En hann hefði ekki mátt drífa lengi eins og hann dreif — það sögðu þeir einum rómi, formenn- irnir, sem þarna voru — ekki þar fyrir: ég sá það líka. . . . Að hann sé farinn að hægja, — það fullyrða þeir, — þessi jafni surgandi og sveljandi svarri.“ Hann tók nú eftir bleytunni á gólfinu: „Hvað hugsa ég? Eg er víst orðinn meira en ær.“ Hann leit til húsfreyjunnar: „Hún veit það, blessuð húsmóðir- in, ég er ekki vanur að haga mér svona.“ „Þakka þér fyrir allar ferðirnar, Réttir vartappar tryggja raflögnina gegn skemmdum! Gölluð raflögn getur valdið slysum og tjóni á eignum. RAFVEITA HAFNARFJARÐAR ■ .OFTLEIÐIS LANDA MILI ■ MGILEGAR. HRAÐFERÐIR HEIMAN 0G HEIM MGIIEGAR HRAÐFERÐIR HEIMAN OG HEIM Umboðsmaður vor í Hafnarfirði er Jóhann Petersen á lögfræðiskrifstofu Árna Grétars Finnssonar, STRANDGÖTU 25 íafHHOIfí 1 ÞAÐ BEZTA VERÐUR ÁVALLT ÓDÝRAST Lang stœrsta leikfangaúrval bœjarins STEBBABÚÐ Austurgötu 25 - Hafnarfirði Sími 50919
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.