Alþýðublað Hafnarfjarðar - 18.12.1964, Blaðsíða 24
24
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR
r*
-7
Vífilsstaðir í byggingu
Tæpum þrjátíu árum eftir að saga þessi
gerðist, eða fijrir liðlega hálfri öld, var
hælið á Vífilsstöðum hijggt. Myndin sýn-
ir liælið í hyggingu og allstóran lióp
þeirra, sem við það unnu.
hitt fólkið. En í Hagakoti — litlu
býli milli Hofstaða og Vífilsstaða,
sem nú er eyði — sneri hún aftur,
þegar hún sá tvo þekktustu menn
hreppsins koma ríðandi og stefna
til Vífilsstaða. Voru það þeir séra
Þórarinn Böðvarsson í Görðum og
Magnús Brynjólfsson hreppstjóri á
Dysjum (langafi Guðmanns hrepp-
stjóra, sem nú býr þar). Þótti nú
móður minni allt benda til, að
slys hefði orðið.
Litlu síðar er komið heim með
líkið, og þá koma þau einnig,
Sveinn og amma.
Ingibjörgu varð svo mikið um
þetta, að heita mátti, að hún missti
vitið.
Eitt sinn á meðan Guðrún lá á
líkbörunum, kom móðir mín út og
—-------—--------—-----------j
ætlaði í fjósið. Sýndist henni þá
Guðrún koma heim túnið og fara
inn í fjósið og vera eins klædd og
þegar hún drukknaði. Mömmu brá
dálítið og þótti fyrir því að þurfa
að fara á eftir henni inn í fjósið,
en ekki var um annað að ræða.
Hugsaði mamma líka sem svo, að
Guðrún, sem var bezta vinstúlka
hennar, gæti eins vel komið til að
hugga hana sem hræða. Það sagði
móðir mín oft síðar, að þetta hefðu
verið þau dapurlegustu jól, sem
hún hefði lifað. Guðrún dáin, Ingi-
bjorg næstum brjáluð og Sveinn
hálfsturlaður líka, talaði helzt ekki
orð, nema ef hann tautaði ofan í
barm sinn, að hann hefði þurft að
fara líka, eða eitthveð því um líkt.
Ofan á allt þetta bættust svo
veikindi, því að um vorið geisuðu
mannskæðir mislingar. Lagðist þá
allt fólkið á Vífilsstöðum nema
amma mín. Hafði hún þá nóg að
starfa, bæði að sinna sjúklingum
og skepnum.
Framkoma þeirra hjónanna
gagnvart móður minni var ólík,
einkum eftir dótturmissinn. Var
sem Ingibjörg byndi meiri tryggð
og vináttu við hana eftir en áður.
en með Svein var öðru máli að
gegna. Þegar hún var að byrja að
in af honum ölvíman. Kemur þeim
saman um að fara heim að Arnar-
nesi og reyna að fá þar mannhjálp
til að leita að stúlkunni. Þegar
þangað kemur, neitar bóndinn þar
að fara, segir, að stúlkan sé dáin
hvort sem er og þýðingarlaust sé
að fara að leita, fyrr en birti næsta
morgun.
Verður það úr, að þau Sveinn
og amma mín eru þarna um nótt-
ina.
Strax í birtingu næsta morgun
var farið að leita að Guðrúnu, og
fannst hún fljótlega í læknum.
Sent var niður að Görðum til að
tilkynna prestinum látið.
Um morguninn sendi Ingibjörg
móður mína á næstu bæi til að vita,
hvort hún yrði nokkurs vísari um
Gleðileg jól!
Gott og farsælt
komandi ár
Þökkum viðskiptin
á liðna árinu
Vélsmiðjan KLETTUR
Hafnarfirði, Sími 50159 og 50539
Óskum öllum meðlimum vorum, bæði á sjó og í landi,
gleðilegra jóla
og góðs og farsæls komandi árs.
Með pökk fyrir áirið sem er að líða.
Verkamannafélagið Hlíf
Sjómannafélag Hafnarfjarðar