Alþýðublað Hafnarfjarðar - 18.12.1964, Blaðsíða 33
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR
33
Rómantískasta fljót
Vesturlanda.
Þar sem vatnið stígur fram úr
iðrum jarðar, fellur í farvegi og
leitar að djúpinu, þar eru bernsku-
stöðvar vals og menningar, Níl,
Enfrat, Tígris, Jangtsekíang, þess-
ar eru fonnæður menningarinnar,
hjá þeim á hún ætt og óðul, hvað
sem síðar hefur gerzt. Lönd eru
vagga fljóta, en fljót mæður þjóða
og ríkja. Við stórfljót verða til mikil
riki; þau eru þeim samgönguæð,
sameiningarafl og auðsuppspretta.
Björn Þorsteinsson,
kyns í heimalandi sínu; þar tala
menn um föður Rín, en ekki móð-
ur. Endur fyrir löngu hefur Rín
án efa liðazt tær og björt milli
skógivaxinna bakka, en dagar
hreinleikans eru taldir. Skolgrá
eins og Þjórsá veltur hún fram
milli verksmiðju- og hafnarhverfa
milljónaborga og ber úrgang þeirra
til sævar. En frægð hennar fölnar
ekki, þótt liturinn sortni, og frægð
hennar er annars eðlis en allra
annarra fljóta, að Tíber einni e. t.
v. undanskilinni. Henni er ekki
sungið lof sem aflgjafa í sögu mik-
illar þjóðar, heldur er hún tengd
óteljandi sögnum um hetjur, feg-
Loreley-höfðinn við Rín.
FLJÓTIÐ HREINA
sagnfrœðingur:
Eftir fljótinu siglir sigurvegarinn,
hleður hervirki á bökkunum og
drottnar yfir vatnakerfi þess frá
ósum til fjalldala og jafnvel upp-
taka, ef þess gerist þörf, og vatna-
svæðið verður að ríki. Volga er
ekki að ástæðulausu nefnd móðir
Rússlands, en hið mikla ríki er ris-
ið upp á vatnasvæði stórfljóta
Austur-Evrópu, og hvað er Pól-
land annað en ríki Vislu? En hvað
þarf fljót að vera stórt til þess að
valda því hlutverki að skapa ríki?
Er 2000 sek. tonna vatnsmagn
nægilegt? Ég veit það ekki, en
slíkur er flaumur Rínar við hol-
lenzku landamærin.
Rín er mikillar ættar, mesta fljót
Þýzkalands og frægasta vatnsfall
á Vesturlöndum. Hún sprettur upp
undan gneisklettum í St. Gott-
hardsskarði í hæsta hluta Alpa-
fjalla og fellur til sævar á lægstu
strönd Evrópu norður í Hollandi.
Hún er ekki mikið vatnsfall í sam-
anburði við þær miklu móður, sem
lengstri frægð eiga að fagna. Hún
er engir 100 km á breidd eins og
Jangtsekiang, ekki 6500 km á lengd
eins og Níl, heldur aðeins 1320
km, venjulega þó aðeins talin 1000
km, mæld frá Konstanz í Sviss, og
sums staðar er hún innan við 200
m á breidd. Hún er fljót lítilla
landa og lítilla sæva, en þó mik-
illa örlaga. Orðið Rín eða Rhein
á þýzku er samstofna orðinu
hreinn á íslenzku; Rín merkir hið
hreina, tæra fljót, og Rín er karl-
Björn Þorsteinsson.
urð og ástir. Hún er eitthvert róm-
antískasta fljót heims, að því leyti
er hún eðlisskyld þjóð sinni, sem
oft hefur verið hneigðari til róm-
antíkur en raunsæi. I íslenzkum
bókmenntum birtist Rín í hetju-
ljóðum og ástarsögum allt frá land-
námsöld, og náttúrufegurð Rínar-
dalsins er víðfræg ásamt Rínarvín-
um.
En Rín ríkir ekki eingöngu í
skáldskap, því að hún er einnig
af þessum heimi. Um aldaraðir
hefur hún verið lifandi afl í sögu
þjóða sinna. Endur fyrir löngu
bjuggu Keltar við Rín, en á 4. öld
f. Kr. taka Germanar sér þar ból-
festu, hrekja Kelta burt og setjast
að beggja megin fljótsins. Um
Kristsburð eru Rómverjar konmir
með legíónir sínar að Rín og víg-
búast á vestri bakkanum. Kesar
gamli fór jafnvel í tvær herferðir
austur yfir fljótið, en varð að halda
til baka eftir árangurslausa för.
Hann er fyrsti nafnkunni herfor-
inginn, sem heldur með lið sitt yfir
llín, en frá hans dögum allt til
Montgomerys marskálks og de
Gaulle hafa allar helztu stríðshetj-
ur Vestur-Evrópu þurft að brjóta
heilann um það, hvernig þeir ættu
að koma herjum sínum yfir hið
fræga fljót. Yfirleitt hefur þeim
tekizt fyrirætlunin, ef á hefur
reynt, því að Rín fylgir jafnan hlut-
leysisstefnu í hernaði. Þó var hún
eindregið á móti Rómverjum, því
að Rín var germanskt fljót og fylgir
kynstofni sínum, en germanskur er
ekki sama og þýzkur. í 200 ár lá
hún á mörkum Rómaveldis og Ger-
maníu; Rómverjar komust aldrei
yfir fljótið sem sigurvegarar; hand-
an þess beið tortímingin þeirra. Að
lokum héldu Germanir að nýju yf-
ir Rín, moluðu Vestur-rómverska
ríkið og lögðu grunn að þeirri
Vestur-Evrópu, sem skákaði ver-
öldinni á síðustu öld. Rín er ekki
að ástæðulausu frægasta fljót
Vesturlanda. A bökkum hennar var
vagga germanskra þjóða; þar efld-
ist þeim ásmegin til stórræðanna,
þaðan héldu þær út í heiminn, ef
svo mætti að orði komast. Þess
vegna er þar liver lramar, hvert
fjall tengt fornri sögu frá bernsku-
skeiði Franka, Saxa og Burgunda
og hvað þeir hétu allir saman
ættflokkar karlssona, sem endur
fyrir löngu héldu að heiman til
þess að afla sér fjár og frægðar.
Á 9. öld féll ríkjaskipan Vestur-
landa í allfast mót. Þá lenti Rín
innan þýzks veldis frá upptökum
til ósa; hún var ekki lengur landa-
mæravörður germanskra þjóða,
heldur þýzkt fljót. Sú skipan hélzt
í nærfellt 800 ár, og á Rínarbökk-
um risu háborgir þýzkrar menn-
ingar. En einum örlagaþætti þeirr-
ar menningar fékk fljótið ekki
breytt. Fljót eru sameiningarafl
ríkja, en Þjóðverjar hafa um lang-
an aldur verið sundraðir í ótal
ríki á sléttum og fjöllum, í skógurn
og dölum Þýzkalands og Austur-
ríkis. Meðal Þjóðverja hefur löng-
um ekki verið til neitt miðstjórnar-
afl, sem hefur megnað að sameina
þýzkumælandi þjóðir í eitt ríki á
sama hátt og t. d. Englendinga og
Frakka. Þýzkaland liefur verið
heimkynni sundrungarinnar fram
á okkar daga, og fram á 19. öld
voru meira en hundrað smáríki og
furstadæmi meðfram Rín. Við get-
um spurt okkur sjálf að því, hvort
áin hafi ekki verið nógu mikið
vatnsfall til stórræðanna, en við
fáum ekkert svar. Af liverju hefur
Níl að státa fram yfir Rín? Ekkert
fljót jarðar hefur verið slíkur ör-
lagavaldur í sögu manna og Níl,
móðir siðmenningarinnar. Er Rín
e. t. v. faðir sundrungarinnar?
Fræðimenn suður í Frakklandi
munu e. t. v. styðja þá kenningu, en
hún er gripin úr lausu lofti. Ég hef
aldrei séð Níl og veit ekki nákvæm-
lega, hvað hún er mikið vatnsfall.
En vatnsmagn Hvítu-Nílar, Bláu-
Nílar og Atbora, þegar þær koma
saman, er um 3000 sek. tonn. —
Vatnsmagn neðsta hluta Rínar er
hins vegar rúmlega 2000 sek. tonn
venjulega, en um 12000 í vatna-
Morgunn í St. Patlli, Ilamborg.