Alþýðublað Hafnarfjarðar - 18.12.1964, Blaðsíða 12

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 18.12.1964, Blaðsíða 12
12 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR Atvínnufyrírtœkin í bœnum VIII: Margir þeirra, sem ferðazt hafa í Hafnarfjarðarvagninum milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur, hafa tekið eftir netaverkstæði, þegar vagninn stanzar við Sjónarhól. Þar í gluggunum á móti hefur oft mátt líta konur hnýtandi net. Þessi sjón hefur glatt margt augað í Hafnar- fjarðarvagninum. Þarna á Reykjavíkurvegi 25 er Netagerð Kristins A. Kristjánsson- ar sf. Nýlega brá fréttamaður Jola- blaðsins sér þangað til að hnýsast og fræðast um þetta hafnfirzka fyrirtæki. Arangurinn af þessari forvitnisferð fer hér á eftir. Það var um áramótin 1924 til 1925, sem fyrsta netavinnustofan var stofnsett hér í Hafnarfirði. — Þeir, sem stofnuðu til þessarar fyrstu hafnfirzku netagerðar, voru Guðmundur Olafsson frá Byggðar- enda í Hafnarfirði og Sveinn Jóns- gerðin flytur upp á Reykjavíkur- veginn, hættir Sveinn Jónsson í fyrirtækinu, en í hans stað þar kemur Þorsteinn Guðmundsson frá Hvaleyri. Hinn 19. september 1932 lézt Þorsteinn, og rak þá Guð- mundur Olafsson netagerðina einn um skeið. Vorið 1939 kaupir svo Kristinn A. Kristjánsson netagerðina af Ol- afi Guðmundssyni. Kristinn hafði lengi verið bátsmaður á togurum og lært og vanizt netahnýtingum þar. Hann hafði fengið iðnréttindi í þessari atvinnugrein með iðnlög- unum 1928, en með þeim hlutu þeir, sem annazt höfðu viðgerðir á netum um horð í togurum, þessi réttindi. Þetta ár hættir Kristinn störfum á togurum, en vinnur að netagerð í Viðey hjá togarafélag- inu Kára til ársins 1932. Þá flytzt Kristinn vestur á Patreksfjörð og Eigendur netagerSarinnar Úlfar og Kristinn. — Ljósm.: Svavar Jóh. V tsss Netagerð Kristins Á. Kristjánssonar son bátsmaður í Halldórshúsi í Hafnarfirði. Þessa starfsemi hófu þeir í kjallaranum í húsi Þórðar Edilonssonar héraðslæknis, húsinu númer 29 við Strandgötu,, sem nú er þekktast undir nafninu Sjálf- stæðishúsið. Þarna voru þeir samt ekki lengi til húsa, því að þegar á næsta ári reistu þeir sér hús á Reykjavíkur- vegi 25 fyrir þessa starfsemi sína, og hefur þar síðan verið starfandi netagerð. Um svipað leyti og neta- vinnur að netagerð þar næstu sjö árin. Þaðan kemur Kristinn aftur til Reykjavíkur og ræður sig þar á togara eina vertíð, en flytur svo til Hafnarfjarðar vorið 1939 og kaupir netagerðina, eins og áður er sagt. A þessum árum lá atvinnu- reksturinn í netagerðinni alltaf niðri um síldartímann á sumrin, og þetta sumar, sem Kristinn keypti netagerðina, hrá hann sér norður á síld á togaranum Sur- Það er mikið í húfi fyrir sjómennina að gúmbjörgunarbáturinn sé í lagi. Úlfar hefur eftirlit með þessum hátum hér í Hafnarfirði og skoðar árlega um 60 slíka báta. Ljósm.: Svavar Jóh. Starfsfólk tili fyrir netagerðarverkstæðinu 1940.. Fremri röð, talið frá vinstri: Guð- rún Magnúsdóttir, Guðný Guðbergsdóttir, Kristinn A Kristjánsson, Guðmundur Ólafsson, Guðfinna Jónsdóttir, Guðrún Níelsdóttir, iÞorbjörg Guðnadóttir. Aftari röð frá vinstri: Sigríður Guðmundsdóttir, Ingunn lngvarsdóttir, Sigrún Steins- dóttir, Dagbjört Guðjónsdóttir, Aðalheiður Bjargmundsdóttir, Guðrún Einarsdóttir■ prise. Um haustið hóf hann svo reksturinn á netaverkstæðinu og hefur rekið það og stjórnað því síðan til þessa dags. Árið 1959 gerðist Úlfar Haralds- son, Arnarhrauni 12, meðeigandi fyrirtækisins og hefur hann séð um reksturinn á því, ásamt Kristni, tengdaföður sínum, frá þeim tíma. Úlfar hafði byrjað nám í netagerð árið 1947 hjá Kristni, og hefur hann unnið í netagerðinni frá þeim tíma. í upphafi (árið 1926) var unnið bæði að trolli og síldarnótum í netagerðinni, en eftir áratug var hætt þar allri síldarnótavinnu. Frá þeim tíma hefur fyrirtækið fyrst og fremst fengizt við hnýtingu botn- vörpu- og dragnóta, og hefur frá upphafi til þessa dags verið eina fyrirtækið í bænum, sem stundað hefur þann atvinnuveg. Þannig hafa hafnfirzkir togarasjómenn lengi notið góðrar þjónustu Neta- gerðar Kristins Á. Kristjánssonar. Fyrst framan af var viðgerðar- stofan ekki starfrækt allt árið. — Starfsemin lá niðri um síldartím- ann, eins og áður er sagt. Þá fóru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.