Alþýðublað Hafnarfjarðar - 18.12.1964, Side 12

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 18.12.1964, Side 12
12 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR Atvínnufyrírtœkin í bœnum VIII: Margir þeirra, sem ferðazt hafa í Hafnarfjarðarvagninum milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur, hafa tekið eftir netaverkstæði, þegar vagninn stanzar við Sjónarhól. Þar í gluggunum á móti hefur oft mátt líta konur hnýtandi net. Þessi sjón hefur glatt margt augað í Hafnar- fjarðarvagninum. Þarna á Reykjavíkurvegi 25 er Netagerð Kristins A. Kristjánsson- ar sf. Nýlega brá fréttamaður Jola- blaðsins sér þangað til að hnýsast og fræðast um þetta hafnfirzka fyrirtæki. Arangurinn af þessari forvitnisferð fer hér á eftir. Það var um áramótin 1924 til 1925, sem fyrsta netavinnustofan var stofnsett hér í Hafnarfirði. — Þeir, sem stofnuðu til þessarar fyrstu hafnfirzku netagerðar, voru Guðmundur Olafsson frá Byggðar- enda í Hafnarfirði og Sveinn Jóns- gerðin flytur upp á Reykjavíkur- veginn, hættir Sveinn Jónsson í fyrirtækinu, en í hans stað þar kemur Þorsteinn Guðmundsson frá Hvaleyri. Hinn 19. september 1932 lézt Þorsteinn, og rak þá Guð- mundur Olafsson netagerðina einn um skeið. Vorið 1939 kaupir svo Kristinn A. Kristjánsson netagerðina af Ol- afi Guðmundssyni. Kristinn hafði lengi verið bátsmaður á togurum og lært og vanizt netahnýtingum þar. Hann hafði fengið iðnréttindi í þessari atvinnugrein með iðnlög- unum 1928, en með þeim hlutu þeir, sem annazt höfðu viðgerðir á netum um horð í togurum, þessi réttindi. Þetta ár hættir Kristinn störfum á togurum, en vinnur að netagerð í Viðey hjá togarafélag- inu Kára til ársins 1932. Þá flytzt Kristinn vestur á Patreksfjörð og Eigendur netagerSarinnar Úlfar og Kristinn. — Ljósm.: Svavar Jóh. V tsss Netagerð Kristins Á. Kristjánssonar son bátsmaður í Halldórshúsi í Hafnarfirði. Þessa starfsemi hófu þeir í kjallaranum í húsi Þórðar Edilonssonar héraðslæknis, húsinu númer 29 við Strandgötu,, sem nú er þekktast undir nafninu Sjálf- stæðishúsið. Þarna voru þeir samt ekki lengi til húsa, því að þegar á næsta ári reistu þeir sér hús á Reykjavíkur- vegi 25 fyrir þessa starfsemi sína, og hefur þar síðan verið starfandi netagerð. Um svipað leyti og neta- vinnur að netagerð þar næstu sjö árin. Þaðan kemur Kristinn aftur til Reykjavíkur og ræður sig þar á togara eina vertíð, en flytur svo til Hafnarfjarðar vorið 1939 og kaupir netagerðina, eins og áður er sagt. A þessum árum lá atvinnu- reksturinn í netagerðinni alltaf niðri um síldartímann á sumrin, og þetta sumar, sem Kristinn keypti netagerðina, hrá hann sér norður á síld á togaranum Sur- Það er mikið í húfi fyrir sjómennina að gúmbjörgunarbáturinn sé í lagi. Úlfar hefur eftirlit með þessum hátum hér í Hafnarfirði og skoðar árlega um 60 slíka báta. Ljósm.: Svavar Jóh. Starfsfólk tili fyrir netagerðarverkstæðinu 1940.. Fremri röð, talið frá vinstri: Guð- rún Magnúsdóttir, Guðný Guðbergsdóttir, Kristinn A Kristjánsson, Guðmundur Ólafsson, Guðfinna Jónsdóttir, Guðrún Níelsdóttir, iÞorbjörg Guðnadóttir. Aftari röð frá vinstri: Sigríður Guðmundsdóttir, Ingunn lngvarsdóttir, Sigrún Steins- dóttir, Dagbjört Guðjónsdóttir, Aðalheiður Bjargmundsdóttir, Guðrún Einarsdóttir■ prise. Um haustið hóf hann svo reksturinn á netaverkstæðinu og hefur rekið það og stjórnað því síðan til þessa dags. Árið 1959 gerðist Úlfar Haralds- son, Arnarhrauni 12, meðeigandi fyrirtækisins og hefur hann séð um reksturinn á því, ásamt Kristni, tengdaföður sínum, frá þeim tíma. Úlfar hafði byrjað nám í netagerð árið 1947 hjá Kristni, og hefur hann unnið í netagerðinni frá þeim tíma. í upphafi (árið 1926) var unnið bæði að trolli og síldarnótum í netagerðinni, en eftir áratug var hætt þar allri síldarnótavinnu. Frá þeim tíma hefur fyrirtækið fyrst og fremst fengizt við hnýtingu botn- vörpu- og dragnóta, og hefur frá upphafi til þessa dags verið eina fyrirtækið í bænum, sem stundað hefur þann atvinnuveg. Þannig hafa hafnfirzkir togarasjómenn lengi notið góðrar þjónustu Neta- gerðar Kristins Á. Kristjánssonar. Fyrst framan af var viðgerðar- stofan ekki starfrækt allt árið. — Starfsemin lá niðri um síldartím- ann, eins og áður er sagt. Þá fóru

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.