Alþýðublað Hafnarfjarðar - 18.12.1964, Blaðsíða 30

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 18.12.1964, Blaðsíða 30
30 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR SITT AF HVER3U . . . (framhald) Landslag séð dður en að er komið Það hafa siglingamenn sagt mér, að við alveg sérstök skilyrði geti þeir séð staði, sem liggja hundruð mílna fjarri. Mun þá vera um ein- hvers konar loftspeglanir að ræða, — Fata morgana. Sjálfur var ég einu sinni farþegi með skipi til Siglufjarðar á stríðsárunum. Þegar við vorum að sigla norður með Straumnesi, kallar skipstjóri í mig og spyr mig, hvort ég vilji sjá Grænland. Eg skildi hvorki upp né niður, en játti þó spurningunni. Fékk ég nú að líta í hinn ágæta kiki skipstjóra og beindi honum út til hafs. Sjón sú, er mætti mér, gleymist mér aldrei: ég sá jölda, snjógeira niður að berum aurskrið- um að mér sýndist, fjöruborð og brim við ströndina. Eg hafði þá séð Grænland án þess að hafa kom- ið þar, séð það í hillingum, eins og sagt er. Þetta er ekki sérstaklega í frá- sögur færandi, og þetta fyrirbæri má skýra á eðlilegan hátt. En hitt er miklu erfiðara að skýra, þegar maður sér með lokuð augu en þó vakandi í rúmi sínu landslag, sem maður hefur aldrei augum litið en sér síðar. Eg ætla það hafi verið föstudag- inn fyrir hvítasunnu árið 1945, að ég var háttaður í rúm mitt í húsinu nr. 32 við Skúlaskeið í Hafnarfirði. Tek ég blað og fer að lesa, en þeg- ar ég hef lesið nokkra stund, legg ég blaðið frá mér, slekk ljósið og hyggst fara að sofa, en get ekki sofnað. Þegar ég nú ligg þarna með lokuð augu, ber allt í einu fyrir mig sýn, sem mér þótti hríf- andi fögur. Eg sé vog, sjórinn á vognum er rennisléttur, en þoka lá yfir landinu í kring, og sólin gat að- eins sent sína töfrandi geisla gegn- um þunnan þokuhjúpinn. Sá ég út eftir vognum og strendurnar beggja megin. Ég sá mjög vel lands- lagið fyrir botni vogsins. Sýnin varaði í svo sem 40 sekúndur. Ég opna þá augun og sé ekki neitt, en heyri vel tal kvennanna, sem voru við kökubakstur fram í eldhúsinu. Til þess nú að vera viss um, að ég væri vel vakandi, lokaði ég augun- um aftur, og ber þá jafnskjótt sömu sýnina fyrir mig, eins að öllu leyti, og þar sem ég um leið heyrði mannamálið í næsta herbergi, var ég þess viss, að hér væri engin skynvilla. Ég var eins vel vakandi og bezt varð á kosið. Sýnin varaði nú skemur og eins og smáóskýrðist og hvarf að fullu. Ég hafði aldrei áður séð þennan stað og vissi ekki, hvar hann gæti verið í veröldinni. Tveim dögum seinna fór ég og fjölskylda mín í bílferð út í góða veðrið. Var ekið suður með sjó, og þegar við komum á móts við Innri-Njarðvík, er kominn þoku- slæðingur yfir skagann. Var nú ákveðið að aka suður í Hafnir, en - Minningar frá (Framhald af bls. 27) viðri í ægilegan veðraham, sem engu hlífir. Er mikil nauðsyn fyrir þá, sem slíka staði byggja, að vera veðurglöggir, enda var veðrinu veitt sérstök athygli, allar veðra- breytingar athugaðar af nærri því vísindalegri nákvæmni. Þetta var lífsnauðsyn, og ekki sízt fyrir það, að þarna var í bernsku minni stundaður sjór meira en hálft ár hvert. Ég man eftir einum haustdegi 1912 eða 13, að við rerum árla morguns sex á báti. Logn var og blíða, en myrkt af nóttu, himinn- inn yfir Dýrafirði nokkuð rauður. — Þá var ekkert útvarp og engin veðurspá. Eftir að við höfðum róið með ár- unum okkar í um 30 mínútur frá landi, segir formaðurinn, sem var faðir minn, að nú sé bezt að snúa til lands aftur. Þegar við vorum hálfnaðir í land, komu fyrstu vind- hviðurnar. Loftið inn yfir Dýrafirði var eldrautt og nær því eins og blóðlitað. Var nú siglt það, sem eftir var til lands, og þá lítt lend- andi fyrir vindkviku, sem lagði út fjörðinn, en þó gekk það allt slysa- laust. Þegar við höfðum sett bát- þangað höfðu sum okkar aldrei komið. Okum við svo sem leið liggur suður Hafnaveginn, en þoka var á og sást lítt frá sér. En sem við nálguðumst Kirkjuvog, sá ég nákvæmlega sömu sýnina og ég hafði séð fyrir nær tveim dögum inni í Hafnarfirði með lokuð augu í rúmi mínu. Sólin sendi geislana gegnum gisna þokuna yfir voginn, og hann var spegilsléttur og fagur alveg eins og ég sá hann þá. Eins og áður segir, hafði ég aldrei kom- ið þarna fyrr né séð mynd af þess- um stað. Ég get ekki skýrt þetta á neinn hátt, en þegar ég sá Grænland í hillingum, var mér strax fullljóst, hvernig sú sýn varð til. Skoga inn upp, var varla stætt í fjörunni. Settum við grjótsig á bátinn, svo að hann fyki ekki í loft upp. Nokkrir mótorbátar reru frá Dýrafirði aðfaranótt þessa óveð- ursdags og náðu engir landi, að mig minnir, fyrr en veðrið lægði. Þarna réð útsjón formanns og veðurvizka, því að okkur öllum hinum þótti undarlegt að snúa til lands í logni, jafnvel þótt enginn mælti á móti. Ég gæti sagt frá mörgum atvik- um líkum þessu, sem sanna, hve mikla athygli þurfti við að hafa til þess að forðast tjón á mönnum, skepnum, mannvirkjum o. s. frv. Hefði slíkt ekki verið fyrir hendi, hefði oft farið illa á þessum út- kjálkastað. En aldrei varð neitt tjón af veðri alla búskapartíð for- eldra minna á Skaga. Ég minnist ennþá vetrarbylj- anna, foráttubrimsins við strönd- ina, vestanstórviðranna. Ég man líka vorkvöldin fögru, sólríku dag- ana í júlí og ágústmánuði og haust- kvöldin blíðu. Endurminningar bernskuáranna eru ennþá eftir hálfa öld ferskar í minni mínu, og ég held að svo verði jafnan. INGÓLFS CAFÉ Almennar veitingar frá kl. 2 e. h. ★ Heitur matur framreiddur frá kl. 6—8 á kvöldin. ★ Ódýr og vistlegur veitingastaður. Mælið ykkur mót í INGÓLFS CAFÉ Gleðileg jól! Gott og farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á liðna árinu. Tryggingastofnun ríkisins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.