Muninn - 29.10.1987, Qupperneq 4
A döfinni
—Pistill frá Sigrúnu formanni
Agætu skólafélagar!
Þessi stutti pistill er til þess
skrifaður að kynna fyrir
nemendum hvað það er sem
er helst á döfinni í félagslífinu
á næstunni, auk þess sem ein-
stök félög innan nemendafé-
lagsins hafa upp á að bjóða.
Fyrir stuttu síðan barst
okkur bréf frá Ríkisútvarpinu
Sjónvarpi þar sem okkur
býðst að sjá um okkar eigin
sjónvarpsþátt. En þar sem
best er að þið lesið bréfið sjálf
heldur en að farið sé að telja
upp hvað í því stendur þá hef
ég ákveðið að birta bréfið hér:
Við í stjórninni höfum ákveð-
ið að reyna með hjálp ykkar
nemenda að taka þátt í þessu
og gera verulega góðan og
vandaðan þátt. En til þess að
svo verði verðið þið að vera
verulega frjó í hugsun og virk,
því það er hægara sagt en gert
að gera góðan sjónvarpsþátt.
Efnisramminn sem RÚV
sendi okkur var á þessa leið:
tónlist, skáldskapur, kvik-
myndagerð, leiklist, mynd-
list, sérvitringafélög, íþróttir,
kynning á skólanum og dans.
Við óskum þvi eftir hug-
myndum til að framkvæma
eitthvað af þessum efnisþátt-
um. Þessi efhisrammi er alls
ekki bindandi svo einnig má
fólk koma með sínar eigin
hugmyndir. Sniðugt væri fyrir
einstök félög að útbúa eitt-
hvað í þáttinn. En verið endi-
lega dugleg að koma með hug-
myndir, við erum alltaf til við-
tals þegar hægt er að ná í
okkur. Við vitum ekki hvenær
kemur að okkur að hafa þátt-
inn en þetta verður kynnt
betur síðar.
Ákveðið hefur verið að vekja
upp annálaritun sem var við
lýði hér fyrir 20 árum síðan.
Annálaritari skal fylgjast með
félagslífi vetrarins og punkta
niður það helsta sem fram fer
og svo er það fært inn í annála-
bókina, Rúnu, sem til er hér.
Einnig kom sú hugmynd upp
að gera nýja Rúnu og þá mætti
einnig taka myndir af ýmsum
atburðum og láta þær fylgja
henni. En fyrst og fremst þarf
að fá einhvern til að taka verk
ið að sér. Þess vegna óskum
við eftir annálaritara. Ef
einhver hefur áhuga á því
starfi, ætti hann eða hún að
hafa samband við okkur í
stjórninni sem allra fyrst.
Einnig þiggjum við uppá-
stungur um annálaritara. Ef
engar uppástungur eða um-
sóknir koma verðum við að
skipa sjálf annálaritara
skólans.
Ýmislegt annað er auðvitað á
djöfinni hjá okkur sem ekki er
alveg fullmótað en af því fáið
þið fréttir síðar. Lifið heil.
Formaður Hugins
_________________________-SJÓNVARF
LaiiRnvcgiir I7fi, 10j ncykjnvik. Simncfni: Itri'ion, Simi 38800, Tclex: 2035
Til Nemendafélags, Reykjavik 22.9 '87.
Sjónvarpið hefur ákveðið að hleypa af stokkunum nýjum, vikulegum,
þætti sem’á að bófða til ungs fólks.
Þessir þættir verða unnir I samvinnu við framhaldsskóla landsins
og fær hver skóli tækifæri til að búa til sinn eigin þátt, sem takmarkast
þó af þeim efnisranma sem Sjónvarpið leggur fram. (Meðfylgjandi)
Þessi ramni er þó á vissan hátt sveigjanlegur. Hver skóli hefur
frjálsar hendur um hvaða atriöi hann velur og svo kemur vitaskuld til
greina að raeða hugmyndir um önnur atriði 1 þáttinn. Hver þáttur er 25 mín.
að lengd og takmarkast val atriðanna við þann tlma.
Fastur umsjónarmaður verður að þessum þáttum. Hlutverk hans er að
vera I nánu sambandi við nemendafélög skólanna, xondirbúa og skipuleggja
þættina roeð þeim og upptökustjórum.
Mikilvægt er að nemendafélagið kynni þetta verkefni vel fyrir neraendum
og sjái til þess á hlutlausan hátt, að hæfileikafólk innan skólans veljist
til að vinna að atriðum þáttarins. Með því að bjóða framhaldsskólunum að
sjá um sína eigin þœtti I Sjónvarpinu, vonumst við til þess að útkoman
verði liflegir og skemmtilegir þættir þar sem nemendur fá að njóta sín
og helstu einkenni hvers skóla skíni í gegn. Hugmyndin að baki þáttanna
er þvi i stuttu máli að etja saman framhaldsskólum landsins eins og um
væri að ræða einhverskonar keppni I metnaðarfullri og vandaðri dagskrár-
gerð fyrir sjónvarp.
Sendið okkur staðfestingarbréf með nöfnum og slmanúmerum tveggja
tengiliða úr ykkar hópi, fyrir 2. október 1987. merkt:
FRAMHALDSSKÓLAÞÁTTUR/SJÖNVARPINU
LAUGAVEGI 176. 105 REYKJAVÍK.
‘^VI hdl. Ý vo ‘jMuw
J^n Egiíl Bergþóréfeon Gisli Srar Erlingsson
uppcökuscjöri. uppcökuscjóri.
HÍKISÚTVARPID