Muninn

Árgangur

Muninn - 29.10.1987, Síða 11

Muninn - 29.10.1987, Síða 11
Félögin okkar Eftir félagakynninguna í Möðruvallakjallara 8. okt. s.l. fór Muninn á stúfana og ræddi við fulltrúa þeirra félaga sem þar kynntu starfsemi sína. Viðtölin fara hér á eftir: MFH Málfundafélag Hugins Kristján Ingimarsson Hvað gerir þetta málfundafélag? Það þjálfar fólk í ræðumennsku og framsögn og heldur keppni og bekksagnamót og er með alls kyns uppákomur. Við tökum þátt í MORFÍS. ÍMA íþróttafélag Menntaskólans á Akureyri Sveinn Rúnar Ifaustason Hvað gerir ÍMA og hvað er ÍMA? Já, ÍMA er íþróttafélag Menntaskólans á Akureyri og við höfúm á okkar könnu flestallar íþróttir sem stundaðar eru hér í skólanum, nema skák og þessar hugaríþróttir. I hverju er starfsemi ykkar fólgin hérna í vetur og hvernig skipuleggið þið starfsemina? Ehm, ja, starfsemin er í því fólgin að við keppum við ýmsa skóla, sem sagt íþróttakeppni milli menntaskóla og fjölbrautaskóla. Innan skólans verða svo bekkjamót og bekksagnamót og við höfum á okkar könnu jafnvel þjálfun skólaliða. Það er því mjög hollt fyrir sérhvern að starfa með ÍMA? Já, ég mundi segja það. 11

x

Muninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.