Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.06.1939, Blaðsíða 12

Heimilisblaðið - 01.06.1939, Blaðsíða 12
104 HEIMILISBLAÐIÐ V. Snævarr: Yorvísur 1939 Vorar í lofti. Lengjast bjartir dagar. Lit slær í jörðu. Grænka bleikir hagar. Dimandi elfur dansa fram til lagar drápm til lífsins glaður fossinn bragar. Nú skal þér fagnað, sumargyðjan góða. Gamlir og ungir velkomna þig bjóða. Þú ert sem fyrri efni nýrra Ijóða, óskabarn dýrast norðurienzkra þjóða. Gyðjan mín Ijúfa, láttu hlýja blæinn leysa úr byggð og fjöllum vetrarsnœinnt Laðaðu fugla sunnan yfir sæinn. Sumri og þroska greiddu för í bæinn. frá sól, líklega ekki stærri en jorðin, ein- mana í kulda og myrkri. Sólin, þaðarí að líta, lítið stærri en glöð) stjarna. Það var ekki mót von, að stjarnan var heitin oft- ir undirheimaguðinum Plútó. Vetrarbrautir. Milli vega frá ytri rönd til miðju á af- arstórri, hjólmyndaðri stjörnuþyrpingu, sem við nefnum vetrarbraut, er sólkerfi vort að finna. Þetta hjól er svo stórt, að það er 1000 000 ljósár í þvermál og tíu þúsj und að þykkt, það snýst um möndul, sem enginn hefir enn séð, því stór, svartur rykheimur skyggir á hann frá vorri hlið; en svo er snúningshraðinn mikill, að sólin (og við með) berst með honum í 200 mílna hraða á sekúndu, og er þó talið að ein hringferð taki tvö hundruð milljónir ára. Að öllu samantöldu er sagt hún muni hafa farið tíu hringferðir síðan hún var sköpuð. Mörg furða er af vetrarbrautinni spurð. Þar er að finna 30 000 000 sólna, heila heima. af glóandi skýjum og á milli afar mikla kolsvarta rykheima. Sólirnar er flestar að finna til beggja hliða á hjólinu en óskapnaður heimanna í miðið. Þó er allt þetta. hvað innan um annað, en hvað á sín- um stað með óbifanlegri reglu og í fullu samræmi. Það er því, þrátt fyrir allar eldri hugmyndir, bókstaflega satt sem skáldið segir: »Himnarnir lofa lífgjafans mátt ljósið hið fagra og myrkrið er í sátt« því öllu er af einum vilja stjórnað. I vetrarbrautinni sjást sólir af afar mörgum stærðum og afar ólíkar að efni. Sól vor er ein með þeim minni og kölluð ein af »gulu dvergunum«. Svo römm er sú taug, er oss, við hana bindur, að hún jafnast á við tíu milljónir stálstrengja, sem hver um sig er míla á þykkt. Er því lítil hætta á, að hún slitni, enda kemur oss það betur, því undir sólunni er komið viðhald alls lífs á jörðunni. Til eru sólir sem »slá«, stækka og minnka, eins og risavaxið hjarta; tvíbura, þríbura og f jórbura sólir, sem snúast hver utan um aðra á allt frá fáum klst. upp í mörg þúsund ár. Gaseólir, tiltölulega, léttar, og aðrar, þar sem. efninu er svo saman þrýst, að hver spónfylli er mörg torm að þyngd. Þetta er mögulegt með því, að brjóta fyrst byggi.ngu atómsins eins og það er hægt að koma fleiri flöskum fyrir í kassa, meðl því að brjóta þær fyrst. Björtust af þessum sólum er Sirius. Hún hefir mjög skrítinn »félaga«, sem í kring- um hana fer einu sinni á 50 árum. Efnið í þessum »félaga« er 2000 sinnum þyngra en gull. Flestar stjörnur eru cíOO 000 upp til 10 000 000 mílna í þvermál. Þó eru til mikið stærri stjörnur, svo sem risinn Epsi- lon Auregae, sem er 2 600 000 000 mílur í þvermál, svo stór, að ef sólin væri í miðju væru allar jarðfetjörnurnar nema þær þrjár yztu. innan við yfirborð hennar. Stjörnur fara sífellt minnkancli, meðan þær eru »ungar«, eru þær rauðlar á lit, til- tölulega kaldar, blásnar upp eins og afar- stór loftbátur af krafti ljóssins að innan og úr léttu efni. En, svo fer aðdráttarafl- ið að láta, til sín taka. Þær fara að þétt- Framh. á bls. 129.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.