Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.06.1939, Blaðsíða 21

Heimilisblaðið - 01.06.1939, Blaðsíða 21
HEIMILISBLAÐIÐ 113 »Mér tókst að ræða við hana um allt þetta undir því yfirskyni, að ég væri lækn- ir hennar, annars myndu hinir heimsku- legu hirðsiðir varla hafa leyft mér aðgöngu að svo háttstandandi konu. Hún sfigði mér, að goð Fungaranna, sé næsta líkt stórum óvætti (Sfinx), eða einhverju slíku. Sjálf- ur hefi ég aldrei séðl það«. »Hvað er þetta!« hrópaði Higgs, og hopp- aði upp: »Er Sfinx í Norður-Mið-Afríku! Nú jæja, hvers vegna ekki? Það er sagt, að! einhver a.f hinum fyrstu Faraó-um hafi líka rekið verzlun við þau héruð jarðar vorrar og meira að segja þeir hafi veriö ættaðtir þaöan. Ég hygg, að það sé Mak- reezí, sem segir þá helgisögu. Að líkindum hefir Sfinxinn verið hafurhöfðuð, Eg hélt áfram sögunni: »Hún sagði mér líka, að sú erfðasaga gengi eða réttara sagt sú skoðun, sem væri orðin að triiarsetningu, að ef þessi Sfinx eða goð, sem okkar í milli sagt er ljón og því ekki með hafurhaus, — og kallaöur er Harmac-------«. »Harmac!« tók Higgs fram í aftur; »þai5 er einmitt nafn á Sfinx. Harmachis, — það er guð morgunroðans«. Þá tók ég upp aftur: »Ef þessi guð eyði- legðist, þá hlyti Fung-þjóðin, að rýma land og fara suður yfir elfina, miklu, því að sagt er, að það séu forfeður hennar, sem hafi siníðað þann guð. En ég man nú ekki í svipinn, hvað áin heitir, e.n ég hygg hana vera kvísl úr ánni Níl. Ég hefi bent henni á, að undir þessum kringumstæðum myndi heppilegast, ei' þjóðlin hennar lógaði hjáguði þessum. Maq- ueda hló og sagði, aðl það væri lítt mögu- legt, þar sem guðinn væri á stærð við með- ' alf jall. Hún bætti því við um leið, að Abati- þjóðín væri löngu búin að missa allan hug og allan dug og framtak. Peir væru ánægð- ir, þegar þeir fengu að sitja í sínu frjóa, fjallgirta landi og fylla sig þar á sögurn um, horfna frægð og frama, og berjast um tignartitla og vegtyllur. Að slíkum kjörum vildu þeir sitja til dómadags. Ég spurði hana, hvort hún væri líka ánægð meðl lífið. Þá svaraði hún því, að það vissi hún vissulega ekki, kvaðst aðeins ekki geta skilið, hversu hún, sem ekki væri annað en kona og þar að auki hin síðasta að endalausri konungaröð eða langfeðga- tali gæti nokkuð gert til að! hef ja þjóð sína til vegs og valda. »Losaðb mig við Fugarana«, sagði hún svo æsitu skapi, »og þá skal ég launa þér ríkulegar en þig hefir nokkru sinni óraO fyrir. Gamia hellaborgin mín þarna yfir frá er full af gulli og gersemum, sem graf- in voru með gömlu konu.ngunum, sem bar áttu heima, löngu, áður en við komum til Mur. Þessir f jársjóðir eru oss einskisvirði, þar sem við eigum eigi verzlunarviðskifíi við neina. En ég hefi heyrt, að þjóðirnar úti í heiminum séu sólgnar í gull«. »Eg þarf ekki gulls, við«, svaraði ég, »það eitt er vilji minn að fá son minn leystan, sem er nú fangi hjá þessari þjóð«. »Jæja«, svaraði hún, »þá verður þú að hjálpa oss til að ónýta goðið þeirra. Eru engin ráð til þess?« »Jú, ég þekki efni«, sem gæti sundrað því á svipstundu«, og fór aðl lýsa fyrir henni tundrinu og öðrum sprengief num eða eiginleikum þeirra. »Far þú heim til lands þíns«, hrópaði hún með ákefðl og komdu svo aftur með þetta efni og nokkra menn, sem kunna með það að fara; móti því heiti ég þér öllum dýrind- um og fjársjóðum í Mur. Með þessu eina móti getur þú fengiðl aðstoð mína til að frelsa son þinn«. »Jæja, hver varð svo niðurstaðan með þetta?« spurði Orme. Hún varð sú, að mér var fengið talsvert af gulli og hópur úlfalda, sem var bókstaf• lega látnir síga niður eftir leynistíg í fjöll- unum. Var það gert til að forðasit Fung- arana, sem þeim stóð mikill geigur af. Með þessu föruneyti komst ég heill á húfi yfir eyðlimörkina til Assouan; en ferðin varaði margar vikur. I Assouan slógu þeir land- tjöldum og þar skildi ég við þá fyrir eitt-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.