Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.06.1939, Blaðsíða 26

Heimilisblaðið - 01.06.1939, Blaðsíða 26
 118 HEIMILISBLAÐIB sumu mundir vorum við að fara á engj- ar, og þá segi ég við dóttur bóndans, þá sem áður hafði mest haldið af Lappa: »Ertu búin að kveðja svarta vininn þinn,?:< »Hvers vegna spyr þú að því?« segir hún. »Vegna þess að nú er N. N. búinn að taka hann með sér til að lóga honum, sérðu ekki, hvar þeir fara?« sagði ég. Hún tók til fótanna og kallaði sífellt á Lappa þar til hann heyrði. til hennar o%' kom til baka. Að Lappa varð lengra líis auðið, mun, eflaust vera að þakka okkur báðum, Annars eru örlög dýranna, ekki síður en manna ásköpuð þeim frá hærri stöðum. Réfeti eftir að þetta varð, sem að framan greinir, kom til MöðrudaJs bónd- inn frá Víðidal og sagðist vera nýbúinn a') missa fjárhundinn sinn, bað hann um aö mega fá Lappa með sér og var það auö- sott. mál. En nú hefst annar þáttur í lífi Lappa, nefnilega þegar hann varð fra?g- ur fjárhundur og vann húsbónda sínum mikið gagn með vitsmunum sínum. Ég ev því miður ekki nógu kunnugur æfisögu Lappa til að geta skrifað framhald henn- ar, mun ég því láta nægja að bæta hér við þeirri einu sögu um hann, sem kom fram við mig sjálfan. Ég var barnakennaxi í Víðidal veturinn 1915, frá áramótum. Tíð var góð í janúar og snjólétt á Fjöllunum, Um Ix>rrakomuna skifti um og gerði umhleypingsveðrattu fyrri helming þorrans, en svo skifti um og þá kom góður kafli. Af því sleðafæri var mjög gott, þá ákvað Jón bóndi að fara til Vopnafjarðar og ná í kornvörur til heimilisþarfa, varð hann svo sammældut við menn frá Möðrudal og lögðu þeir allir á stað í kaupstaðarferð snemma í febrúar. Þessi kaupstaðarferð varð mjög söguleg, en það er önnur saga, sem ekki verður skrá- sett hér. Áður en Jón bóndi fór, bað hann mig að hafa eftírlit með sauðfjárgeymslu þar heima, á meðan hann væri burtu, af því það var bara 13 ára drengur sem átti að gæta fjárins úti Við, meðan hann væri burtu. Allt var tíðindalaust fyrstu 3 dagana eftir burtför þeirra, en á fjórða degi varo skyndilega breyting á veðri, og fór að þykkna í lofti eftir hádegi með dálítilli hríðarmuggu. Féð var rekið til beitar þenn- an dag eins. og áður, og af því ég var ókunn- ugur öllum staðháttum þarna var einhver geigur í mér með smölunina, svo ég bað drenginn að fara strax kl. 2 til að smala því saman, hann gerði lítið úr nauðsyn þess og á sama tíma og vant var. Ég var sem á glóðum út af fénu og þegar farið var að skyggja þá rölti ég af stað vestur á öid- una, sem liggur skammt frá bænum, bar beið ég þar til ég heyrði hun,dgá og smátt og smátt færðist það nær, unz þeir komu til mín. Ég spurði piltinn hvort hann áliti féð vera allt. Já var svarið. Við hélduin nú heim og taldi ég í húsi. Kom þá í ljós, að það vantaði 32 kindur. Nú var komið náttmyrkur og veður fór versnandi, það var byrjað að hvessa af norðri og talsverð hríð, ég var í miklum vafa,, hvað gera skyldi. Allt í einu var eins og hvíslað að mér, að ég skyldi reyna að senda Lappa í eftirleit að því sem van'c- aði. Ég fór að svipast um eftir honum og fann hann inn í göngum. Nú kallaði ég á Lappa út með mér, fór með hann vestur yfir ána og sagði svo við hann, að nú ætti. hann að fara og finna það, sem vantaði af fénu, og síðan benti ég honum, hvert hann ætti að fara. Þaö var eins og blessuð skepnan skildi mig. Hann hljóp strax af stað og var á svip- stundu horfinn sjónum mínum út í nátt- myrkrið og hríðina. Svo leið löng stund, líklega rúmur hálftími. Eg þrammaði fram og aftur og beið átekta, en var smátt og smátt að leggjast niður og hlusta. Allt í einu heyrði ég hundgá langt í burtu, og smám saman, færðist hljóðið nær og nær; fór ég þá í áttina á móti. Loks- ins sá ég fjárhóp koma í móti mér, en á eftir honum kom Lappi og gekk hann sitt

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.